Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1877
114 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Aðalstræti 34, (Davíðsbær)
Einstaklega fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús á tveimur hæðum, húsið stendur á eignarlóð á frábærum stað í innbænum. Húsið er byggt úr timbri árið 1877 og er 99,0 fm. að stærð. Upphitaður geymsluskúr á lóð sem er ca 15 fm. að stærð ásamt rúmgóðri kaldri geymslu á norðurhlið skúrsins. Fallegur garður og heitur pottur. Einstök eign á frábærum stað sem hefur verið lögð einstaklega mikil vinna í að endurgera.
Eign sem vert er að skoða.
Húsið hefur verið mikið endurnýjað undanfarin ár. Má þar nefna nýlegar skólplagnir frá húsi út í götu. Nýjar ofnalagnir og ofnar sem líta út eins og pottofnar. Gluggar og gler endurnýjað. Á neðri hæð hafa gólf verið endurgerð alveg frá grunni og eru klædd furuborðum. Nýlega er búið að sinna viðhaldi á viðbyggingu þar sem baðhergi er staðsett, sá hluti er þó komin til ára sinna og þarfnast mögulega endurbóta á næstu árum.
Viðbygging er nýlega máluð að utan og þak lagfært og málað, ásamt því að gólf voru máluð með epoxy, ný baðinnrétting, vaskur og blöndunartæki sett 2022/2023.
Eldhúsinnrétting var sprautumáluð í ljósum lit sem og opnað betur yfir í borðstofu og timburborðplata var pússuð upp. Uppröðun lítlega breytt í eldhúsi.
Settur var heitur pottur 2022 og byggð var timburverönd í kringum hann, ásamt því að loka garði til norðurs með timburgirðingu og timburpallur smíðaður fyrir framan kalda geymslu.
Hellur voru endurlagðar bakvið hús og réttar af og lagaðar sumar 2024 sem og steyptur sökkull var múrviðgerður og málaður.
Einnig hafa tré verið fjarðlægð úr brekku fyrir ofan hús sem hafa skyggt á sól yfir miðjan dag sem og gamlir kartöflugarðar teknir aftur í notkun og mikil tækifæri til garðyrkju í brekkunni sem má nýta betur. Húsið er einangrað innanfrá og klætt að utan með járnklæðningu.
Neðri hæð:
Komið er inní forstofu með náttúruflísum á gólfi, þar sem er hátt til lofts og bjart.
Eldhús með furuborðum á gólfum, ljósri viðar innrétting, dökk borðplata með dökkum vask úr kvarts steini á hluti af eldhúsi og eikarborðplata á hluta.
Stofa rúmgóð, með furuborð á gólfum og fallegum gluggum. Spjaldþil ásamt brjóstlista.
Baðherbergi með baðkari með sturtutækjum, nýrri innréttingu, vaski og blöndunartækjum, tengi fyrir þvottavél og þurrkara á baði.
Gamall timburstigi er uppá efri hæð húsins.
Efri hæð:
Hol með línóleum dúk á gólfi, gluggar sem gefa góða birtu.
Herbergin eru þrjú á hæðinni, mjög stórt og rúmgott hjónaherbergi með góðum nýlegum fataskápum.
Öll herbergi eru með ágætis skápaplássi.
Geymsluskúr rúmgóður, nýlega málaður og viðgerður.
Lóðin bakatil er sannkallaður sælureitur þar sem er mjög sólríkt og hlýtt á sumrinn.
Annað:
- Ljósrofar og tenglar í stofu gamaldags og af vandaðri gerð.
- Hitalagnir og ofnar ( sem eru eins og pottofnar) var endurnýjað árið 2019.
- Gluggar og gler endurnýjað.
- Skolplögn útí götu endurnýjuð árið 2021.
- Þak var skoðað árið 2019, þá viðgert og bætt við öndun.
- Geymsluskúr mikið endurbyggður 1990
- Mjög stór og fallegur garður.
- Eignarlóð
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
12. apr. 2022
30.500.000 kr.
55.500.000 kr.
99 m²
560.606 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024