Húsaskjól fasteignasala Ármúli 4-6, 108 Reykjavík 5192600 - www.husaskjol.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ásdís Ósk Valsdóttir
Auðun Ólafsson
Guðbrandur Jónasson
Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir

Kjarnholt 7, 806 Selfoss 125.000.000 kr.

532,9 m², einbýlishús, 12 herbergi

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Um er að ræða lögbýlið Kjarnholt III. Á jörðinni er 302,6 fm einbýlishúsi auk 132,5 fm hesthúss og 97,8 fm. salar sem sambyggður er hesthúsinu, heildarstærð eignar því 532,9 fm. á 68.000 fm jörð. Einstaklega stórfenglegt útsýni er frá jörðinni, upp til hálendisins, en þaðan sést einnig m.a. á Geysissvæðið. Hentar mjög vel fyrir ferðaþjónustu, ferðaþjónusta hefur verið rekin um árabil og er m.a. gistileyfi er fyrir 24 gesti í húsinu. Óðalsbýlið Kjarnholt liggur ofarlega í Biskupstungum, um 100 km frá Reykjavík og 3 km frá Geysi.

Smelltu hér til að sjá drónamyndband af svæðinu.

Það er erfitt að lýsa með orðum hversu einstakt Kjarnholt er fyrir þann sem ekki hefur þangað komið. Staðsett í utan alfaraleiðar en þó í því héraði sem er hvað vinsælast hjá ferðamönnum, innlendum sem erlendum. Í seilingarfjarlægð eru nokkur merkustu og mikilvægustu sögu- og náttúrusvæði Íslands svo sem Þingvellir (60 km), Skálholt (25 km), Geysir (12 km), Gullfoss (14 km) svo fátt eitt sé nefnt.
Búið er að skipuleggja lóðir fyrir 14 smáhýsi auk einbýlishúsalóðar á spildunni svo eignin býður upp á mikla möguleika í ferðaþjónustu. Húsið og þjónustumiðstöð er talsvert uppgert á s.l. árum. Innbú og áhöld til rekstar fylgir utan persónulegra muna og listaverka.

Íbúðarhúsið, sem sem upphaflega var byggt árið 1958, úr steinsteypu, er 302,6 m2 að stærð og er á þrem hæðum auk geymslulofts í risi, alls eru 10 svefnherbergi í húsinu með gistileyfi fyrir 24 gesti. Húsið er málað að utan og málað bárujárn á þaki, og lítur vel út.
Allur húsakostur, að undanskyldu hesthúsinu, hefur á síðastliðnum árum verið uppgerður á afar smekklegan máta. Á hverri hæð er baðherbergi með sturtu eða baði en auk þess eru 3 sturtur í kjallaranum þar sem gengið er út í stóran heitan pott með útsýni yfir Tungufljót. Í húsinu er einnig fullbúið eldhús til veitinga, tvöföld stofa og talsvert geymslurými í 3 geymslum, þar af einni kaldri. Á neðstu hæðinni eru þrjú svefnherbergi og sturtu aðstaða. Á annari hæð eru tvö svefnherbergi, eldhús með öllum tækjum ásamt tveimur rúmgóðum stofum, nú einkum nýttar sem matsalir. Á þriðju hæð eru fimm svefnherbergi og eitt baðherbergi. Gólfið á stigagangi og neðstu hæð er upprunalegi steinninn lakkaður, vandað parket er í herbergjum á annari og þriðjuhæð og flísar í eldhúsi og baðherbergjum á annari og þriðju hæð.
Vestan megin við húsið utandyra er hellulögð aðstaða með stórum heitapotti frá Trefjum. Hesthús og þjónustumiðstöð eru í sama húsi rétt við hlið íbúðarhússins, en það var reist 1960 en húsið er steypt einingarhús. Hesthúsið er 132,5 m2 en þjónustumiðstöðin 97,8 m2. Þjónustumiðstöðin inniheldur veitingasal, bar, tvö klósett og þvottahús með sturtuaðstöðu sem og rúmgóða geymslu. Hægt er að horfa inní hesthúsið úr veitingasalnum í gegnum glugga.
Allur húsakostur, að undanskyldu hesthúsinu, hefur á síðastliðnum árum verið uppgerður á afar smekklegan máta. Á hverri hæð er baðherbergi með sturtu eða baði en auk þess eru 3 sturtur í kjallaranum þar sem gengið er út í stóran heitan pott með útsýni yfir Tungufljót. Í húsinu er einnig fullbúið eldhús til veitinga, tvöföld stofa og talsvert geymslurými í 3 geymslum, þar af einni kaldri.

