Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson
Vista
atvinnuhúsnæði

Hafnarbraut 1

620 Dalvík

Tilboð

Fasteignanúmer

F2155378

Fasteignamat

521.430.000 kr.

Brunabótamat

1.941.550.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1949
svg
5266,1 m²
svg
0 herb.
svg
Sérinngangur

Lýsing

Frystihúsið á Dalvík stendur við Hafnarbraut 1 í hjarta bæjarins.   Húsið er í dag allt skráð á eitt fastanúmer og telur samtals 5.266 m² og stendur á stórri eignarlóð sem er rúmlega hektari að stærð, eða 10.139 m².
Húsið er í raun mörg sambyggð hús sem byggð hafa verið á árunum 1948 - 1999.    
Við Hafnarbrautina er aðalaðkoman að húsinu og þar er stórt malbikað bílaplan bæði vestan og sunnan við húsið.   Steyptur hluti aðalbyggingarinnar er á tveimur hæðum auk kjallara og þessi hluti hússins hýsti áður skrifstofur, starfsmannaaðstöðu og matsali auk þess sem þar norðan við er vélasalur. 
Húsið er annars skráð í Þjóðskrá með eftirfarandi hætti:

- Skrifstofuhlutinn byggður 1972 og skráður 864,8 m² að stærð.
- Frystihúsið er með skráð byggingarár 1949 og 3.142,5 m² að stærð.
- Karageymsla er byggð árið 1948, skráð 302,4 m² að stærð.
- Vélarsalur er með byggingaár 1971, skráður 125,8 m² að stærð.
- Pökkunarstöð er svo nýjasti hluti hússins, byggður árið 1999 og skráð 830,6 m²

Lítil sem engin starfsemi er lengur í húsinu þar sem hún hefur öll verið flutt yfir í hið nýja frystihús sem hóf vinnslu árið 2020 neðar á hafnarsvæðinu.

Húsinu hefur verið vel við haldið í gegnum árum og yfir það í heila í góðu ástandi.  Húsið býður upp á ýmsa möguleika en t.d. væri hægt að skipta húsinu upp í fleiri einingar og vera með fjölbreytta starfsemi í því.

Frekari upplýsingar veitir Sigurður Sigurðsson á skrifstofu Hvamms - siggi@kaupa.is  - s. 862 1013

Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone
Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone