Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur 5503000 - www.fasteignamidstodin.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson

Svefneyjar Breiðafirði , 380 Reykhólahreppur 175.000.000 kr.

0 m², lóð, 0 herbergi

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 Kópavogi sími 550 3000 er með í einkasölu Svefneyjar landnúmer 139689 í Breiðarfirði Reykhólahreppi Austur - Barðastrandasýslu sem liggja í miðjum Breiðarfirði 4,5 km austur af Flatey. Þangað er einnar klukkustundar sigling með farþegabáti frá Stykkishólmi og nokkru styttra til Brjánslækjar í Vatnsfirði, þarna er ríkt fuglalíf og ber mest á æðarfugli og öðrum tegundum. Lundarbyggð er mikil á svæðinu svo og aðrir sjófuglar s.s. ríta, fýll, skarfur og teista. Kríuvarp er þar einnig. Í Svefneyjum eru góðar byggingar m.a. íbúðarhús og útihús. Áhugaverð hlunnindi m.a. umtalsvert æðarvarp og þangskurður. Svefneyjar eru innsti hluti svornefndra Inneyja, sem ná yfir Hvallátur, Skáleyjar og Sviðnur, eða alls hátt á fimmta hundrað eyja. Vegalengdin frá Skjaldarey yzt í Svefneyjalöndum til Grísabóls inns í Skáleyjum er 15½ km en séu öll sker út frá báðum endum tekin með í dæmið er vegalengdin 26 km. Gengt er um mestan hluta Svefneyjalanda á stórstraumsfjöru. Flateyjarsundið milli Inneyja og Flateyjar er að mestu skerjalaust og opnast norður í flóann og út til hafs sunnan Flateyjar. Það er mjóst milli Flateyjar og Svefneyja og þar nefndu Flateyingar það Svefneyjasund. Heimaeyja Svefneyja er í vesturjaðri þeirra og er stærst Inneyja, litlu minni en Flatey. Hún er u.þ.b. 1½ km á lengd og allt að ½ á breidd og skýlir hinum eyjunum eða svæfir hafölduna að mestu. Helztu eyjar Svefneyjalanda eru Litla-Seley, Langey, Urðey, Grasey, Feginsbrekkur, Stóra-Seley, Flatey, Norðureyjar, Hrafnseyjar, Öxneyjar og Írlönd.

Milli Látralanda og Svefneyja er Breiðasund. Við norðurenda þess, á innanverðu Flateyjarsundi, er bunguvaxinn stuðlabergshólmi, sem er klofinn af gjá, end ber hann nafnið Klofningur. Þar verpir fjöldi toppskarfa, ritna og fýla. Langt sunnan Svefneyja er annar svipaður hólmi, sem heitir Fótur og báðir tilheyra þeir Svefneyjum. Hlunnindi í eyjunum eru aðallega æðarvarp, þangfjörur, vorkópar, eggjataka og fuglaveiði. Ræktunarskilyrði á heimaeyjunni eru góð og skilyrði til hefðbundins búskapar því góð. Þar fengust allt að 30 kýrfóður, þegar öll eyjan var slegin. Nýting fjörubeitar var talsvert áhættusöm vegna flæðihættu, þannig að gæta varð fjárins vandlega um stórstraumsfjöru. Gæzlumenn urðu að vera hugaðir, því að þarna voru á ferli alls konar skrímsl og ófreskjur, s.s. fjörulallar og skeljuð kvikindi, sem gátu reynzt skeinuhætt. Ný búgrein varð til í Svefneyjum, þegar Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hóf starfsemi. Þá urðu Svefneyingar fyrstir til að hefja Þangskurð í eyjunum. Áhugaverð eign. Tilboð óskast.
Tilvísunarnúmer 10-1530 / 30-4377.

Smellið hér til að sjá kort:

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími 550 3000 / 892 6000

www.fasteignamidstodin.is

tölvupóstfang fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is

Eftir lokun skiptiborðs:

- Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali gsm 892 6000
tölvupóstfang
magnus@fasteignamidstodin.is

English:


Svefneyjar islands are located in Breiðarfjörður bay in East – Barðastrandasýslu County. The islands lay in the middle of Breiðarfjörður bay 4.5 km east of Flatey Island. The boat trip to Svefneyjar is about one hour from Stikkishólmur and a bit shorter from Brjánslækur in Vatnsfjörður bay. Svefneyjar islands have rich birdlife mostly with eider duck but also with other species. Many puffins are in the area as well as other seabirds such as fulmar and sea raven. Arctic tern lays its eggs in Svefneyjar also. Great buildings are on the islands such as a residence and outhouses. Interesting natural resources come with the property among other things eider duck, nesting, seaweed and bird hunting. Svefneyjar islands are the innermost part of so called Inneyjar islands that are around 500.

During the neap tide one can walk between most of the land that is a part of the property. The main island of Svefneyjar islands lies on the western most part of the islands and the biggest island of Svefneyjar is Inneyja island that is a bit smaller than Flatey. Inneyja Island is about 1 ½ km long and up to ½ km wide and covers the rest of the islands from surge. The main islands of Svefneyjar islandsa are: Litla-Seley, Langey, Urðey, Grasey, Feginsbrekkur, Stóra-Seley, Flatey, Norðureyjar, Hrafnseyjar, Öxneyjar and Írlönd.

Cultivation conditions on the main island are good and therefore conditions for classic farming. When the entire island has been mowed it is enough hay for up to 30 cows. Reference number 10-1530. (Land number: 139689).

See map here:

For further information contact Fasteignamiðstöðin www.fasteignamidstodin.is

e-mail fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is

Tel. +354 550 3000 or Magnús Leópoldsson certified real estate agent mobile +354 892 6000 or

e-mail magnus@fasteignamidstodin.is

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
  • Brunabótamat62.358.000 kr.
  • Fasteignamat18.981.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð25. nóv. 2011
  • Flettingar12167
  • Skoðendur16129
  • 0 m²
  • 0 herbergi

Lánareiknir: 175.000.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 140.000.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 35.000.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Svefneyjar Breiðafirði, 380 Reykhólahreppur

Verð:175.000.000 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson

Eignin var skráð 25 nóvember 2011
Síðast breytt 23 janúar 2020

Senda á vin eignina Svefneyjar Breiðafirði, 380 Reykhólahreppur

Verð:0 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
http://www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson

Eignin var skráð 25 nóvember 2011
Síðast breytt 23 janúar 2020

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store