Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson

Vigdís R. S. Helgadóttir

Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir

Gylfi Jens Gylfason
.jpg)
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir

Sveinn Gíslason

Páll Guðmundsson

Þórarinn Arnar Sævarsson
.jpg)
Berglind Hólm Birgisdóttir

Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir

Brynjar Ingólfsson

Guðný Þorsteinsdóttir

Bjarni Blöndal
.jpg)
Þorsteinn Ólafs

Þórdís Björk Davíðsdóttir

Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2007
96,4 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Bílastæði
Lyfta
Opið hús: 22. júlí 2025
kl. 16:30
til 17:00
Opið hús: Helluvað 11, 110 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 0106. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 22. júlí 2025 milli kl. 16:30 og kl. 17:00.
Lýsing
Þórdís Björk Davíðsdóttur löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna:
Einstaklega björt, rúmgóð og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með afgirtum palli til suðurs og sér stæði í lokaðri bílageymslu.
Eignin er í sérlega snyrtilegu fjölbýli með lyftu og einstaklega barnvænu hverfi.
Leik- og grunnskóli eru í göngufæri og er stutt í alla helstu þjónustu, t.a.m verslanir, íþróttaiðkun og heilsugæslu.
Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 96,4 fm sem skiptist í íbúðarrými 89,2 fm, geymslu 6,3 fm og einnig fylgir eigninni stæði í lokaðri bílageymslu merkt B34 með hleðslustöð á leigu frá ON í bílastæðinu.
SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS
* Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026 er kr. 73.050.000.- **
* Stór afgirt suður verönd - ca 50-55 fm
* Herbergin eru rúmgóð og bæði með fataskápum
* Sér stæði í bílageymslu með rafhleðslu sem hver íbúð leigir frá ON
* Þvottastæði í bílageymslu
* Einstakllega fallegar gönguleiðir eru allt um kring.
SMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D
SMELLTU HÉR - skoða eignina í 3D - ÁN HÚSGAGNA
3D er = OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR
Ekki þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D.
Innan íbúðar er forstofa, eldhús, stofa, borðstofa, tvö herbergi, baðherbergi og þvottahús.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa er með flísum á gólfi og góðum fataskápum.
Herbergi I er mjög rúmgott með parketi á gólfi, góðum fataskáp og glugga til norðurs.
Herbergi II er hjónaherbergið sem er mjög rúmgott með góðum fataskáp, parketi á gólfi og glugga til norðurs.
Baðherbergið er sérlega snyrtilegt með baðkari m/sturtugleri, upphengdu salerni, innréttingu undir og við handlaug og flísar á gólfi og upp á veggi.
Þvottahúsið er á móti baðherberginu og eru nokkuð rúmgott með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísum á gólfi og skol-vaski.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í rúmgóðu, opnu og mjög björtu rými.
Eldhúsið er á hægri hönd með fallegri viðarlitaðri L-laga innréttingu með góðu skápaplássi, tengi fyrir uppþvottavél, háfi yfir helluborði og parketi á gólfi.
Stofa- og borðstofa eru í opnu björtu rými með parketi á gólfi og útgengi á stóra, skjólgóða afgirta verönd til suðurs.
Fallegt útsýni er upp í Heiðmörk og víða frá verönd.
Sér geymsla íbúðar er 6,3 fm er í kjallara sameignar.
Í sameign er hjóla- og vagnageymsla sameiginleg fyrir Helluvað 11 og 13.
Leik- og grunnskóli eru í göngufæri og er stutt í alla helstu þjónustu - verslanir, íþróttaiðkun og heilsugæslu.
Garður / Lóð er í sameign Helluvað 7 - 21
Um er að ræða vel skipulagða og rúmgóða eign með útsýni af verönd í einstaklega barnvænu hverfi.
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.is
- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
· Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
· Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
11. jan. 2019
38.000.000 kr.
41.600.000 kr.
96.4 m²
431.535 kr.
26. ágú. 2015
26.050.000 kr.
31.500.000 kr.
96.4 m²
326.763 kr.
10. ágú. 2007
21.810.000 kr.
23.900.000 kr.
96.4 m²
247.925 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025