Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Jón Guðmundsson

Guðmundur Th Jónsson

Elín D. Guðmundsdóttir

Sigríður Kjartansdóttir







Vesturgata 30, 101 Reykjavík Tilboð
221,5 m², fjölbýlishús, herbergi
Fasteignamarkaðurinn ehf., s. 570-4500 kynnir fasteignina nr. 30 við Vesturgötu í Reykjavík ásamt 315,0 fermetra viðbótarbyggingarrétti á lóðinni.
Samþykkt hefur verið byggingarleyfi sem felur í sér að endurbyggja núverandi hús á lóðinni ásamt því að byggja þrjár nýjar byggingar. Fyrirliggjandi eru aðaluppdrættir Grímu arkitekta af fyrirhugðum nýbyggingum á lóðinni auk nýrra aðaluppdrátta af gamla húsinu.
Í núverandi húsi á lóðinni eru fjórar íbúðareiningar. Í fyrirhugðum nýbyggingum er gert ráð fyrir fjórum íbúðareiningum þ.e. einni 3ja herbergja íbúð, einni 2ja herbergja íbúð og tveimur stúdíoíbúðum. Gert er ráð fyrir tveimur atvinnurýmum þ.e. í kjallara einnar nýbyggingarinnar auk þess sem kjallari núverandi húss verður dýpkaður undir atvinnurými.
Heildarstærð bygginga verður samtals að birtu flatarmáli 536,3 fermetrar og að brúttóflatarmáli 567,8 fermetrar skv. fyrirliggjandi skráningartöflu.
Húsin munu liggja þétt upp að lóðarmörkum til allra átta, þannig að útisvæði verða til á milli húsanna, ásamt svæðum á austur- og vesturhluta hennar.
Lóðin er eignarlóð 498,5 fermetrar að stærð skv. Fasteignaskrá Íslands, en skv. fyrirliggjandi teikningum er lóðin 510,9 fermetrar. Skv. deiliskipulagi er gert ráð fyrir einu bílastæði á lóðinni.
Vesturgata 30 er tvílyft timburhús á hlöðnum kjallara, byggt árið 1895 skv. Fasteignaskrá Íslands, en í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur er það talið vera frá árinu 1880. Fjórar stúdíoíbúðir eru í húsinu í dag.
Húsið er því friðað skv. lögum um menningarminjar nr.80/2012. Húsið skal gera upp í sem upprunalegastri mynd.
Aftan við húsið standa nokkrir timburskúrar byggðir á mismunandi tímum og er sá elsti skemma sem var byggð um 1884 og sá yngsti bílskúr byggður um 1948.
Skv. gildandi skipulagi er heimilt að rífa alla skúrana, en skemmuna skal endurbyggja í samráði við Minjastofnun.
Meðfram norðurhlið lóðarinnar má reisa nýbyggingar sem að hluta tengjast endurbyggðu skemmunni.
Nánari lýsing:
Gamla húsið - fjórar íbúðir og atvinnurými í kjallara: Í húsinu verða áfram fjórar íbúðir og í kjallara sem verður dýpkaður verður atvinnurými. Ein íbúðanna verður með sérinngangi en sameiginlegur inngangur í hinar þrjár. Allar íbúðirnar eru stúdíóíbúðir með þvottaaðstöðu í baðherbergi og geymsluskápum innan íbúða. Í núverandi húsi er ekki hjóla- og vagnageymsla og er ekki gert ráð fyrir henni í endurbættu húsi. Aðkoma í íbúðirnar verður frá Vesturgötu, en aðkoma að atvinnurými er um útitröppur frá garði. Birt stærð verður 218,1 fermetrar (matshluti 01).
Nýbygging - 2ja herbergja íbúð og endurbyggð skemma: Nýbygging úr timbri á einni hæð sem að hluta til er endurbyggða skemman. Í húsinu verður ein 2ja herbergja íbúð með sérinngangi frá garði. Gert er ráð fyrir þvottaaðstöðu í baðherbergi og geymsluskáp í anddyri. Birt stærð íbúðar verður 57,8 fermetrar (matshluti 02- nýbygging B).
Nýbygging - stúdíoíbúð: Nýbygging úr timbri á einni hæð. Í húsinu verður ein stúdoíbúð með sérinngangi frá garði. Gert er ráð fyrir þvottaaðstöðu í eldhúsi og geymsluskáp í anddyri. Birt stærð verður 43,9 fermetrar (matshluti 03- nýbygging C).
Nýbygging - tvær íbúðir og atvinnurými í kjallara: Nýbygging úr steinsteypu á tveimur hæðum með risi og kjallara. Í húsinu verða tvær íbúðir og atvinnurými í kjallara. Á 1. hæð er stúdíoíbúð með þvottaaðstöðu og geymslu innan íbúðar.
Á 2. hæð og í risi er 3ja herbergja íbúð með þvottaaðstöðu innan íbúðar en sérgeymslu í kjallara. Inngangur í íbúðir er um sameiginlegt anddyri á 1. hæð. Þaðan liggur stigi innan íbúðar upp í íbúðarrými á 2. hæð. Aðkoma að atvinnurými er um útitröppur frá garði. Birt stærð verður 208,9 fermetrar (matshluti 04- nýbygging A).
Tæknirými: Rýmið myndast á milli staðsteyptra stoðveggja á lóðinni og er undir aðkomustétt nýbyggingar A. Birt stærð verður 7,6 fermetrar (matshluti 05).
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Sýna alla lýsingu
Samþykkt hefur verið byggingarleyfi sem felur í sér að endurbyggja núverandi hús á lóðinni ásamt því að byggja þrjár nýjar byggingar. Fyrirliggjandi eru aðaluppdrættir Grímu arkitekta af fyrirhugðum nýbyggingum á lóðinni auk nýrra aðaluppdrátta af gamla húsinu.
Í núverandi húsi á lóðinni eru fjórar íbúðareiningar. Í fyrirhugðum nýbyggingum er gert ráð fyrir fjórum íbúðareiningum þ.e. einni 3ja herbergja íbúð, einni 2ja herbergja íbúð og tveimur stúdíoíbúðum. Gert er ráð fyrir tveimur atvinnurýmum þ.e. í kjallara einnar nýbyggingarinnar auk þess sem kjallari núverandi húss verður dýpkaður undir atvinnurými.
Heildarstærð bygginga verður samtals að birtu flatarmáli 536,3 fermetrar og að brúttóflatarmáli 567,8 fermetrar skv. fyrirliggjandi skráningartöflu.
Húsin munu liggja þétt upp að lóðarmörkum til allra átta, þannig að útisvæði verða til á milli húsanna, ásamt svæðum á austur- og vesturhluta hennar.
Lóðin er eignarlóð 498,5 fermetrar að stærð skv. Fasteignaskrá Íslands, en skv. fyrirliggjandi teikningum er lóðin 510,9 fermetrar. Skv. deiliskipulagi er gert ráð fyrir einu bílastæði á lóðinni.
Vesturgata 30 er tvílyft timburhús á hlöðnum kjallara, byggt árið 1895 skv. Fasteignaskrá Íslands, en í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur er það talið vera frá árinu 1880. Fjórar stúdíoíbúðir eru í húsinu í dag.
Húsið er því friðað skv. lögum um menningarminjar nr.80/2012. Húsið skal gera upp í sem upprunalegastri mynd.
Aftan við húsið standa nokkrir timburskúrar byggðir á mismunandi tímum og er sá elsti skemma sem var byggð um 1884 og sá yngsti bílskúr byggður um 1948.
Skv. gildandi skipulagi er heimilt að rífa alla skúrana, en skemmuna skal endurbyggja í samráði við Minjastofnun.
Meðfram norðurhlið lóðarinnar má reisa nýbyggingar sem að hluta tengjast endurbyggðu skemmunni.
Nánari lýsing:
Gamla húsið - fjórar íbúðir og atvinnurými í kjallara: Í húsinu verða áfram fjórar íbúðir og í kjallara sem verður dýpkaður verður atvinnurými. Ein íbúðanna verður með sérinngangi en sameiginlegur inngangur í hinar þrjár. Allar íbúðirnar eru stúdíóíbúðir með þvottaaðstöðu í baðherbergi og geymsluskápum innan íbúða. Í núverandi húsi er ekki hjóla- og vagnageymsla og er ekki gert ráð fyrir henni í endurbættu húsi. Aðkoma í íbúðirnar verður frá Vesturgötu, en aðkoma að atvinnurými er um útitröppur frá garði. Birt stærð verður 218,1 fermetrar (matshluti 01).
Nýbygging - 2ja herbergja íbúð og endurbyggð skemma: Nýbygging úr timbri á einni hæð sem að hluta til er endurbyggða skemman. Í húsinu verður ein 2ja herbergja íbúð með sérinngangi frá garði. Gert er ráð fyrir þvottaaðstöðu í baðherbergi og geymsluskáp í anddyri. Birt stærð íbúðar verður 57,8 fermetrar (matshluti 02- nýbygging B).
Nýbygging - stúdíoíbúð: Nýbygging úr timbri á einni hæð. Í húsinu verður ein stúdoíbúð með sérinngangi frá garði. Gert er ráð fyrir þvottaaðstöðu í eldhúsi og geymsluskáp í anddyri. Birt stærð verður 43,9 fermetrar (matshluti 03- nýbygging C).
Nýbygging - tvær íbúðir og atvinnurými í kjallara: Nýbygging úr steinsteypu á tveimur hæðum með risi og kjallara. Í húsinu verða tvær íbúðir og atvinnurými í kjallara. Á 1. hæð er stúdíoíbúð með þvottaaðstöðu og geymslu innan íbúðar.
Á 2. hæð og í risi er 3ja herbergja íbúð með þvottaaðstöðu innan íbúðar en sérgeymslu í kjallara. Inngangur í íbúðir er um sameiginlegt anddyri á 1. hæð. Þaðan liggur stigi innan íbúðar upp í íbúðarrými á 2. hæð. Aðkoma að atvinnurými er um útitröppur frá garði. Birt stærð verður 208,9 fermetrar (matshluti 04- nýbygging A).
Tæknirými: Rýmið myndast á milli staðsteyptra stoðveggja á lóðinni og er undir aðkomustétt nýbyggingar A. Birt stærð verður 7,6 fermetrar (matshluti 05).
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

- Brunabótamat88.390.000 kr.
- Fasteignamat140.250.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð30. jún. 2022
- Flettingar1155
- Skoðendur1062
- 221,5 m²
- herbergi
- Margir inngangar
- Suðursvalir
- Garður





