Lýsing
Miklaborg kynnir: Fallegur sumarbústaður í landi Hæðarenda við Búrfell. Mikill og fallegur gróður er á landiu en húsið stendur á 1. hektara eignarlandi. Heitt vatn og rafmagn er í húsi og lóðin mjög fögur. Öryggishlið er inn á svæðið og því eingöngu eigendur sumarbústaða sem komast inn á svæðið. Sumarbústaðurinn er laus til afhendingar við kaupsamning.
Bókið skoðun: Nánari upplýsingar veitir Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 eða throstur@miklaborg.is
Nánari lýsing Húsið hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum og endurnýjað töluvert, t.a.m var húsið allt málað að utan og einnig þak á síðasta ári. Á sama tíma var timburpallur endurnýjaður og einnig handrið. Pottur á pallinum er vel stúkaður af með skjólveggjum og þar til hliðar er innisturta. Komið er inn í forstofu og þar til hliðar eru fataskápar. Tvö svefnherbergi eru í húsinu og eru þau bæði með kojum. Til hliðar er baðherbergi. Eldhús er opið við stofu og er með fallegri innréttingu. Stofa er björt og opin og er með gluggum á þrjár hliðar. Opið er út á endurnýjan tiimburpall sem snýr á móti suðri. Áhaldageymsla er utanhús.
Landið er mjög fallegt og góð heimreið fram að húsi en húsið er á læstu svæði þ.e. með hliði. Mjög friðsæll staður í Grímsnesinu. Húsið stendur á 1. hektara eignarlandi. Heitt vatn og rafmagn er í húsinu og lóðin mjög fögur.
Pantið skoðun: Nánari upplýsingar veitir Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 eða throstur@miklaborg.is