I. Gjöld sem kaupandi þarf að inna af hendi

Við undirritun kaupsamnings greiðir kaupandi eftirtalin gjöld:

a) Stimpilgjald
Kaupandi greiðir annars vegar stimpilgjald af kaupsamningi og hins vegar af fasteignaveðbréfi. Stimpilgjaldið nemur 1,5% af fjárhæð skuldabréfs og 0,4 % af fasteignamati eignarinnar. Þessi gjöld renna í ríkisjóð. Athugið að stimpilgjald af skuldbréfum þ.e. 1,5% þegar um kaup á fyrstu eign er að ræða hafa verið felld niður.

b) Þinglýsingarkostnaður
er kr. 1.350.- af hverju skjali sem þinglýst er.

c) Þjónustu og umsýslugjald
Gjald sem kaupandi greiðir á grundvelli samnings við fasteignasöluna fyrir ráðgjöf, hagsmunagæslu í gegnum allt ferlið, umsýslu skjala, ferðir í lánastofnanir, til sýslumanns ofl. Nánar er fjallað um þetta gjald á heimasíðu Félags fasteignasala ff@ff.is.