Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Heimir Hafsteinn Eðvarðsson
Árni Björn Erlingsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1981
svg
52,9 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

Kiðárbotnar, 311 Borgarbyggð (Húsafell), hitaveita og heitur pottur.

Fasteignaland kynnir:
 Sumarhús í Húsafelli við Kiðárbotna 6.  Um e ræða 52,9 fm hús auk millilofts.  Húsið var byggt árið 1981.  Lóðin er 1200 fm leigulóð, kjarri og skógi vaxin.  Í þessu húsi er hitaveita og lokað ofnakerfi.  Segulrofi fyrir neysluvatn og þar til gerður búnaður fyrir pottastýringu, heitan pott.
 
Húsið skiptist: Forstofa með dúk á gólfi og góðu skápaplássi. Tvö herbergi með parketi á gólfi. Baðherbergi er með dúk á gólfi, fallegri hvítri innréttingu og sturtuklefa. Stofan og eldhúsið í sama rými með parketi á gólfi, góðri lofthæð og útgengi út á suður sólpall. Eldhúsið er með parketi á gólfi, fallegri viðarinnréttingu, ofni og keramik helluborði.

Milliloft:  Gott milliloft með parketi á gólfi og opnanlegu fagi.
 
Geymsla: Gengið er inn af sólpalli þar sem inntök hússins eru.
  
Möguleiki er að fá hluta af búslóð með í kaupum á eigninni.
Stórir og miklir sólpallar með girðingu og skjólgirðingu.
 
Lóðin er 1.200 fm leigulóð skógi vaxinn.
Lóðarleiga er um kr. 200.000 á ári. 
 
Húsafell er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða hér á landi, enda einstök náttúruperla í stórkostlegu landslagi. Veðursældin, skógurinn, heitar laugar, aðstaða og þjónusta fyrir ferðamenn. Á Húsafelli er sundlaug, golfvöllur, leiksvæði, tjaldsvæði, verslun og veitingar ásamt fjölbreyttri afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

Upplýsingar gefa: 
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Jón Smári Einarsson, löggiltur fasteignasali s. 860-6400, netfang: jonsmari@fasteignaland.is
Árni Björn Erlingsson, löggiltur fasteignasali s. 898-0508 netfang: arni@fasteignaland.is

Fasteignaland ehf

Fasteignaland ehf

Skeifunni 2, 108 Reykjavík.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
5. feb. 2016
11.860.000 kr.
12.500.000 kr.
52.9 m²
236.295 kr.
30. des. 2011
9.280.000 kr.
148.000.000 kr.
11047.7 m²
13.396 kr.
8. mar. 2007
9.090.000 kr.
4.100.000 kr.
52.9 m²
77.505 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignaland ehf

Fasteignaland ehf

Skeifunni 2, 108 Reykjavík.