Lýsing
Nánari upplýsingar gefur Halldór Freyr, Löggiltur fasteignasali, S:693-2916, halldor@fastgardur.is
Nánari lýsing:
Forstofa/hol: PArket á gólfi.
Stofur: Bjartar stofur, úr annari stofunni er útgengi út á suður svalir, parket á gólfum. Möguleiki er að breyta annari stofunni í svefnherbergi og hefur það verið gert í samskonar íbúðum.
Eldhús:Virkilega falleg endurnýjuð eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi, innbyggð uppþvottavél og góður gluggi með opnanlegu fagi.
Svefnherbergin: Eru tvö. Hjónaherbergið er rúmgott með fataskápum, parket á gólfum. Barnaherbergið með góðum glugga, fataskáp og parket á gólfi.
Baðherbergi: Hefur verið endurnýjað. Er með sturtuklefa, hanklæðaofn og hvítri innréttingu
Geymsla: Rúmgóð 7,9 fm geymsla í kjallara með glugga.
Í kjallara eru rúmgóð þvotta- og þurrkherbergi og hjólageymsla.
Upplýsingar:
Árið 2018 var eldhús endurnýjað ásamt því að skipt var um hurðar og parket pússað. Baðherbergi var endurnýjað að sögn fyrri eiganda 2014. Ofnar sprautulakkaðir 2018.
Íbúðin er í göngufæri við útivistarsvæði eins og Klambratún, leikskóla, skóla, verslanir og ýmsa þjónustu.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður