





Leyningshólar Leyningsskógur , 601 Akureyri Tilboð
0 m², lóð, herbergi
Leyningshólar innarlega í Eyjafirði er náttúruperla sem er einstök í sinni röð. Þar eru einu leifar af náttúrulegum birkiskógi sem eftir eru í héraðinu og ná að mynda samfelldan skóg sem vex í heillandi landslagi hóla og lauta sem myndast hafa við framhrun úr fjallinu fyrir ofan við lok síðustu ísaldar. Fyrir 10.000 árum hafði ísaldarjökullinn grafið sig inn í hlíðar fjallsins ofan Leyningshóla og fyrir a.m.k sex til sjö þúsund árum hefur hlíðin hlaupið fram í ógurlegu berghlaupi, sem í dag kallast Leyningshólar. Hlaupið er um 3.200 metrar frá fjallsrótum og fallhæð um 800 metrar. Rúm-mál efnis er talið nema ca. 80 til 100 milljón rúmmetra. Birkiskógurinn í Leyningshólum er fallegur og birkið óvenju fjölbreytt hvað varðar vaxtarlag og lit. Lerkiteigur er í skóginum með þremur kvæmum, gróðursett á árunum 1956 - 1961 sem þrifist hefur sérlega vel, einkum er kvæmið frá Raivola glæsilegt.
Lengi hafa Leyningshólar þjónað Eyfirðingum sem útivistarsvæði og áratugum saman komu íbúar í Saurbæjarhreppi þar saman á Leyningshóladaginn.
Á síðustu árum hafa verið grisjaðar gönguleiðir á svæðinu.
Mikið Fuglalíf er í skóginum og eru Leyningshólaskógur mikið varpland skógarþrasta auk annarra tegunda. Á vetrum er oft talsvert um rjúpur, uglur, og stöku fálka.
Landið sem til sölu er norðurhluti skógarins og er mælt rúmir 40 hektarar og er nánast allt skógi vaxið. Landnúmer er 209354. Mjög áhugavert að skoða.
Smelltu hér til að sjá kort:
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími 550 3000
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / fasteignir.is /mbl.is/fasteignir/ fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali gsm 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir hdl og lögg. fasteignasali gsm. 899 5600 maria@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is

- Brunabótamat0 kr.
- Fasteignamat1.050.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð25. nóv. 2011
- Flettingar10798
- Skoðendur11526
- 0 m²
- herbergi
- Sérinngangur




