Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur 5503000 - www.fasteignamidstodin.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson
María Magnúsdóttir

Krókur og Grímkelsstaðir , 801 Selfoss 165.000.000 kr.

0 m², lóð, 0 herbergi

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jarðirnar Krókur landnúmer 170822 og Grímkelsstaðir landnúmer 170819 í Grafningi í Grímsnes og Grafningshreppi en jarðirnar báðar eru taldar vera u.þ.b. 1300 ha. að stærð samtals. Staðsetning er á milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. Íbúðarhúsið og landspilda umhverfis það hefur verið selt frá jörðinni og er í eigu annars aðila væntanlega er hægt að fá það keypt sérstaklega. Samþykkt skipulag með um 110 lóðum á frístundasvæði er í landi Króks og Grímkelsstaða. Í Króki er lítið byggt en nokkrar lóðir seldar. Í landi Grímkellsstaða hefur verið byggt nokkuð af sumarhúsum. Vegir hafa verið lagðir sumum lóðanna. Helstu fjöll eru litla og stóra Súlufell, austan í stóra Súlufelli er glæsilegur hömrum girtur eldgígur grasigróinn í botninn. Syðst í landareigninni er Kyllisfell og þar er háhiti að sögn fyrri eiganda. Austan og norðan við Kyllisfell eru 4 fjallavötn og er einhver veiði í þeim öllum. Nyrðst er Djáknapollur kenndur við djákna sem var drekkt þar. Þá kemur stóra og litla Kattartjörn, syðst er Álftatjörn hún er vestan við Kyllisfell og er umlukt grasi grónum engjum. Helstu dalir eru Löngudalir, Torfdalur og Laxárdalur sem er sunnan við stóra Súlufell og er þeirra glæsilegastur allir eru þeir grasi grónir. Á láglendi eru u.þ.b.100 hektarar fram ræstar engjar sem með lítilli fyrirhöfn mætti koma í upphaflegt horf. Jörðin hefur upp á óendanlega möguleika að bjóða svo sem virkjun lághita og háhita, malarnám, ræktun stórurriða, ferðaþjónustu, nóg land fyrir golfvelli með útsýni norður yfir allt Þingvallavatn. Viðnámsmælingar ISOR benda til háhita í landi jarðarinnar. Til fróðleiks þá voru Þingvellir samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og eru þeir meðal tæplega 800 menningar og náttúruminjastaða á heimsminjaskránni sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Einnig mætti nefna að hótelbyggð, þar sem margir möguleikar eru til gönguferða og marskonar útivistar um næstu nágreni og fjalllendið svo eitthvað sé nefnt. Hér er um að ræða mjög áhugaverðan fjárfestingarkost.

Væntanlegum kaupanda er bent á að seljandi hefur aldrei haft starfsemi eða afnot af eigninni. Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem kemur fram í opinberum gögnum. Því leggur seljandi ríka áherslu á það við kaupanda að hann gæti sérstakrar árvekni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali kaupanda allan nauðsynlegan aðgang að fyrirlögðum gögnum til þess. Eignin selst í því ástandi sem hún er í við skoðun á tilboðsdegi og kaupandi hefur kynnt sér gaumgæfilega og sættir sig við að öllu leyti.

Tilvísunarnúmer: 10-2195 / 30-4400

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími 550 3000
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / fasteignir.is /mbl.is/fasteignir/ fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is

-Magnús Leopoldsson lögg. fasteignasali gsm. 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
-María Magnúsdóttir hdl og lögg. fasteignasali gsm. 899 5600 maria@fasteignamidstodin.is
-Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is

Reikna lán
  • Brunabótamat16.850.000 kr.
  • Fasteignamat12.312.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð25. nóv. 2011
  • Flettingar7643
  • Skoðendur235
  • 0 m²
  • 0 herbergi


Senda fyrirspurn vegna Krókur og Grímkelsstaðir, 801 Selfoss

Verð:165.000.000 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson
María Magnúsdóttir

Eignin var skráð 25 nóvember 2011
Síðast breytt 9 júlí 2017

Senda á vin eignina Krókur og Grímkelsstaðir, 801 Selfoss

Verð:0 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
http://www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson
María Magnúsdóttir

Eignin var skráð 25 nóvember 2011
Síðast breytt 9 júlí 2017

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha