Fold fasteignasala Laugarvegur 170, 105 Reykjavík 5521400 - www.fold.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Viðar Böðvarsson viðsk,fræðingur
Kristín Pétursdóttir
Gústaf Adolf Björnsson

Hverafold 70, 112 Reykjavík 66.900.000 kr.

182 m², einbýlishús, 6 herbergi

Hverafold 70.
Fallegt, bjart og mjög vel staðsett einbýlishús við Hverafold í Grafarvogi.

Húsið er staðsett innst í botnlanga í fjölskylduvænni götu. Það er á einni hæð með bílskúr, sólstofu og grónum garði. Skipulag hússins hentar vel fólki á öllum aldri og í því eru þrjú svefnherbergi og stórar stofur. Umhverfis húsið er garður og skjólgóður pallur þar sem sólar nýtur frá morgni til kvölds. Við húsið er líka hellulögð, upphituð stétt og bílastæði.

Lýsing eignar:
Gengið er inn í flísalagða forstofu með rúmgóðum fataskápum.
Úr forstofunni er gengið inn í smærri stofu sem hægt er að breyta í svefnherbergi.
Stofa hússins er rúmgóð og björt með gegnheilu viðarparketi.
Frá henni er gengið inn í fallega flísalagða sólstofu þaðan sem útgengt er á verönd.
Eldhúsið er með hvítri innréttingu og góðri borðaðstöðu. Inn af því er búr sem nýta má sem geymslu.
Inn af eldhúsi er einnig rúmgott þvottahús og frá því er útgengt á hellulagða stétt og út í garð.
Baðherbergi er með baðkari og sturtuklefa og er flísalagt í hólf og gólf.
Í húsinu eru þrjú rúmgóð, parketlögð svefnherbergi með skápum og hillum.
Stakstæður, rúmgóður bílskúr með hita og rafmagni er við húsið og er hluti hans innréttaður sem herbergi með snyrtingu. Það getur hvort sem er hentað fyrir ungling, til útleigu eða sem rúmgóð geymsla.
Grænt og opið svæði og leikvöllur eru vestanmegin við húsið.
Umhverfis húsið er fallegur gróinn garður með fjölbreyttum tegundum blóma og runna sem standa í blóma frá því snemma á vorin langt fram eftir hausti.

Nærumhverfi og þjónusta í hverfinu:
Rólegt og gróið hverfi með góðum göngustígum. Stutt í strætisvagna.
Verslunarmiðstöðin Hverafold 1-3 er í göngurfæri. Þar er ýmis þjónusta og verslun í boði t.d. bakarí, tónlistarskóli, snyrtistofa og tannlæknir.
Stutt er í Grafarvoginn sjálfan og óspillta náttúru.
Sundlaug Grafarvogs, leikskólar og grunnskóli í nágrenninu.
Egilshöll með fjölbreytta íþrótta- og tómstundastarfsemi er í Grafarvogi.

Vefur Grafarvogs: http://reykjavik.is/skrifstofaogsvid/grafarvogur.

Fold Fasteignasala
Laugavegi 170, sími 552-1400
þjónustusímar utan skrifstofutíma: 694-1401, 895-7205 og 893-9132
www.fold.is
við erum á facebook

Reikna lán
 • Brunabótamat45.640.000 kr.
 • Fasteignamat50.850.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð16. mar. 2017
 • Flettingar3009
 • Skoðendur729
 • 182 m²
 • Byggt 1984
 • 6 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 3 svefnherbergi
 • Bílskúr
 • Sólpallur


Senda fyrirspurn vegna Hverafold, 112 Reykjavík

Verð:66.900.000 kr. Stærð: 143.6 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 6
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fold fasteignasala

Sími: 5521400
fold@fold.is
www.fold.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Viðar Böðvarsson viðsk,fræðingur
Kristín Pétursdóttir
Gústaf Adolf Björnsson

Eignin var skráð 16 mars 2017
Síðast breytt 27 apríl 2017

Senda á vin eignina Hverafold, 112 Reykjavík

Verð:0 kr. Stærð: 143.6 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 6
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fold fasteignasala

Sími: 5521400
fold@fold.is
http://www.fold.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Viðar Böðvarsson viðsk,fræðingur
Kristín Pétursdóttir
Gústaf Adolf Björnsson

Eignin var skráð 16 mars 2017
Síðast breytt 27 apríl 2017

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha