Domus Fasteignasala Fjarðargata 13-15, 5.h 4406000 - www.domus.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ævar Dungal
Stefán Ólafsson
Elsa Björg Þórólfsdóttir

Bálkastaðir 1 , 500 Staður Tilboð

0 m², lóð, 6 herbergi

Domus fasteignasala Blönduósi kynnir til sölu skemmtileg jörð í Hrútafirði. Þar er nú afurðagott sauðfjárbú, en jörðin getur einnig nýst til annarra nota, t.d. ferðaþjónustu. Bálkastaðir 1 er innarlega í Hrútafirði að austan. Fallegt bæjarstæði, gott íbúðarhús, góð fjárhús með áburðarkjallara, hesthús og hlöður. Staðarskáli er í næsta nágrenni. Nánari upplýsingar hjá Magnúsi s. 898 5695 eða mao@centrum.is

Land jarðarinnar liggur upp í hálsinn austan Hrútafjarðar. Á jörðinni eru í dag rúmlega 450 kindur og gætu sá bústofn fylgt við kaup. Tún eru nú rúmlega 30 ha. Árið 1981 var gerð skiptayfirlýsing um landskipti milli Bálkastaða 1 og Bálkastaða 2. Þá var túnum og ræktunarlandi skipti svo og beitilandi nær húsum og er hlutur hvorrar jarðar í skiptu landi um 160 ha. Annað beitiland er sameiginlegt en skiptist að jöfnu. Eins skiptast hlunnindi að jöfnu, þ.e. veiðiréttur, malarnám og önnur hlunnindi sem upp kunna að koma. Eigendur telja að land Bálkastaða 1, sé yfir 600 ha.
Á jörðinni er 154 fm einbýlishús byggt árið 1953. Húsið er á tveimur hæðum. Á efri hæð eru 4 svenherbergi og aðstaða til að setja upp snyrtingu. Á neðri hæð er eldhús, búr, snyrting, stofa og 2 herbergi, forstofa og stórt þvottahús. Húsið hefur fengið mjög gott viðhald og er í góðu ástandi. Innréttingar í eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergi eru nýlegar og mjög góðar. Gott skápapláss er í húsinu. Flísar eru á baðherbergi og á þvottahúsgólfi. Parkett á stofu og herbergjum.
Rétt við íbúðarhúsið er stór vélageymsla, vel einangrað nýlegt hús um 110 fm. Úr vélageymslu er innangengt í fjárhús, hesthús og hlöður. Fjárhús eru fyrir tæplega 500 fjár. Hluti af áburðarkjallara er það djúpur að hann er vélgengur, en úr hluta er dælt. Við fjárhúsin eru tvær hlöður, önnur 150 fm en hin 130 fm. að grunnfleti. Þá er lítið hesthús frá 1967.

Afhending jarðarinnar er samkomulag. Hugsanlegt er að semja um að kaupandi taki við búskap í vetur og kaupi ær fengnar og framgengnar fyrir sauðburð. Þá geta þær vélar sem notaðar hafa verið við búskapinn fylgt, en vélakostur er góður. Heyvinnutæki, þ.m.t. bindivél, sláttuvél, rakstrarvél og fjölfætla ásamt 147 ha fjórhjóladrifinni dráttavél eru tveggja til fimm ára gömul.

Jörðin á aðild að Veiðifélagi Hrútafjarðará og Síká. Árlegar leigutekjur eru nú um 250 þúsund krónur.

Auk hefðbundins búskapar gefur jörðin einnig möguleika á margskonar annarri notkun. Þar væri hægt að skipuleggja sumarbústaðabyggð í fjölbreyttu landslagi. Góðir möguleikar eru á fallegum göngu- eða reiðleiðum. Hestamönnum má benda á að frá jörðinni eru hægt að ríða vestur skemmtileg reiðleið yfir leirurnar innst í Hrútafirði og þaðan í Dali um Haukadalsskarð. Einnig er hægt að ríða norður Hrútafjörð eða austur í Miðfjörð og Víðidal með góðum leiðum upp á stórar afréttir.

Allar nánari upplýsingar gefur Magnús s. 898 5695 eða mao@centrum.isReikna lán
 • Brunabótamat114.415.000 kr.
 • Fasteignamat28.464.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð20. jan. 2018
 • Flettingar9278
 • Skoðendur7837
 • 0 m²
 • 6 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 5 svefnherbergi
 • Margir inngangar
 • Þvottahús
Stefán Ólafsson löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala


Senda fyrirspurn vegna Bálkastaðir 1, 500 Staður

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 6
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Domus Fasteignasala

Sími: 4406000
domus@domus.is
www.domus.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ævar Dungal
Stefán Ólafsson
Elsa Björg Þórólfsdóttir

Eignin var skráð 20 janúar 2018
Síðast breytt 23 janúar 2018

Senda á vin eignina Bálkastaðir 1, 500 Staður

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 6
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Domus Fasteignasala

Sími: 4406000
domus@domus.is
http://www.domus.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ævar Dungal
Stefán Ólafsson
Elsa Björg Þórólfsdóttir

Eignin var skráð 20 janúar 2018
Síðast breytt 23 janúar 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store