Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Björn Þorri Viktorsson
















Grenimelur 42, 107 Reykjavík 55.900.000 kr.
71 m², fjölbýlishús, 2 herbergi
Mikið endurnýjuð björt og falleg 71 fm. íbúð með sérinngangi á jarðhæð í fjórbýli sem staðsett er í botnlangagötu á þessum eftirsótta stað. Stór sólpallur, endurnýjað eldhús, baðherbergi, gólfefni o.fl. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, geymslu stofu, eldhús og baðherbergi.
Nánari lýsing: Komið er á forstofu með fatahengi og hillum. Parketlagt hol með skápum, samliggjandi við stofu sem er á hægri hönd (allt parket er natural korkur frá Þ.Þorgrímssyni). Sérgeymsla með hillum er innan íbúðarinnar. Stofan er parketlögð björt og rúmgóð og með útgangi á stóran suður-sólpall. Eldhúsið var standsett 2017 og er opið við stofu, parketlagt, með sprautulakkaðri viðarinnréttingu og flísum á milli efri og neðri skápa. Steypt borðplata, innfelldur ísskápur, helluborð, tvískiptur blástursofn og uppþvottavél. Létt eyja með hillum í eldhúsi. Baðherbergið er nýstandsett, flísalagt, með vegghengdu wc, baðkari með sturtu, innbyggðum blöndunartækjum, handklæðaofni, innréttingu og glugga. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi. Svefnherbergið er parketlagt og með skápum. Tveir gluggar skv. teikningu, en öðrum hefur verið lokað. Allar skolplagnir undir húsinu voru endurnýjaðar 2017 alveg út í brunn.
Eignin hefur talsvert verið endurnýjuð:
- Eldhús 2017
- Skolp og dren 2017
- Gólfhiti og gólfefni 2017
- Sólpallur 2018
- Hús sprunguviðgert 2020
- Hús málað að utan 2021/2022
- Baðherbergi 2023
Allar nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lgfs., bjorn@midborg.is eða í síma 894-7070.

- Brunabótamat31.100.000 kr.
- Fasteignamat46.650.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð27. apr. 2023
- Flettingar8404
- Skoðendur7272
- 71 m²
- Byggt 1971
- 2 herbergi
- 1 baðherbergi
- 1 svefnherbergi
- Sérinngangur
- Sólpallur
- Garður

Björn Þorri Viktorsson Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala
Miðborg fasteignasala
Sundagörðum 2, 2.hæð 104 Reykjavík
bjorn@midborg.is
533-4850














