Lýsing
Landmark fasteignamiðlun kynnir: Kumlamýri 2. Glæsilegt og afar vel skipulagt 205 fm, sjö herbergja parhús í nýju og spennandi hverfi á Álftanesi. 4 svefnherbergi og 2 baðherbergi. Frábært útsýni.
Eignin skilast á byggingarstigi 5, tilbúið til innréttinga. Húsið er staðsteypt á tveimur hæðum, einangrað að innan og steypt með svartri sjónsteypu að utan. Eignin skiptist með eftirfarandi hætti: Anddyri, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, sjónvarpshol, stofa/alrými, eldhús, geymsla, þvottahús og tvennar svalir.
Nánari upplýsingar veitir:
Þórarinn Thorarensen lögg. fasteignasali s. 770-0309 eða th@landmark.is
Freyja Rúnarsdóttir lögg. fasteignasali s. 694-4112 eða freyja@landmark.is
Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Anddyri: 6,3 fm
Geymsla: 5,6 fm, undir og við stiga.
Eldhús: Rúmgott, opið við stofu, gert ráð fyrir innréttingu vegg í vegg og stórri eyju með sætisplássi.
Stofa/alrými: Rúmgóð, opin og björt stofa með aukinni lofthæð.
Sjónvarpshol: 13,8 fm, útgengt út í bakgarð.
Hjónaherbergi 01: 19,7 fm, gert ráð fyrir fataherbergi.
Þvottahús: 3,8 fm.
Baðherbergi: 8,9 fm.
Herbergi 02: 9,8 fm.
Efri hæð: Opið svæði yfir stofu/alrými
Herbergi 04: 11,5 fm.
Baðherbergi: 8,4 fm, þakgluggar.
Herbergi 05: 20,6 fm.
Tvennar svalir: 10,3 fm og 3,0 fm.
Útveggir: Útveggir eru svört sjónsteypa annaðhvort slétt eða kúlupanils áferð, einangraðir að innan með 100 mm einangrun. Þar næst eru þeir múraðir og fínpússaðir á hefðbundin hátt.
Innveggir: Þeir hlutar innveggja sem eru burðarveggir eru slípaðir tilbúnir til sandspörtlunar. Gipsveggir verða klæddir og og tilbúnir til spörtlunar.
Gluggar: Ál/trégluggar og hurðar frá Ideal combi, litarheiti Ral 9005 svart bæði að innan og utan. Fullgerðir gluggar með K-glerjum og endanlegri yfirborðsáferð.
Steyptar loftaplötur: Verða slípaðar og tilbúnar fyrir sandspörtlun.
Hitakerfi: Gólfhiti í öllum rýmum sem verður fullbúið án stýringa.
Gólf: Verða frágengin í réttri hæð undir endanlegt gólfefni.
Þak: Hallandi hefðbundið sperruþak með bárujárnsklæðningu
Lóðin: Verður grófjöfnuð með sorptunnuskýli, steyptu bílaplani og stoðveggjum. Snjóbræðslulagnir lagðar í bílaplan og að lagnagrind.
Byggingaraðili: Heildarverk ehf.
Arkitekt: Kristjana Sigurðardóttir hjá T.ark arkitektar
Raflagnahönnun: Ice Patent ehf.
Lagnahönnun: Verkfræðistofa Jóns Kristjánssonar
Umhverfið:
Kumlamýri er ný gata á Álftanesi. Hún liggur í suðurátt frá Suðurnesvegi og frá henni kvíslast fimm botnlangar. Við hvern botnalanga standa fjögur parhús með alls átta íbúðareiningum með sameiginlegu götu-og íverusvæði í miðju. Megin hugmynd deiliskipulagsins fyrir svæðið er að viðhalda, eftir því sem verða má, því búsetulandslagi sem einkennt hefur Álftanes. Því er leitast við að húsin myndi óreglulegar þyrpingar sem umlykja sameiginleg aðkomusvæði í stað þess að þau myndi hefðbundna götumynd. Nýja hverfið liggur þétt að grónu hverfi og er því stutt í alla helstu þjónustu, svo sem skóla, leikskóla, sundlaug, íþróttamiðstöð og golfvöll. Þá er fallegt útivistarsvæði allt um kring.
Byggingargjöld og gatnagerðagjöld eru greidd ásamt heimtaugagjöldum fyrir rafmagn og hita. Kaupandi greiðir 0,3 % skipulagsgjald sem er innheimt þegar endanlegt brunabótamat liggur fyrir.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA
Lánareiknir: 129.900.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka
103.920.000 kr.
Fyrsta eign
Útborgun
Lánstími
100% verðtryggt lán
Reikna...
Blandað lán
Reikna...
100% óverðtryggt lán