Byggt 2022
68,6 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Sérinngangur
Lýsing
Gimli fasteignasala og Ólafur B Blöndal löggiltur fasteignasali
-----------------FLÚÐIR HRUNAMANNAHREPPI ------------------
SMIÐJUSTÍGUR 11 A - 11 E.
Húsið er lánshæft fyrir hlutdeildarláni samkvæmt HMS
NÝ FULLBÚIN GLÆSILEG RAÐHÚS Á EINNI HÆÐ.
TIL AFHENDINGAR STRAX FULLBÚIN AÐ UTAN SEM INNAN.
ATH. MYNDIR INNANHÚSS MEÐ HÚSGÖGNUM ERU AF SELDRI EIGN OG EINUNGIS TIL AÐ SÝNA MÖGULEGA UPPRÖÐUN Á HÚSBÚNAÐI.
Um er að ræða einstaklega vel skipulögð, smekklega útfærð og vönduð ný raðhús í grónu hverfi á Flúðum.
Húsin eru í þremur stærðum:
Tvö. 2ja herbergja hús sem bæði eru endahús, brúttó stærð 58,7 fm. Verð 40,9 millj.
Tvö 3ja herbergja hús sem eru brúttó stærð 68,6 fm.og 67,1 fm. Verð 45,9 - 46,5 millj.
Eitt 4ra herbergja hús sem er brúttó stærð 79,4 fm. Verð 52,5 millj.
Almennt:
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og afhendast fullbúnar samkvæmt byggingastigi 4 samkv. ÍST 51:2021
Útveggir langhliða eru timbur en allir veggir milli íbúða eru steinsteyptir ásamt gaflveggjum.
Húsin eru klædd að utan með grálituðu innbrenndu áli, þ.e. þak og útveggir ásamt því að gaflar og hluti bakhliðar eru viðarklædd með lerki.
Sérgeymslur fylgja með hverri íbúð ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu í miðjurými hússins með útgengt í garðinn til suðurs.
Útgengi er úr stofu íbúða í suðurgarð og fylgir sólpallur með hverri og einni íbúð.
Mikil lofthæð er íbúðunum eða tæpir 4,40 mtr. sem eykur á rými, birtu og glæsileika, ásamt því að fallegir bitar setja smekklegan svip.
Risgeymslur eru yfir hverri íbúð, þ.e. yfir baðherbergi.
Smekklegir ljóskastarar eru í stofuloftum íbúða og í svefnherbergjum, innfelld loftljós á baðherbergi.
Aðgengi að lagnaleið fyrir rafmagnskapal fyrir bílhleðslu er til staðar fyrir framan hvert hús.
Sorpgeymslur verða uppsettar á bílaplani fyrir miðju húsalengjunnar.
Bílaplön eru malbikuð og lóðin við húsið frágengin og tyrfð við enda og til suðurs.
NÁNARI LÝSING ÍBÚÐA:
Allar íbúðirnar skilast fullbúnar að innan, fullmálaðar með gólfefnum.
Eldhús með hvítlökkuðum vönduðum innréttingum frá HTH með fræstum gripum:
Vönduð eldhústæki frá AEG. Innbyggð uppþvottavél, ísskápur með frysti, spanhelluborð með fjórum hellum og veggofn.
Baðherbergi eru fullbúin með flísum, "walk in" sturtu með glerveggjum, hvítlökkuð innrétting með spegli, ljósum og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Gólfefni eru grátt harðparket á öllum rýmum nema baðherbergi.
Íbúðirnar afhendast án fataskápa.
Gólfhiti er í öllum rýmum íbúða.
Flúðir og nágrenni eru sérlega heillandi svæði til búsetu vegna mjög góðra innviða sveitarfélagsins, þjónustu, skólamála, afþreyingar, náttúrufegurðar og veðursældar. Mikil uppbygging er að eiga sér stað á Flúðum og má til gamans nefna að lóðum fyrir alls 25 íbúðir við Fannborgartanga, fyrsta áfanga Byggðar á Bríkum, var úthlutað á fundi sveitarstjórnar þann 2. febrúar 2023. Alls bárust 150 umsóknir um þær lóðir sem auglýstar voru og er nú unnið hörðum höndum að úthlutun áfanga nr. 2.
Nánari upplýsingar veita Ólafur Björn Blöndal Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali, í síma 6900811, tölvupóstur olafur@gimli.is og Lilja Hrafnberg,viðskiptafræðingur/löggiltur fasteignasali, í síma 8206511, tölvupóstur lilja@gimli.is milli kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga.
Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Lánareiknir: 44.800.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka
35.840.000 kr.
Fyrsta eign
Já
Nei
Útborgun
8.960.000 kr.
Lánstími
40
ár
100% verðtryggt lán
Reikna...
Blandað lán
Reikna...
100% óverðtryggt lán
Reikna...
Veljið hlutfall
Verðtryggt 50%
Óverðtryggt 50%