Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hilmar Gunnlaugsson hrl
Sigurður Magnússon











































Hótel Tangi, 690 Vopnafjörður Tilboð
539,4 m², atvinnuhúsnæði, 20 herbergi
INNI fasteignasala s. 580 7905 - inni@inni.is
Hótelið er búið 17 herbergjum og hefur gistirými fyrir allt að 35 manns (33 rúm á hótelinu, 2 í íbúð). Núverandi eigendur hafa útbúið í norðurenda hússins 33fm íbúð sem hefur verið nýtt til útleigu (rúm fyrir 2 auk svefnsófa) sem getur nýst rekstraraðila til búsetu.
Á neðri hæð eru 4 rúmgóð herbergi öll með sér baðherbergi. Á efri hæð eru 13 minni herbergi sem eru með aðgang að sameiginlegu baðherbergi og sturtuaðstöðu.
Núverandi eigendur hafa tekið í gegn öll herbergi á neðri hæð og hluta efri hæðar, m.a. málað og skipt um öll húsgögn, einnig hefur verið sett nýtt parket á ganga. Þá hefur hótelið allt verið málað að innan (ekki geymslur og bakherbergi) á síðastliðnum 4 árum. Húsið var málað að utan fyrir 4 árum.
Veitingasalur er innaf móttöku hótelsins með sæti fyrir 60 manns (eru með leyfi fyrir 80) ásamt bar. Aðstaða til fundarhalda er einnig í veitingasalnum. Plastparket á gólfi. Sérsmíðaðir skápar í veitingasal á hjólum með nýju leirtaui.
Fullbúið eldhús með m.a. djúpsteikingapotti, broiler, grillpönnu, eldavél, ofn og Turbo Chef grillofn. Einnig er sérhorn fyrir pizzabakstur. Þar eru 2 færibandaofnar. Þvottahúsið með iðanaðarþvottavél og þurrkara.
Rúmgóður 4 fm kæliskápur og 2fm frystiskápur innaf eldhúsi.
Húsið er olíukynt.
Nánar um íbúð:
Flísalagt með hita í gólfum. Tvöfaldur skápur við inngang, eldhús og stofa í sameiginlegu rými. Eldhúsið ágætt með tvær hellur og ofn. Baðherbergi rúmgott með vegghengdu klósetti, þvottavél, handklæðaofn og sturtu. Rúmstæði fyrir 2 og einnig svefnsófi. Gluggar snúa til vesturs og inná baði til austurs. Innangengt inná hótelið um hurð í íbúð.
Uppstoppuð dýr eru í einkaeigu, en að öðru leyti fylgir allt lausafé til rekstrar.

- Brunabótamat159.900.000 kr.
- Fasteignamat26.240.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð28. feb. 2019
- Flettingar1426
- Skoðendur1469
- 539,4 m²
- Byggt 1966
- 20 herbergi









































