Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur 5503000 - www.fasteignamidstodin.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson

Hvammur og Galtarhöfði Borgarbyggð , 311 Borgarnes 165.000.000 kr.

1319,5 m², lóð, 0 herbergi

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 Kópavogi, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðina Hvammur og Galtarhöfða landnúmer 134812 í Norðurárdal í Borgarbyggð

Hvammur ásamt Galtarhöfða teljast landmiklar jarðir en þær eru taldar vera á fjórða þúsund hektarar. Helstu byggingar eru íbúðarhús upphaflega byggt 1945 úr timbri, stærð 322,3 fm. Fjárhús 375,4 fm byggð 1990. Hlaða (stálgrindarhús) byggð 1989 stærð 299,2 fm. Véla- og verkfærageymsla, 203 fm (stálgrind) byggð 1973. Bogaskemma 119,6 fm (stálgrind) byggð 1990. Húsakostur þarfnast viðhalds. Ræktað land 55,5 hektarar samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár en þaðan eru einnig fengnar stærðartölur og ártöl varðandi húsakost. Bærinn Hvammur stendur suðaustan undir lágri og skriðurunninni fjallsshlíð, og lítið eitt austar er kirkjan. Að vestan liggur Hvammsland að landi Dýrastaða og afréttarlandi Stafholtstungna á Bjarnadal, að norðan er Breiðabólstaðarland og afréttur Miðdala í Dalabygð. Þá tekur við land Sanddalstungu og að austan eru lönd Gestsstaða og Sveinatunga handan Sanddalsár, en að sunnan eru lönd Króks, Háreksstaða og Hóls, og eru merkin þar um Norðurá. Suður frá bænum er allstórt, ræktað sléttlendi, og sunnan þess er þjóðvegurinn til Norðurlands. Handan hans er vatnsmikil kvísl úr Norðurá, og verður þar stórt eylendi, Hólsey, að mestu leyti ræktað. Er hún eign Hvamms og Hóls. Þá á Hvammur mikil slægjulönd á Desey. Austan við bæinn gengur til norðurs, fremur grunnur en breiður dalur inn í hálendið, og fellur Litlaá eftir honum til Norðurár, austan við túnið í Hvammi. Austan dalsins er Hvammsmúli, vaxinn skógi hið neðra en þurrlendisgróðri er ofar dregur. Austan Hvammsmúla liggur Sanddalur inn í hálendið. Vestan Hvammstúns er allstór, aflíðandi skógi vaxin hlíð. Vestast í hlíðinni er spilda sem er eign Skógræktar ríkisins. Fjalllendi Hvamms sem er mikil náttúruperla er mjög víðlent og m.a. ágætt til sumarbeitar. Þar skiptist á vallendi, mýrar og kjarr. Árið 1925 var eyðibýlið Galtarhöfði í Sanddal sameinað Hvammi og felst það í landslýsingu þessari. Hvammur á laxveiði í Norðurá og Sanddalsá. Laxveiðihlunnindi jarðanna er um tvær milljónir á ári. Í Hvammi var rekið ágætt fjárbú við góðar aðstæður. Jarðirnar Hvammur og Galtarhöfði gefa einnig góða möguleika til allskonar útivistar og mjög fallegar og skemmtilegar rjúpnaveiðilendur. Jarðir sem vert er að skoða.
Tilboð óskast

Tilvísunarnúmer 10-2139

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
tölvupóstfang:
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is / mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali gsm: 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600 maria@fasteignamidstodin.is

English:

Fasteignamiðstöðin, Hlíðasmári 17, 201 Kópavogur tel. +354 550 3000, has for sale the lands of Hvammur and Galtarhöfði (land nr. 134812) in Norðurárdalur valley, West Iceland

The lands of Hvammur and Galtarhöfði are around 4,000 hectare. The estate includes a wooden house (322.2 m2) built in 1945, sheep barn (steel frame, 375.4 m2) built in 1990, barn (steel frame, 299.2 m2) built in 1989, machinery storage (steel frame, 203 m2) built in 1973, and a Nissen hut (steel frame, 299.2 m2) built in 1990. Cultivated land is 55.5 ha. Information about the buildings (size and dates) and land size is from the Iceland Property Register Database.
The farm Hvammur is an old church site situated southeast of a mountain side. A littler further to the east is the church. To the west the land has boundaries to Dýrastaðir and the Stafholtstungur highland pasture in Bjarnadalur. To the north Breiðabólsstaður and the Miðdalir in Dalabyggð highland pasture. To the northeast the land of Sanddalstunga, and to the east Gestsstaðir and Sveinatunga across the Sanddalsá river. Hvammur has land boundaries to the south through the river Norðurá with the lands of three farms: Krókur, Háreksstaðir, and Hóll. South of the farm is a large area of cultivated lowlands and further to the south the highway to the northern part of Iceland. Across the highway flows a branch from the Norðurá river, marking the outlines of an island in the river, Hólsey, which is mostly cultivated and owned by landowners of Hvammur and Hóll. Hvammur also has large fields in Desey to the southwest. East of the farm a shallow and wide valley lies to the north. Through the valley flows the Litlaá river into the Norðurá river east of the Hvammur hayfield. On the east side of the valley is the mountain Hvammsmúli, forested near the bottom with dry land vegetation higher up. East of Hvammsmúli, Sanddalur valley leads to the highlands. West of the Hvammur hayfield is a forested slope, farthest west is a strip of land owned by the Iceland forest service. The pasture is extensive with grassland, moorland, and shrubbery. In the year 1925 the deserted farm Galtarhöfði in Sanddalur valley became a part of Hvammur. The land has salmon fishing rights in Norðurá and Sanddalsá rivers. Annual profit from the fishing rights can be around 2 million ISK. Hvammur has a sheep production quota of 270 sheep units. Hvammur and Galtarhöfði possess great opportunities as a recreational and/or hunting area.

Reference nr. 10-2139

For further information contact Fasteignamiðstöðin www.fasteignamidstodin.is

e-mail fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is

Tel. +354 550 3000 or Magnús Leópoldsson certified real estate agent mobile +354 892 6000 or

e-mail magnus@fasteignamidstodin.is

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
  • Brunabótamat78.330.000 kr.
  • Fasteignamat38.844.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð 3. sep. 2015
  • Flettingar23892
  • Skoðendur24672
  • 1319,5 m²
  • 0 herbergi

Lánareiknir: 165.000.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 132.000.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 33.000.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Hvammur og Galtarhöfði Borgarbyggð, 311 Borgarnes

Verð:165.000.000 kr. Stærð: 1319.5 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson

Eignin var skráð 3 september 2015
Síðast breytt 5 nóvember 2021

Senda á vin eignina Hvammur og Galtarhöfði Borgarbyggð, 311 Borgarnes

Verð:0 kr. Stærð: 1319.5 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
http://www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson

Eignin var skráð 3 september 2015
Síðast breytt 5 nóvember 2021

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store