Lýsing
Fasteignamat fyrir árið 2025 er 53.900.000kr skv. HMS.
Nánari lýsíng:
Hol: Tengir saman öll rými íbúðar.
Svefnherbergi I: Gott barnaherbergi.
Svefnherbergi II: Ágætlega rúmgott með fataskápum.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með "Walk in" sturtu, upphengdu klósetti, vask og spegli.
Alrými: Samliggjandi eldhús og stofa.
Stofa: Björt og rúmgóð, samliggjandi eldhúsi.
Eldhús: Uppgert með eyju. Gott skápa og vinnupláss. Samliggjandi stofu.
Geymsla: Sérgeymsla í kjallara, 2,8fm
Sameign: Þvottahús í sameign. Sér tengill fyrir þvottavél og þurrkara.
Um er að ræða fallega og mikið uppgerða 3 herbergja íbúð á fyrstu hæð á vinsælum stað í miðbæ Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.