Skipulagsmál og fl.:
Jörðin er á skipulagi sem viðskipta og þjónustulóð. Heildar stærð lóðarinnar er 6,8 ha. Heimilt er að byggja allt að 14 smáhýsi á landinu samkvæmt samþykktu skipulagi. Malarvegur er að landinu frá þjóðvegi nr. 358, sem einnig er malarvegur að hluta. Jörðin er afgirt.

Héraðið er þekkt fyrir veðurblíðu á sumrin og kyrrðin er algjör á fallegum degi. Ekki eru veturnir síðri þegar himinfestingin glansar undan kvikum stjörnukransi á meðan norðurljósin dansa yfir.
Húsin standa upp á sjónarhól og er útsýnið til allra átta stórfenglegt svo einstakt verður að teljast. Til norðurs er óheft útsýni yfir Geysissvæðið og sést Strokkur gjósa á 5-10 mínútna fresti út um eldhúsgluggann í 4 km fjarlægð þannig að fólki leiðist ekki við uppvaskið. Handan Geysis sér til biksvartra og tignarlegra Jarlhettna með snjóhvítan Langjökul í baksýn og sé horft til norð-austurs sjást Bláfell og Kerlingarfjöll. Í vestri liðast Tungufljótið sem í draumi framhjá og á björtum degi sést alla leið til Hengils. Til suðurs sést glitta í Eyjafjallajökul í fjarska sem og hinna fjölmörgu fjalla þar eru í milli.
Hesthús og þjónustumiðstöð eru sambyggð við hlið íbúðarhússins. Salurinn var gerður upp árið 2015 og er það vínveitingaaðstaða auk geymslu, þvottahúss og tveggja baðherbergja. Ófá brúðkaup hafa verið haldin í salnum enda staðsetningin einstaklega rómantísk og friðsæl. Hesthúsið er getur hýst 18 hesta á básum en einnig er hægt að breyta því í herbergi með gistirýmum.
Engin skortur er á afþreyingu fyrir alla aldurshópa í nágreninu. Þar er að finna fjölda gönguleiða, 3 golfvelli innan 20 km frá Kjarnholtum, River Rafting (9 km), sundlaugar á hverju strái auk allrar þeirra afþreyingakosta sem bjóðast í uppsveitum Árnessýslu.

Það eru ekki margir staðir á Íslandi sem hægt er að kalla herragarða en Kjarnholt í Biskupstungum er án efa einn þeirra.

Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma: 863-0402 eða email: asdis@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat105.750.000 kr.
 • Fasteignamat55.730.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð17. apr. 2018
 • Flettingar5327
 • Skoðendur4258
 • 532,9 m²
 • Byggt 1958
 • 12 herbergi
 • 3 baðherbergi
 • 10 svefnherbergi
 • Margir inngangar
 • Engar svalir
 • Garður
 • Þvottahús

Ásdís Ósk Valsdóttir Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala

Húsaskjól fasteignasala
Ármúli 4-6, 108 Reykjavík
asdis@husaskjol.is
519-2600


Lánareiknir: 125.000.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 100.000.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 25.000.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Kjarnholt, 806 Selfoss

Verð:125.000.000 kr. Stærð: 302.6 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 12
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Húsaskjól fasteignasala

Sími: 5192600
allir@husaskjol.is
www.husaskjol.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ásdís Ósk Valsdóttir
Auðun Ólafsson
Guðbrandur Jónasson
Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir

Eignin var skráð 17 apríl 2018
Síðast breytt 6 júlí 2020

Senda á vin eignina Kjarnholt, 806 Selfoss

Verð:0 kr. Stærð: 302.6 m² Tegund:Einbýlishús Herbergi: 12
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Húsaskjól fasteignasala

Sími: 5192600
allir@husaskjol.is
http://www.husaskjol.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ásdís Ósk Valsdóttir
Auðun Ólafsson
Guðbrandur Jónasson
Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir

Eignin var skráð 17 apríl 2018
Síðast breytt 6 júlí 2020

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store