Kaupstaður fasteignasala Ármúla 42, 108 Reykjavík 5460600 -
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Einar G. Harðarsson

Skálaheiði 9, 200 Kópavogur 58.600.000 kr.

133,5 m², hæð, 4 herbergi

Kaupstaður fasteignasala kynnir í einkasölu:
Skálaheiði 9, 200 Kópavogi. Efri hæð með sérinngangi ásamt bílskúr í viðhaldsléttu þríbýlishúsi. Skráð stærð er 133,5 m2, þar af bílskúr 30,3 m2. Auk þess er 8 m2 háaloft utan fermetratölu sem nýtt hefur verið sem vinnuherbergi og gestarými. Eignin er skráð 4 herbergja með þremur svefnherbergjum og einni stofu. Í dag samanstendur hún af tveimur svefnherbergjum, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi með mikilli lofthæð, baðherbergi með sturtu og baðkari, þvottahúsi & geymslu, anddyri, holi, óskráðu háalofti og bílskúr með geymslurými. Svalir snúa mót suðvestri auk svæðis við inngang mót suðaustri. Lóðin er stór með mörgum bílastæðum og garði sem er í óskiptri sameign. Húsið var byggt árið 2000 og er eitt af nýrri húsum í þessu gróna hverfi Kópavogs. 

Bókaðu skoðun á Skálaheiði 9 með því að smella hér

Nánari lýsing:
Anddyri/ hol: Sérinngangur. Flísar og fljótandi viðarparket. Svefnherbergin tvö í dag eru á hægri og vinstri hönd við anddyri. Einnig er þar stigi upp á opið háaloft. Fataskápur. Í framhaldi af anddyri er hol með veggfastri stringvegghillu. Úr holinu er gengið inn í baðherbergi og þvottahús. Gengið er beint af augum inn í alrýmið. Fljótandi viðarparket á gólfi. 
Svefnherbergi 1: Er með tveimur gluggum, fataskáp og viðarparketi á gólfi. 
Svefnherbergi 2: Fataskápur og viðarparket á gólfi. 
Alrými: Stofa, borðstofa og eldhús: Eldhúsið er með sérsmíðaðri mahogany innréttingu, glænýjum bakaraofni, keramikhelluborði, veggháfi og tengi fyrir uppþvottavél. Borðplata á hluta innréttingar nýtist sem matarborð. Á teikningum er hjónaherbergi í hluta þessa svæðis, þar sem nú er stofa og því hægt að setja upp veggi og útbúa stærra eða minna herbergi en á teikningu. Um 5 metra lofthæð er í hæsta punkti yfir eldhúsi og stofurými sem gefur íbúðinni einstakan sjarma. 
Baðherbergi: Er rúmgott með hvítri innréttingu. Sturta og baðkar. Flísar á veggjum og gólfi. Gluggi.
Þvottahús/geymsla: Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Stálvaskur með heitu og köldu vatni. Upphengd snúra, tvær hillur, stór og rúmgóður fataskápur. Flísar á gólfi.
Háaloft: 8 fm óskráð rými sem ekki er í fermetratölu. Sérsmíðaður járnstigi og hert gler í handriði. Það er ekki full lofthæð á háaloftinu, en nýta má það á ýmsa vegu.
Svalir: Snúa til suðvesturs og skín sólin frá um kl. 13:00 og fram á kvöld. Einnig er framan við íbúðina opnar suðaustur svalir við inngang sem hægt er að hafa stóla og borð. 
Bílskúr: er með fjaropnunarbúnaði. Rúmgóður og innst í honum hefur verið stúkuð af drjúg geymsla með hillum á 4 veggjum. Sérafnotareitur fyrir bíl framan við bílskúrinn. Kalt og heitt vatn. Ofn og loftunartúða.
Sameign: Garður/Lóð: Er í óskiptri sameign. Í garðinum eru rólur, sandkassi, og útisnúrur. Bílastæðaplanið er mjög stórt og rúmgott. Undir tröppunum er hitainntakskompa og rafmagnstafla fyrir húsið. Hitinn frá inntaksklefa undir tröppum virkar sem snjóbræðsla fyrir útitröppur.

Innréttingar og gólfefni: Innrétting í eldhúsi og fataskápar eru sérsmíðaðir úr mahogany við.  Mahogany viðarparket á gólfum í herbergjum, holi og alrými. Mahogany hurðar. Svartar náttúruflísar á baðherbergi, þvottahúsi og anddyri. 

