





































































Helgaland 9, 270 Mosfellsbær 148.000.000 kr.
307,4 m², einbýlishús, 8 herbergi
BERG fasteignasala kynnir:
Helgaland 9 í Mosfellsbæ
Afar glæsilegt og vel staðsett tveggja hæða einbýli, samtals 307,4 fm. Lóðin er 1250 fm. Húsið stendur í lokaðri götu með fallegan garð sem snýr í suður. Gott útsýni.
Nánari lýsing: Komið er andyri með flísum á gólfi. Innangengt úr anddyri/holi í rúmgóðan 52 fm. bílskúr með gluggum á tvo vegu og mikilli lofthæð. Til vinstri úr anddyri er þvottahús með sér útgangi. Flísar á gólfi. Úr anddyri er komið í hol. Til hægri er eldhús með upprunalegri vandaðri eikarinnréttingu og eldhúseyju. Flísar á gólfi. Stofan er björt og rúmgóð með uppteknum loftum og fallegu útsýni til suðurs. Parket á gólfi. Útgengt er úr holi og stofu á stórar L laga svalir sem snúa í suður. Gott útsýni af svölum til suðurs. Til vinstri úr holi er herbergisgangur með 4 svefnherbergjum, parket á gólfum. Baðherbergi er flísalagt með kari og glugga. Stigi úr holi á neðri hæð. Rúmgóður stigagangur.
Á neðri hæð eru 2 rúmgóð svefnherbergi. Stofa með parketi á gólfi og stórum gluggum í suður. Rúmgott baðherbergi, allt flísalagt með sturtuklefa. Saunaklefi er inn af baðherbergi. Útgengt úr baðherbergi á stóran sólpall með heitum potti. Lítið eldhús er á neðri hæð. Hægt að renna fyrir með hurð til að skilja að hæðir. Af sólpalli er gengt í geymslu sem er utan fermetratölu eignarinnar. Framan við hús er sólpallur sem þarfnast endurnýjunar. Garðurinn er stór og vaxin trjám og runnum. Góðir skjólveggir og lækur/tjörn í garði með steyptum botni. Lítil brú yfir læk. Leiktæki fyrir krakkana og fallegur gróður.
Þetta er afar áhugaverð eign með frábæra staðsetningu. Stutt er í grunnskóla að Varmá og íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar með sundlaug, íþróttahúsi og útivöllum. Allt nánast í göngufjarlægð.
Nánari upplýsingar hjá Berg fasteignasölu í síma 588-5530 eða eftirfarandi starfsmönnum:
Pétur Pétursson löggiltur fasteignasali - sími 897-0047 - netfang: petur@berg.is
Heimasíða Berg fasteignasölu: www.berg.is
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Berg fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.400,- m/vsk

- Brunabótamat110.050.000 kr.
- Fasteignamat106.000.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð10. maí. 2022
- Flettingar2927
- Skoðendur2248
- 307,4 m²
- Byggt 1979
- 8 herbergi
- 2 baðherbergi
- 6 svefnherbergi
- Sérinngangur
- Bílskúr
- Garður
- Þvottahús



































































