Lýsing
Glæsileg 4ra herbergja útsýnishæð með aukinni lofthæð á efri hæð með sérinngangi auk bílskúrs á góðum stað innst í botnlanga við Andarhvarf 11E. Bílskúrinn er staðsettur næst húsinu. eymsla og þvottahús er innan íbúðar. Árið 2017 / 2018 var baðherbergið, anddyrið og þvottahúsið / fataherbergið tekið í gegn. Gólfhiti er í íbúðinni - nýlegt harðparket er í herbergjum, holi, eldhúsi og stofu - nýlegar hvítar innihurðar eru í allri íbúðinni. Fallegur garður í góðri rækt og snjóbræðslu á helstu gönguleiðum frá bílastæðum. Mikið útsýni er úr eigninni yfir Elliðavatn og Heiðmörk. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 121.550.000 kr.
Birt stærð skv. HMS: Íbúðin sjálf er 134,3 fm, merkt 02-01, og bílskúr merktur 01-10 og er hann 26,9 fm, samtals 161.2 m2 að stærð.
Eignaskiptasamningur: Eignin er 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í tvíbýlishúsinu Andarhvarf 11, hús E. Íbúðin skiptist í stofu, eldhús, sjónvarpshol, anddyri, snyrtingu, þvottaherbergi, geymslu, hjónaherbergi, baðherbergi og tvö barnaherbergi. Eigninni tilheyrir svalir 0202 og 0203. Eigninni tilheyrir bílskúr í mhl-06, merktur 0110. Eigninni tilheyrir hlutdeild í sameiginlegri sorpgeymslu, sem stendur á lóð.
Nánari lýsing eignar: Komið er inn í anddyri með góðu skápaplássi. Gestasnyrting með glugga, upphengt granít borðplata og flísar í hólf og gólf. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa í opnu rými við eldhús. Útgengt út á góðar svalir með frábæru útsýni m.a. til Bláfjalla, Hellisheiði og yfir Elliðavatn. Eldhús með fallegri eikarinnréttingu og nýlegu helluborði, ljós granít borðplata, eldurnareyja, flísar á milli efri og neðri skápa. Rúmgott sjónvarpshol. Þrjú góð svefnherbergi og eru þau öll með fataskáp. Baðherbergi með innangengdri sturtu, glugga, handklæðaofn, baðkar, upphengdt salerni, granít borðplata og flísar í hólf og gólf. Þvottahús / fataherbergi er mjög rúmgott með glugga og góðu skápaplássi. Búr / geymsla. Flísalagður bílskúr með heitu og köldu vatni og rafmagni (3ja fasa rafmagn). Gólfefni íbúðar: parket og flísar á gólfum.
EINSTÖK STAÐSETNING ÞAR SEM STUTT ER Í SKÓLA, ÍÞRÓTTAHÚS, VERSLUN, VEITINGASTAÐI, APÓTEK O.FL. EINNIG ER STUTT Í FALLEGAR GÖNGULEIÐIR OG ÚTIVISTAPERSLUNA ELLIÐAVATN.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Freyja Rúnarsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 694 4112 eða freyja@landmark.is
Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram
Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat