












Lýsing
Miklaborg kynnir: Í einkasölu fallega og bjarta 4ra herbergja íbúð á annarri hæð með 12 fm herbergi í kjallara sem hefur verið í útleigu. Íbúðin getur verið laus tiltölulega fljótt.
Íbúðin hefur fengið góða yfirhalningu og býður upp á þægilega og nútímalega aðstöðu. Stofa er rúmgóð og björt , þaðan er útgengt á svalir. Þrjú rúmgóð svefnherbergi með fataskápum ásamt stórum fataskáp í herbergjaholi. Baðherbergi er flísalagt með fallegri innréttingu og innfelldum tækjum. Eldhús með snyrtilegri innréttingu og tengi fyrir uppþvottavél. Fljótandi harðparket er á gólfum. Í kjallara er sameiginleg klósettaðstaða, 6,2 fm sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús ásamt vagna- og hjólageymslu. Mjög vel staðsett, vönduð og smekkleg eign sem hentar bæði fjölskyldum og fjárfestum. Íbúðin býður einnig upp á möguleika á að breyta og jafnvel bæta við herbergi.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is