Domusnova fasteignasala Nýbýlavegur 8, 2. hæð, 200 Kópavogur 5271717 - domusnova.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Hrafnkell Pálmi Pálmason

Tunguheiði 14, 200 Kópavogur 37.900.000 kr.

91,4 m², fjölbýlishús, 2 herbergi


****EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA****Domusnova kynnir vel staðsetta, bjarta og fallega tveggja herbergja íbúð á jarðhæð með 25,6 fm. bílskúr.
 
Bílskúrinn er tilbúinn undir tréverk ef einstaklingur hefur áhuga á að innrétta litla íbúð.
Nýlega endurnýjað eldhús og baðherbergi. Fjórar íbúðir eru í húsinu og sér sólpallur fylgir íbúðinni.
Frábær staðsetning í grónu barnvænu hverfi steinsnar frá góðum grunn- og leikskólum og örstutt í góðar verslanir og þjónustu. 


EIGNIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING

Skipulag eignar:
Komið er inn í sameign sem er sameiginleg einni annarri íbúð og þaðan inn í anddyri íbúðar og þegar úr anddyrinu er komið er svefnherbergið á hægri hönd, baðherbergið á þeirri vinstri, eldhús og stofa beint af augum og geymsla og þvottahús inn af eldhúsinu. Úr stofunni er útgengt á svalirnar og þaðan á 15 fermetrar afgirtur sólpall og í garðinn.  

Nánari lýsing eignar:
Sameignin er snyrtileg með flísum á gólfi og lítilli geymslu undir stiga. 
Anddyrið er flísalagt með glugga til norðurs.
Svefnherbergið er rúmgott með parketi á gólfi, fatarými/herbergi, góðum glugga til vesturs og útgengt út á svalirnar.
Baðherbergið hefur nýlega verið endurnýjað og er með baðkari og sturtuaðstöðu, upphengdu salerni og baðherbergisskáp.
Eldhúsið og stofan mynda opið og bjart alrými með gluggum til suðurs og vesturs og útgengt út í garð. 
Eldhúsið hefur nýlega verið endurnýjað á smekklegan hátt. Niðurtekið loft með innfelldri lýsingu. Flísar á gólfi. Eldhúseyja sem snýr inn með góðu vinnurýma og hægt að sitja við.
Bílskúrinn, 25 fm., hefur fengið gott viðhald
Geymslan og þvottahúsið er rúmgóð með glugga til suðurs.  

Fasteignamat 2019:  kr. 34.350.000-
Skráð samkvæmt FMR: íbúð 65,8 fm. og bílskúr 25,6 fm., samtals 91,4 fm.
Hlutfallstala í húsi: 19%
Húsið er byggt árið 1971 og bílskúrinn árið 1989.


Viðhald á eigninni: 
2014-15  Farið yfir timburverk á þakköntum.  Skipt um þar sem þurfti.  Á sama tíma var kíkt á þakið og þá var ekki vitað annað en væri góðu standi. 
Baðherbergið: nýlega skipt um baðkar og blönduartæki (hitastýrð) einnig handlaug og blöndunartæki.
Eldhúsið: ný innrétting, blöndunartæki og vaskur í eldhús á þeim hluta eru nýtt. Veggur rifinn á milli stofu og eldhúss sem gerir það að verkum að rýmið er stærra og bjartara
Nýtt rafmagn dregið í íbúð og skipt um tengla.
Rafmagnstafla fyrir íbúð uppfærð 2018 (skipt um öryggi og lekaleiða)
Opnanlegt fag sett í forstofu til að bæta loftflæði um eignina.
Gluggar málaðir að innan.
Svalirnar yfirfarnar, múraðar og málaðar.
Frárennslisrör mynduð án athugasemda árið 2011.
Nýlega skipt um þrýstijafnara í hitaveitugrind og nýjir mælar settir.

Endurbætur á bílskúr:
Þak yfirfarið og lagað 2016. Þakkantur klæddur með zinki/áli. Skipt um einangrun í þaki og búið að plasta yfir og bæta við loftgötum. Sagað út fyrir tveimur gluggum, lagt frárennsli í skúrinn.
Gólfhiti lagður í gólf 2018 (á eftir að tengja).
Rafmagn í skúr og búið að leggja inn lagnir fyrir heitt og kalt neysluvatn einnig túr og retúr fyrir gólfhita.
Bílskúrinn er tilbúinn undir tréverk ef einstaklingur hefur áhuga á að innrétta litla íbúð.

Nánari upplýsingar veita:
Hrafnkell P. H. Pálmason löggiltur fasteignasali / s.690 8236 / hrafnkell@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Reikna lán
 • Brunabótamat26.520.000 kr.
 • Fasteignamat31.400.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 7. nóv. 2018
 • Flettingar2195
 • Skoðendur1843
 • 91,4 m²
 • Byggt 1971
 • 2 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 1 svefnherbergi
 • Sameiginl. inngangur
 • Bílskúr
 • Þvottahús


Senda fyrirspurn vegna Tunguheiði, 200 Kópavogur

Verð:37.900.000 kr. Stærð: 65.8 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 2
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Domusnova fasteignasala

Sími: 5271717
eignir@domusnova.is
domusnova.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Hrafnkell Pálmi Pálmason

Eignin var skráð 7 nóvember 2018
Síðast breytt 12 nóvember 2018

Senda á vin eignina Tunguheiði, 200 Kópavogur

Verð:0 kr. Stærð: 65.8 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 2
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Domusnova fasteignasala

Sími: 5271717
eignir@domusnova.is
http://domusnova.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Hrafnkell Pálmi Pálmason

Eignin var skráð 7 nóvember 2018
Síðast breytt 12 nóvember 2018

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store