Trausti fasteignasala Vegmúla 4, 108 Reykjavík 5465050 - www.trausti.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Kristján Baldursson
Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir
Jóna Benný Kristjánsdóttir
Styrmir Þór Sævarsson
Sólveig Regína Biard

Hótel Eskifjörður Strandgata 47, 735 Eskifjörður Tilboð

693,3 m², atvinnuhúsnæði, 18 herbergi

Trausti fasteignasala, Styrmir Þór Sævarsson löggiltur fasteignasali, s. 846-6569, styrmir@trausti.is og Kristján Baldursson hdl. og löggiltur fasteignasali, s. 867-3040, kristjan@trausti.is í samstarfi við Lindin fasteignir, Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali s. 893-1319, thordis@lindinfasteignir.is kynna:
Hótel Eskifjörður, Strandgötu 47, EskifirðiSpennandi atvinnutækifæri sem fæst á mjög sanngjörnu verði.
Húsið stendur á stórri eignarlóð.

Hótelið er nýlegt og í alla staði veglegt og vandað.
Húsið hýsti áður höfuðstöðvar Landsbankans á Austurlandi og er fyrrverandi peningahvelfing Seðlabankans nú einn rammgerðasti vínkjallari landsins.
Húsið er upphaflega teiknað af Bárði Daníelssyni en Steindór Hinrik Stefánsson arkitekt á Eskifirði teiknaði breytingar með hótelrekstur í huga.

Hitaveita er í húsinu,

17 2ja manna herbergi eru á hótelinu og er sérbaðherbergi með öllum herbergjum.

2 herbergi eru hönnuð með hjólastólaaðgengi í huga.
2 herbergi eru mjög stór og eru kölluð fjölskylduherbergi.
2 herbergi eru með svölum.
Herbergin eru öll vel búin með vönduðum rúmum.
Við inngang í hvert herbergi hefur verið settur á vegginn skemmtilegur fróðleikur um Eskifjörð.

Hótelið er vel staðsett í miðbæ Eskifjarðar og rennur falleg á meðfram því. Allt umhverfi hótelsins og fallegt og snyrtilegt.

Hótelið er vel kynnt og fær góðar umsagnir.

Eskifjörður er einn af byggðakjörnum Fjarðabyggðar og í sveitarfélaginu er hægt að gera margt sér til afþreyingar og upplyftingar.
Skíðasvæðið í Oddskarði er ofan við hótelið.
Nýleg og vinsæl útisundlaug með rennibrautum er á Eskifirði ásamt líkamsræktarstöð.
Fallegar gönguleiðir eru í nágrenni Eskifjarðar. Undanfarin ár hefur verið haldin gönguvika þar sem hægt er að ganga ýmsar leiðir með leiðsögn.
Ýmsar bæjarhátíðir eru haldnar í Fjarðabyggð og má þar nefna Útsæðið sem er afmælishátið Eskifjarðar, Eistnaflug og Neistaflug í Neskaupstað, Franska daga á Fáskrúðsfirði, Stöð í Stöð á Stöðvarfirði.
Einnig er hefð fyrir árgangamótum á Eskifirði um sjómannadagshelgina og jafnan eru veglega hátíðahöld í tilefni sjómannadagsins haldin á Eskifirði.
Menningarmiðstöð Austurlands er á Eskifirði og eru þar reglulegir tónlistar- og menningarviðburðir.
Randulfssjóhús er veitingastaður og safn við sjóinn.
Thailenskur veitingastaður er á Eskifirði ásamt hefðbundnum matsölustöðum.
Valhöll er félagsheimili sem hefur aftur fengið sitt gamla og góða hlutverk félagsheimila sem áður voru í hverjum bæ og sveit.
Sjóminjasafn er í aldagömlu sögufrægu húsi sem heitir Gamla búð.
Stór ærslabelgur er í miðjum bænum og sjást ferðamenn gjarnan nýta sér að taka sveiflur þar.
Fallegur minnisvarði um drukknaða sjómenn er skammt frá Hótel Eskifirði.
Talsvert er af fallegum gömlum húsum á Eskifirði og hefur hverfi sem gjarnan er nefnt Hlíðarendi mikla sérstöðu.
Hreindýr bregða sér gjarnan í bæjarferð til Eskifjarðar.

Mörg skemmtileg söfn eru í Fjarðabyggð, bæði á vegum sveitarfélagsins og í einkaeigu,
Nefna má:
Sjóminjasafnið á Eskifirði
Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar í Neskaupstað
Sjóminja- og smiðjumunasafn í Neskaupstað
Náttúrugripasafn í Neskaupstað
Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði
Frakkar á Íslandsmiðum á Fáskrúðsfirði
Steinasafn Petru á Stöðvarfirð
Steinasafn Sörens og Sigurborgar á Eskifirði.
Borkjarnasafn á Breiðdalsvík

Nánari upplýsingar veita Styrmir Þór Sævarsson löggiltur fasteignasali, s. 846-6569, styrmir@trausti.is, Kristján Baldursson hdl. og löggiltur fasteignasali, s. 867-3040, kristjan@trausti.is og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali s. 893-1319, thordis@lindinfasteignir.is


Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat206.990.000 kr.
 • Fasteignamat0 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð28. jún. 2019
 • Flettingar1538
 • Skoðendur1414
 • 693,3 m²
 • Byggt 1966
 • 18 herbergi
 • 18 baðherbergi
 • 17 svefnherbergiSenda fyrirspurn vegna Hótel Eskifjörður Strandgata, 735 Eskifjörður

Verð:Tilboð Stærð: 693.3 m² Tegund:Atvinnuhúsnæði Herbergi: 18
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Trausti fasteignasala

Sími: 5465050
trausti@trausti.is
www.trausti.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Kristján Baldursson
Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir
Jóna Benný Kristjánsdóttir
Styrmir Þór Sævarsson
Sólveig Regína Biard

Eignin var skráð 28 júní 2019
Síðast breytt 16 október 2019

Senda á vin eignina Hótel Eskifjörður Strandgata, 735 Eskifjörður

Verð:Tilboð Stærð: 693.3 m² Tegund:Atvinnuhúsnæði Herbergi: 18
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Trausti fasteignasala

Sími: 5465050
trausti@trausti.is
http://www.trausti.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Kristján Baldursson
Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir
Jóna Benný Kristjánsdóttir
Styrmir Þór Sævarsson
Sólveig Regína Biard

Eignin var skráð 28 júní 2019
Síðast breytt 16 október 2019

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store