Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Páll Heiðar Pálsson
Árni Björn Kristjánsson
Helen Sigurðardóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 2022
svg
319,8 m²
svg
7 herb.
svg
4 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Bílskúr
svg
Útsýni

Lýsing

Palsson Fasteignasala kynnir:

Glæsilegt einbýlishús við Keldugötu 1 í Urriðaholti, Garðabæ, með einstöku útsýni yfir Urriðavatn, Setbergshlíð og Heiðmörk.

* 5 svefnherbergi, 4 baðherbergi, 2 eldhús, 3 svalir.  
* Aukaíbúð á jarðhæð með sérinngangi. Í dag er íbúðin hluti af húsinu.
* Útsýni

Nánari upplýsingar veitir:
Páll Pálsson Lgf. í síma nr 775-4000 eða palli@palssonfasteignasala.is

www.palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.is
www.verdmat.is 

Eignin er skráð 319,8 m2 samkv. Fasteignaskrá Íslands.

Nánari lýsing eignar :
2. hæð
Forstofa: Flísalögð með stórum fataskáp.
Eldhús: Eldhús er parketlagt með sérsmíðaðri fallegri innréttingu, miklu geymsluplássi í skápum, skúffum og hillum. Sérlega góð og vel útfærð vinnuaðstaða. Tveir ofnar í innréttingu frá Siemens. Amerískur kæliskápur í innréttingu. Siemens eldhúseyja með niðurfelldu helluborði. Rennihurð út til suðurs þar sem gert er ráð fyrir palli. 
Borðstofa og setustofa: Borðstofa og setustofa eru samliggjandi í parketlögðu opnu og björtu rými með aukinni lofthæð. Stórir gluggar til vesturs, suðurs og norðurs. Setgluggi í borðstofu. Útgengt á stórar svalir til suðurs, vesturs og norðurs.
Baðherbergi: Vegghengt salerni og sérsmíðuð innrétting. Flísar á gólfi og hluta af veggjum.
Bílskúr: 36,9 m². Gluggar á tvo vegu. Lagnir til staðar til að setja upp vask. Sérbílastæði fyrir þrjá bíla fyrir framan bílskúr með hleðslustöð fyrir rafbíl. 

3. hæð
Gengið er upp steinsteyptan stiga.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með gólfsíðum gluggum og svölum. Innangengt fataherbergi. Fallegt útsýni.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart. Gluggar á tvo vegu.
Baðherbergi: Ófrágengið en flísar, öll blöndunartæki og sturtugler eru á staðnum. Útgengt út á stórar þaksvalir þar sem gert er ráð fyrir heitum potti.

Jarðhæð
Gengið er niður steinsteyptan stiga.
Sjónvarpsrými: Bjart og opið rými með parket á gólfi. Rennihurð þar sem er útágengt til suðurs út í garð.
Baðherbergi; Flísalagt í hólf og gólf. Vegghengt salerni og rúmgóð ”walk-in” sturta með sturtuhaus og handsturtu. Spegill með innbyggðri lýsingu og dökkt sturtugler. Sérsmíðuð innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél.
Svefnherbergi I: Rúmgott herbergi með sérsmíðuðum skáp.
Svefnherbergi II: Rúmgott herbergi með sérsmíðuðum skáp.

Aukaíbúð
Andyri: Andyri er parketlagt.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Vegghengt salerni og rúmgóð ”walk-in” sturta með sturtuhaus og handsturtu. Spegill með innbyggðri lýsingu og dökkt sturtugler. Sérsmíðuð innrétting með miklu skápaplássi. Skápur fyrir þvottavél.
Eldhús, borðstofa og sjónvarpsstofa: Samliggjandi í opnu og björtu rými. Eldhúsinnrétting með miklu skápaplássi. Öll eldhústæki innbyggð inn í innréttingu. Stórir gólfsíðir gluggar með útsýni yfir Urriðavatn. Borðstofa og sjónvarpsrými. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott með stórum skápum.
Nettenglar í svefnherbergi og alrými.

Efnisval, innréttingar og tæki
Húsið er staðsteypt í varmamótum frá nudura og því einangrað bæði að utan og innan. Húsið er múrað að innan og á að klæðast að utan með álklæðningu. Efnisval innanhúss er að mestu hið sama alls staðar í húsinu sem gefur því stílhreina ásýnd. Vandaðar innréttingar frá Fríform á neðstu hæð og frá HTH á mið- og efstu hæð. Allir frontar og innihurðir í húsinu eru sérsmíði frá Svansverki. Allar innihurðir eru gereftislausar með segullokun og sóplista. Blöndunartæki eru frá Lusso. Hvergi var sparað við efnisval á eldunartækjum í aðaleldhúsi. Flísar, vínilparket og hurðarhúnar eru frá Ebson. Hljóðvistardúkur frá ENSO í stofurými og gert ráð fyrir sama efni í öll loft í húsinu. Gert ráð fyrir innfelldri led lýsingu í stofu, setgluggum og sturtum og rafmagni í gardínum.

Óklárað
Eignin er skráð á byggingastig 4 (ÍST 51:2001) en er að stórum hluta fullfrágengin að innan, baðherbergi 3ju. hæðar ófrágengið auk þess sem eftir er að setja lýsingu og dúk í loftið fyrir utan stofurými og teppi á stiga. 
Gert er ráð fyrir loftræsikerfi í öllum rýmum hússins, allar ísteyptar lagnir til staðar, en eftir að ljúka uppsetningu kerfisins. 

Urriðaholt
Stutt er í grunnskóla og þrjá leikskóla í göngufæri, og hverfið er vel tengt við samgönguæðar.
Urriðaholt er umlukið fjölbreyttum opnum náttúrusvæðum í Heiðmörk, við Vífilstaðavatn og við Urriðavatn með frábærum göngu- og hjólastígum. Urriðaholt er fyrsta hverfið á Íslandi til að hljóta vistvottun skv. vottunarkerfi BREEAM Communities. Einn besti golfvöllur landsins, Urriðavöllur, liggur að hverfinu en auk þess eru tveir aðrir golfvellir í næsta nágrenni, Setbergsvöllur og Leirdalsvöllur. 
Í Kauptúni er þjónustukjarni í göngufæri þar sem er meðal annars að finna IKEA, Costco, Bónus og Vínbúðina. Auk þess er í Urriðaholti að finna m.a. Krambúð, kaffihús, klippistofu, líkamsrækt, sportbar o.fl. Meira má lesa um hverfið á www.urridaholt.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Pálsson Fasteignasala

Pálsson Fasteignasala

Borgartúni 3, 105 Reykjavík
Pálsson Fasteignasala

Pálsson Fasteignasala

Borgartúni 3, 105 Reykjavík