Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík 5889090 - www.eignamidlun.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sverrir Kristinsson
Kjartan Hallgeirsson
Þórarinn M. Friðgeirsson
Hilmar Þór Hafsteinsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Magnea Sverrisdóttir
Brynjar Þór Sumarliðason
Daði Hafþórsson
Bjarni Tómas Jónsson
Herdís Valb. Hölludóttir
Ólafur H. Guðgeirsson
Þóra Birgisdóttir
Gunnar Helgi Einarsson
Kári Sighvatsson
Unnar Kjartansson
Lárus Ómarsson
Ragnhildur Anna Gunnarsdóttir
Úlfar Freyr Jóhannsson

Mímisvegur 4, 101 Reykjavík 89.900.000 kr.

106 m², hæð, 4 herbergi

Opið hús: 18. maí 2022 kl. 17:00 til 17:30

Opið hús miðvikudaginn 18. maí milli kl. 17:00 og 17:30

Eignamiðlun kynnir:

***Opið hús miðvikudaginn 18. maí milli kl. 17:00 og 17:30***

Glæsileg hæð í reisulegu húsi í miðborg Reykjavíkur. Húsið hefur fengið mikið viðhald og eignin hefur verið fallega uppgerð í takt við tíðaranda hússins. Eldhús, baðherbergi og hluti gólfefna hafa nýlega verið endurnýjuð. Hér er eign í rólegri og fallegri götu í Þingholtunum og allt sem miðbærinn hefur uppá að bjóða er í göngufæri. Stutt er í alla helstu þjónustu, sund, skóla og leikskóla. 

 
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 106,4 fermetrar, flatarmál íbúðarrýmis er 99,4 fermetrar og flatarmál geymslu er 6,6 fermetrar.  Íbúðin er björt og opin og skiptist í anddyri, eldhús, baðherbergi, stórt svefnherbergi og þrjár stofur (ein notuð sem svefnherbergi). Þá fylgir eigninni jafnframt góð geymsla með gluggum í risi.
 
Smellið hér til að fá söluyfirlit sent strax

Nánari lýsing:
Anddyri með rúmgóðu fatahengi og linolium dúk á gólfi. 

Eldhús er opið á móti stofu og er með tvískiptri nýlegri innréttingu sem er annars vegar spónlögð með eik og hinsvegar lökkuð. Öll tæki eru vönduð frá Siemens og voru keypt 2019 og 2020. Í eldhúsi er innbyggður ísskápur og uppþvottavél. Stór fallegur gluggi með útsýni yfir nærliggjandi garða. Inn af eldhúsinu er lítil aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara, geymslupláss og upphengdar snúrur. Gluggi með opnanlegu fagi er í þvottaaðstöðu. Linoleum dúkur er á gólfi í eldhúsi.

Stofur eru með fallegu gegnheilu olíubornu eikarparketi sem er lagt í fiskibeina mynstur. Fallegar upprunalegar franskar rennihurðir með gleri eru á milli stofa. Frá stofunni sem nú er nýtt sem borðstofa er útgengt út á nýjar rúmgóðar steyptar svalir sem snúa til suðurs og þaðan er fallegt útsýni yfir Þingholtin og sjávarsýn í fjarska. Í dag er ein stofan nýtt sem svefnherbergi og þar er innbyggt fatahengi með hillu. Allar stofur eru með fallega stóra glugga.

Hjónaherbergi er einnig með eikarparketi lögðu í fiskibeinamunstur og þar er opinn fataskápur. Á herberginu eru tveir fallegir gluggar. 

Baðherbergi er nýlega uppgert og er með gegnheilum terrazzo marmara flísum á gólfi og veggir flísalagðir í kringum baðkar. Gólfhiti er í gólfi en einnig er pottofn í rýminu. Í herberginu er upphengt salerni, vegghengd stór handlaug og fyrir ofan hana er innbyggður speglaskápur. Baðkar er með sturtu og óbein led lýsing er fyrir ofan baðkarið. Einnig er gott geymslurými með hillum í herberginu. Gluggi með opnanlegu fagi er á baðherberginu. 
 
Eignin hefur fengið gott viðhald í gegnum árin og haldið hefur verið í einkenni og karakter þess tíma sem húsið var byggt á. Í íbúðinni eru upprunalegar fulningahurðir og glerjaðar rennihurðir í stofum. Í loftum eru fallegar rósettur og skrautlistar. Falleg umgjörð er um alla glugga og hurðir. Í eigninni eru pottofnar sem búið er að sandblása og gefa rýmunum karakter og eru allar lagnir í þá nýlegar. Eldhús og bað var endurnýjað árið 2019. Þá var einnig settur linoleum dúkur á eldhús og gang og baðherbergi flísalagt. Nýjar stórar steyptar suðursvalir eru á íbúðinni en einnig fylgja henni litlar norðursvalir sem eru aðgengilegar frá stigagngi. Nýjar svalahurðir eru á báðum svölum. Búið er að endurnýja allt rafmagn í eigninni og setja nýja rofa og tengla. Rafmagnstaflan er nýleg en einnig var sett sér tafla fyrir eldhús 2019. Dyrasími var settur upp fyrir húsið árið 2019 og sama ár var einnig sett eldvarnarhurð með gleri á íbúðina. Búið er að einangra alla útveggi í eigninni með steinull og þeir eru klæddir með gipsi. Geymsla sem tilheyrir eigninni er í risinu. Húsið sjálft var málað 2019 og á því er nýtt þak og rennur. Í húsinu eru 2 aðrar íbúðir. Stigagangurinn var teppalagður og málaður 2020. Eigninni fylgir sameiginlegur stór og sólríkur afgirtur garður með grónum gróðri.

Nánari uppl.
Brynjar Þór Sumarliðason viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali í síma 896 1168 - brynjar@eignamidlun.is

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðinum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook


Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat32.400.000 kr.
 • Fasteignamat70.350.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð13. maí. 2022
 • Flettingar1263
 • Skoðendur1018
 • 106 m²
 • Byggt 1947
 • 4 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 2 svefnherbergi
 • Sameiginl. inngangur
 • Þvottahús

Brynjar Þór Sumarliðason Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala

Eignamiðlun
Grensásvegi 11, 108 Reykjavík
brynjar@eignamidlun.is
896-1168


Lánareiknir: 89.900.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 71.920.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 17.980.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Mímisvegur, 101 Reykjavík

Verð:89.900.000 kr. Stærð: 106 m² Tegund:Hæð Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Eignamiðlun

Sími: 5889090
eignamidlun@eignamidlun.is
www.eignamidlun.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sverrir Kristinsson
Kjartan Hallgeirsson
Þórarinn M. Friðgeirsson
Hilmar Þór Hafsteinsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Magnea Sverrisdóttir
Brynjar Þór Sumarliðason
Daði Hafþórsson
Bjarni Tómas Jónsson
Herdís Valb. Hölludóttir
Ólafur H. Guðgeirsson
Þóra Birgisdóttir
Gunnar Helgi Einarsson
Kári Sighvatsson
Unnar Kjartansson
Lárus Ómarsson
Ragnhildur Anna Gunnarsdóttir
Úlfar Freyr Jóhannsson

Eignin var skráð 13 maí 2022
Síðast breytt 15 maí 2022

Senda á vin eignina Mímisvegur, 101 Reykjavík

Verð:0 kr. Stærð: 106 m² Tegund:Hæð Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Eignamiðlun

Sími: 5889090
eignamidlun@eignamidlun.is
http://www.eignamidlun.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sverrir Kristinsson
Kjartan Hallgeirsson
Þórarinn M. Friðgeirsson
Hilmar Þór Hafsteinsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Magnea Sverrisdóttir
Brynjar Þór Sumarliðason
Daði Hafþórsson
Bjarni Tómas Jónsson
Herdís Valb. Hölludóttir
Ólafur H. Guðgeirsson
Þóra Birgisdóttir
Gunnar Helgi Einarsson
Kári Sighvatsson
Unnar Kjartansson
Lárus Ómarsson
Ragnhildur Anna Gunnarsdóttir
Úlfar Freyr Jóhannsson

Eignin var skráð 13 maí 2022
Síðast breytt 15 maí 2022

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store