Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hannes Steindórsson
Diðrik Stefánsson
Bogi Molby Pétursson
Guðrún Antonsdóttir
Heimir Hallgrímsson
Hrafnkell P. H. Pálmason
Viðar Marinósson
Elías Haraldsson
Kristján Þórir Hauksson
Albert Bjarni Úlfarsson
Ragnar Þorsteinsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1960
svg
312,4 m²
svg
8 herb.
svg
4 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur

Lýsing

LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynnir fallegt einbýlishús á þremur hæðum við Löngubrekku 12 á frábærum útsýnisstað í Kópavogi. Tvær ósamþykktar útleigueiningar eru í eigninni sem eru í útleigu. Samkvæmt FMR er íbúðarhlutinn 269, 4 m2 auk 43 m2 bílskúrs. Samtals 312,4 m2. Húsið er teiknað af Halldóri Sigurðssyni arkitekt. 

Nánari lýsing miðhæð.

Forstofa með flísalögðu gólfi og eikarfataskáp.
Eldhúsið er opið inn í borðstofuna með góðu skápaplássi og granít borðplötu, eyja sem hægt er að sitja við með spanhelluborð með viftuháf yfir, Electrolux ofn í vinnuhæð, Electrolux innbyggð uppþvottavél og ísskápur. Niðurtekin loft með innfelldri lýsingu. Flísalagt gólf.
Hol með parketi á gólfi og innbyggðum eikarfataskáp.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, falleg eikarinnrétting með granít borðplötu og stórum spegli fyrir ofan, stór sturtuklefi og upphengt salerni Duravit.
Sjónvarpsherbergi með parketi á gólfi.
Stofan/borðstofa er rúmgóð með stórum gluggum og frábæru útsýni m.a. Snæfellsjökull. Parket er á gólfi, útgegnt út um vængjahurð út á timbursvalir. Fyrir ofan stofu eru 30m² góðar útsýnissvalir. Niðurtekin loft með innfelldri lýsingu.
Bílskúr með nýlegri bílskúrshurð, innaf bílskúr er geymsla með lítilli skápaeiningu, heitt og kalt vatn og rafdrifinn opnari. 

Efri hæð . Teppalagður steyptur stigi.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi , innaf því herbergi er fataherbergi ásamt aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. 
Tvö barnaherbergi með parketi á gólfi og eikarfataskápum, úr öðru þeirra er útgengi út á 30 m2 útsýnissvalir. 
Baðherbergi með flísalögðu gólfi og veggjum, falleg eikarinnrétting, granít borðplata með stórum spegli fyrir ofan, rúmgott baðkar, sturtuklefi og upphengt salerni Duravit.

Ósamþykkt íbúð nr 1- Neðsta hæð, er útleigurými sem var áður þvottahús og geymsla sem telur í dag, forstofu, sturtuaðstöðu, lítið eldhús, salerni, herbergi og hol með geymslu inn af. 

Ósamþykkt íbúð nr 2- Neðsta hæð, er 50-60m²  aukaíbúð með eldhúsi, búri, stofu, herbergi og salerni með sturtu. Auðvelt væri að taka niður létta veggi sem skilja aukaíbúðina frá neðstu hæð aðal hússins.


Helstu endurbætur síðastliðinna ára.
2006-2007- Ný gler og gluggar að langmestu leyti.
2006-2007- Nýtt þakjárn á húsi.
2006-2007- Ný drenlögn í kringum allt húsið fyrir utan tröppur framan við húsið.
2006-2007- Skipt um jarðveg á lóð.
2006-2007- Baðherbergin í aðalíbúð ásamt eldhúsi og gólfefnum. Hurðir og fataskápar endurnýjaðir.
2019-Þak endurnýjað á bílskúr. 
2019-Strompur tekinn og túða sett í staðinn.
2019-Þakrennur yfirfarnar og niðurfallsröri bætt við.
2016-2019-Þilofnum skipt út fyrir nýja ofna frá Ísleifi Jónssyni.
2022- Skipt um þrýstijafnara.


Helstu framkvæmdir sem þarf að fara að huga að. 
1.1 Skolp/lagnir
1.2 Múr og málun
1.2.1 Leki v/ sérstakar aðstæður í lofti í stærri kjallaraíbúð. Við mikil vatnsveður í sunnanátt. Er haldið í skefjum með blettun á sprungum utanhúss.
1.3 Við yfirfall á baðkari hefur lekið niður í forstofuskáp.
1.4 Frágangur á lögnum í íbúð nr 1 á neðstu hæð sem koma frá aðalíbúð niður um loft. Lagnir eru berar.
1.5 Raki nýbyrjaður að koma í einum stofuglugganum í aðalíbúð.
1.6 Innfelld loft ljós í forstofu eru biluð.
1.7 Sturtuklefi á efri hæð ónothæfur þ.s. lekur í vegginn.

Þetta er frábærlega vel staðsett sérbýli á veðursælum stað í Kópavogi sem vert er að skoða.  Allar upplýsingar um eignina veitir Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 822 2123 eða helga@fastlind.is 

 

Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
10. jan. 2014
58.700.000 kr.
47.250.000 kr.
312.4 m²
151.248 kr.
30. ágú. 2007
39.130.000 kr.
53.000.000 kr.
300.6 m²
176.314 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone