


















Tjarnargata 10, 101 Reykjavík 56.900.000 kr.
106,9 m², fjölbýlishús, 4 herbergi
Eignatorg kynnir: Glæsileg 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð í fallegu húsi í hjarta miðbæjarins. Íbúðin skiptist í tvær rúmgóðar stofur og tvö svefnherbergi. Hæglega er hægt að hafa aðra stofuna sem svefnherbergi og er það raunar gert í dag.
Skv. skráningu Þjóðskrár er íbúðin 99,1 fm og sérgeymsla í kjallara 7,8 fm. Samtals er eignin því skráð 106,9 fm.
Nánari lýsing: Gangur með parketi á gólfi. Herbergi með parketi á gólfi og skáp. Eldhús með flísum á gólfi, hita í gólfi, fallegri innréttingu, borðkrók og glugga. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, sturtu, innréttingu og glugga. Hjónaherbergi með parketi á gólfi og skáp. Herbergi / stofa með parketi á gólfi. Stofa með parketi á gólfi og gluggum til austurs.
Allt parket á gólfum er glæsilegt, niðurlímt eikarparket.
Sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús er í kjallara.
Mögulegt er að kaupa bílastæðakort fyrir stæði í bílastæðahúsi Ráðhússins.
Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 85.000.- Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

- Brunabótamat32.250.000 kr.
- Fasteignamat52.950.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð 7. nóv. 2019
- Flettingar3227
- Skoðendur2883
- 106,9 m²
- Byggt 1945
- 4 herbergi
- 1 baðherbergi
- 2 svefnherbergi
- Sameiginl. inngangur
- Garður
- Þvottahús

