Nánasta umhverfi:
Íbúðin er í grónu hverfi í austurbæ Kópavogs, nánar tiltekið á Digranesinu. Frá íbúðinni er útsýni til Bláfjalla, Esjunnar og yfir Reykjavík. Mikið er af skemmtilegum gönguleiðum og örstutt út á friðaða Digranesheiðina, margir göngustígar bæði niður í Kópavogsdal og Fossvogsdal auk Elliðaárdals. Góð þjónusta í næsta nágrenni og samgöngur. Álfhólsskóli er hinum megin götunnar með gervigrasfótboltavelli, leikskólarnir Kópahvoll, Álfaheiði, Fagrabrekka og Efstihjalli í göngufjarlægð. HK handboltahöllin og Skólahljómsveit Kópavogs eru hinum megin götunnar. Strætó og tómstundarútur Gerplu, Breiðabliks og HK stoppa á Skálaheiði. Stutt leið er á stofnbrautir höfuðborgarsvæðisins. Verslanakeðjur eru í næsta nágrenni, þrjár verslanir Bónuss, Krónan Lindum, Iceland Engihjalla, Nettó Mjódd, Hagkaup Smáralind, skyndibitastaðir, nokkur bakarí og Brynjuís svo fátt eitt sé talið upp.

Samantekt:
Björt og falleg 3-4 herbergja íbúð með mikilli lofthæð sem gefur eigninni mikinn sjarma. Sérsmíðaðar innréttingar úr mahogany og hvít baðinnrétting. Tvö svefnherbergi og háaloft í dag, en möguleiki er að útbúa þriðja svefnherbergið á kostnað stærðar alrýmis sem er mjög rúmgott. Íbúðin er með sérinngangi, þannig að upplifun er eins og um parhús sé að ræða frekar en þríbýli.

Framkvæmdir og viðhald:
Húsið er steinað og viðhaldslétt. Það var sílanborið að utan 2015 og 2016. Tröppur voru múraðar 2015.  Grindverk var smíðað í áföngum kringum lóð fyrir nokkrum árum, ein hlið þess hvert ár. Kominn er tími á blettamálun þaks, sem er með hvítum bárujárnsplötum og er stefnt á að því verði lokið fyrir afhendingu. Seljandi ber kostnað íbúðar af þakmálun og stefnt á að verði lokið fyrir afhendingu.
Samkomulag er í húsinu um að umhirða og kostnaður við glugga hverrar íbúðar sé á kostnað viðkomandi íbúðar. Seljandi mun sjá um að gluggar verði málaðir fyrir afhendingu.

Eignin Skálaheiði 9 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign með fastanúmer 224-5377, íbúð merkt 02-01, birt stærð 133.5 m2, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Nánari upplýsingar veita:
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir sölustjóri, í síma 8977712 Netfang: gudbjorg@kaupstadurfasteigna.is 
Einar G. Harðarson lgf. í síma 662 5599 Netfang: einar@kaupstadurfasteigna.is
Kaupstaður fasteignasala, Ármúla 42, 3 hæð.
Sími: 546 0600
Fylgdu okkur á Facebook
kaupstadurfasteigna.is
 

Nánari upplýsingar 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 50.000 - 75.000 kr. af skuldabréfi.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
 

Reikna lán
 • Brunabótamat36.420.000 kr.
 • Fasteignamat47.250.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð28. maí. 2018
 • Flettingar2680
 • Skoðendur2203
 • 133,5 m²
 • Byggt 2000
 • 4 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 2 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Bílskúr
 • Útsýni
 • Þvottahús


Senda fyrirspurn vegna Skálaheiði, 200 Kópavogur

Verð:58.600.000 kr. Stærð: 103.2 m² Tegund:Hæð Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Kaupstaður fasteignasala

Sími: 5460600
einar@kaupstadurfasteigna.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Einar G. Harðarsson

Eignin var skráð 28 maí 2018
Síðast breytt 1 júní 2018

Senda á vin eignina Skálaheiði, 200 Kópavogur

Verð:0 kr. Stærð: 103.2 m² Tegund:Hæð Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Kaupstaður fasteignasala

Sími: 5460600
einar@kaupstadurfasteigna.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Einar G. Harðarsson

Eignin var skráð 28 maí 2018
Síðast breytt 1 júní 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha