Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík 5889090 - www.eignamidlun.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sverrir Kristinsson
Kjartan Hallgeirsson
Hilmar Þór Hafsteinsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Magnea Sverrisdóttir
Brynjar Þór Sumarliðason
Daði Hafþórsson
Bjarni Tómas Jónsson
Herdís Valb. Hölludóttir
Ólafur H. Guðgeirsson
Þóra Birgisdóttir
Gunnar Helgi Einarsson
Kári Sighvatsson
Unnar Kjartansson
Lárus Ómarsson
Ragnhildur Anna Gunnarsdóttir
Rögnvaldur Örn Jónsson
Gunnar Bergmann Jónsson
Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir

Rangárslétta 3, 851 Hella 119.000.000 kr.

168,5 m², sumarhús, 4 herbergi

Eignamiðlun kynnir:

Vel hannað, frábærlega staðsett og vandað heilsárshús á einstökum stað á vesturbakka Ytri-Rangár skammt frá rótum Heklu. Húsið er 168,5 fermetra timburhús, skráð sem sumarhús, með háu risi á steyptri plötu, hita í gólfi, gólfsíðum gluggum í átt að ánni og mikill lofthæð, í alla staði glæsileg hönnun frá Studio Halla Friðgeirs. Húsið stendur á 4,7 hektara eignarlóð í um það bil 90 mínútna aksturfjarlægð frá Reykjavík. Útsýni af svæðinu er einstakt, nauðsynlegt er að skoða eignina.

Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða olafur@eignamidlun.is sem einnig sýnir eignina.


Til að fara að Rangársléttu er ekið til austurs frá Reykjavík eftir þjóðvegi 1 yfir Hellisheiði, gegnum Selfoss og austur yfir Þjórsá. Um það bil 10 kílómetrum austan við Þjórsá er komið að Landvegamótum, þar sem er verslun og bensínstöð við hringtorg. Ekið er út úr hringtorginu til norðurs eftir vegi númer 26, Landvegi. Eftir um það bil 30 kílómetra akstur upp Landssveitina, um það bil 500 metrum áður en komið er að Leirubakka, er beygt til hægri út á malarveg sem er merktur er Skógrækt Ytri-Rangæinga Eftir að komið er á malarveginn er hægt að fylgja skiltum sem vísa á Höfðuðból en halda svo áfram inn að Rangársléttu. Um það bil 5 kílómetrar eru frá Landvegi að Rangársléttu.

Rangárslétta er nærri Leirubakka og Galtalæk. Svæðinu er skipt upp í 12 til 14 lóðir, sem eru á bilinu 2 til 5 hektarar að stærð. Landið er ýmist hraun, móar og einstaka mýrarfláki nærri ánni, gróið birkitrjám, víði og grasi ásamt öðrum villtum íslenskum gróðri. Flestar lóðirnar liggja að ánni en allar liggja vel við sól. Afar víðsýnt er af öllu svæðinu með Búrfell til norðurs, Bjólfell og Heklu áberandi til austurs, Selsundsfjall, Tindfjöll, Eyjafjallajökul og Þríhyrning í Fljótshlíð til suðurs. Til suðurs má segja að útsýni sé óhindrað yfir Ytri-Rangá og niður Landssveitina.

Sé hins vegar haldið áfram Landveg til norðurs frá svæðinu og framjá Leirubakka, þá er stutt uppá Fjallabak og í Landmannalaugar, og auðvelt aðgengi að suðurhálendinu almennt. Þessi staðsetning er fullkomin fyrir áhugafólk um útivist og fjallaferðir af öllu tagi. Einnig er stutt í sundlaugina á Laugalandi, golfvöllinn á Hellu og góðan veitingastað á Landhótel sem er staðsett ekki langt frá.

Vegna staðsetningar svæðisins og stærðar lóðanna er auðvelt að njóta fullkomins friðar og vera alveg útaf fyrir sig. Hönnun svæðisins miðar að því að húsin séu þannig staðsett innan lóðanna að lítið sjáist til næstu húsa.

Húsið sem hér um ræðir, Rangarárslétta 3, er samkvæmt byggingarlýsingu byggt á staðsteyptum sökklum og gólfplötu, með plasteinangrun undir plötu og niður sökkulveggi. 20 millimetra gólfhitalagnir eru í plötunni. Burðarvirki útveggja er fura, lagnagrind er innan á burðargrind og klætt að utan með rakaþéttri liggjandi litaðri furuklæðningu með góðri loftun milli klæðningar og burðargrindar. Þak er með háu risi, einangrað að innan með steinull og klætt að utan með borðaklæðningu og tveimur lögum af soðnum þakpappa (dansk tagdækken); vel er gætt að loftun milli einangrunar og borðaklæðningar. Húsið verður afhent með uppsetu fullkomnu Nibe varmadælukerfi sem heldur hita á gólfhitakerfinu og sparar að sögn seljenda allt að 50% af hitunarkostnaði. Gluggar og hurðar er danskir ál/trégluggar frá Idealcombi A/S.

Hönnun hússins var eins og fyrr segir í höndum Studio Halla Friðgeirs og er í alla staði vel heppnuð. Húsið er lítt áberandi og fellur vel að landinu, en er um leið bjart og opið, með mikilli lofthæð og rúmgóðum rýmum sem eru vel tengd við útivæði þar sem útsýnið nýtur sín til fulls. Húsið er 168,5 fermetrar og byggt í tveimur álmum sem tengjast saman á inngangi og anddyri ásamt þvottahúsi, en álmurnar mynda umgjörð um stóran pall, um 147 fermetra, samanber myndir og teikningar. Í þeirri álmu sem snýr langvegg að bílastæði er stórt og bjart alrými, þar sem er eldhús og stofur með gólfsíða glugga á heilum vegg, sem opnast að pallinum. Gert er ráð fyrir kamínu í alrýminu. Í enda alrýmis við hlið eldhússinréttingar er gengið í stóra hjónasvítu með baðherbergi innaf. Í hjónaherbergi er sömuleiðis gólfsíður gluggi sem opnast út á sólpallinn. Gluggarnir bæði í alrými og hjónasvítu eru með stórum vönduðum rennihurðum sem opnast útá sólpallinn

Gengið er í hina álmu hússins frá anddyri, en þar eru tvö stór svefnherbergi ásamt baðherbergi. Öll rýmin opnast út á sólpallinn, sem snýr til suðurs. Birtu nýtur þess vegna einstaklega vel í öllum rýmum hússins. Þak hússins nær út yfir sólpallinn að hluta, sem er auk þess afmarkaður af fallegu handriði úr hertu öryggisgleri með álklæddum stoðum.

Athygli vekur að hönnuðir nýta ris hússins til að fá mikla lofthæð í öll íverurými. Sömuleiðis er frágangur lofta nýttur til að búa til glæsilega óbeina lýsingu sem mun gefa einstaka stemmningu þegar húsið er fullbúið.

Verð hússins miðast við afhendingu tilbúið til innréttinga en fullfrágengið að utan að meðtalinni útilýsingu. Hægt er að semja um að fá húsið afhent með bílskúr og/eða gestahúsi, en nægt rými er fyrir slíkt á lóðinni, sem er eins og fyrr segir 4,7 hektarar. Einnig má semja um að seljandi afhendi húsið fullbúið að innan, en sá frágangur fer fram í fullu samráði við kaupanda.

Hér er um að ræða einstaka eign – frábærlega vel hannað heilsárshús á stað sem á fáa sína líka. Nauðsynlegt er að skoða eignina og staðinn til að fá fulla tilfinningu fyrir gæðum eignarinnar. Hringið í Ólaf í síma 663-2508 og við finnum tíma fyrir skoðun.

Kostnaður kaupanda af kaupum:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.

Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegi 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat0 kr.
 • Fasteignamat23.600.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð19. maí. 2023
 • Flettingar5180
 • Skoðendur4512
 • 168,5 m²
 • Byggt 2022
 • 4 herbergi
 • 3 svefnherbergi
 • Þvottahús

Ólafur H. Guðgeirsson Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala

Eignamiðlun
Grensásvegi 11, 108 Reykjavík
olafur@eignamidlun.is
663-2508


Lánareiknir: 119.000.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 95.200.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 23.800.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Rangárslétta, 851 Hella

Verð:119.000.000 kr. Stærð: 168.5 m² Tegund:Sumarhús Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Eignamiðlun

Sími: 5889090
eignamidlun@eignamidlun.is
www.eignamidlun.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sverrir Kristinsson
Kjartan Hallgeirsson
Hilmar Þór Hafsteinsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Magnea Sverrisdóttir
Brynjar Þór Sumarliðason
Daði Hafþórsson
Bjarni Tómas Jónsson
Herdís Valb. Hölludóttir
Ólafur H. Guðgeirsson
Þóra Birgisdóttir
Gunnar Helgi Einarsson
Kári Sighvatsson
Unnar Kjartansson
Lárus Ómarsson
Ragnhildur Anna Gunnarsdóttir
Rögnvaldur Örn Jónsson
Gunnar Bergmann Jónsson
Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir

Eignin var skráð 19 maí 2023
Síðast breytt 19 maí 2023

Senda á vin eignina Rangárslétta, 851 Hella

Verð:0 kr. Stærð: 168.5 m² Tegund:Sumarhús Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Eignamiðlun

Sími: 5889090
eignamidlun@eignamidlun.is
http://www.eignamidlun.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sverrir Kristinsson
Kjartan Hallgeirsson
Hilmar Þór Hafsteinsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Magnea Sverrisdóttir
Brynjar Þór Sumarliðason
Daði Hafþórsson
Bjarni Tómas Jónsson
Herdís Valb. Hölludóttir
Ólafur H. Guðgeirsson
Þóra Birgisdóttir
Gunnar Helgi Einarsson
Kári Sighvatsson
Unnar Kjartansson
Lárus Ómarsson
Ragnhildur Anna Gunnarsdóttir
Rögnvaldur Örn Jónsson
Gunnar Bergmann Jónsson
Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir

Eignin var skráð 19 maí 2023
Síðast breytt 19 maí 2023

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store