Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur 5503000 - www.fasteignamidstodin.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson
María Magnúsdóttir

Höskuldarnes , 675 Raufarhöfn 44.000.000 kr.

823,8 m², lóð, 0 herbergi

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu Höskuldarnes Melrakkasléttu landnúmer 154178 í Norðurþingi.

Höskuldarnes er næsta jörð norðan við Raufarhöfn og telst vera kringum 1000 hektarar. Landamerki hennar liggja að landi Raufarhafnar að sunnan og að landi Ásmundarstaða og Harðbaks að norðan. Jörðin hefur lengst af verið hluti af óskiptu landi Ásmundarstaða en var laust fyrir árið 1990 skipt út úr þeirri jörð sem sjálfstæðri jörð. Jörð og hús eru í eigu einkahlutafélagsins Höskuldarnes ehf. kt 570402-4470.
Veiði, reki og námavinnsla er sameiginleg með Ásmundarstöðum en dúntekja er aðskilin

Landið liggur að sjó, strandlengja er vogskorin og er u.þ.b. 4 km, loftlína er um 2 km milli langamerkjapunkta við sjó og nær um 10 km til landsins. Landið er allt á láglendi og gróið, mólendisásar með mýrardrögum á milli til landsins en meira vallendi nær sjónum. Um er að ræða mikinn og fjölbreyttan úthagagróður. Mjög góðir sauðfjár-og gripahagar eru á jörðinni en engin tún lengur í rækt. Nokkuð er um vötn og tjarnir og er fiskur í flestum vötnum. Bleikja gengur úr sjó í tvö af þessum vötnum. Jörðin er ógirt fyrir utan heimaland þar sem æðarvarp er þéttast.

Hús á jörðinni eru:
Íbúðarhús byggt 1938 ásamt viðbyggingu frá 1972 samtals um 140 fermetrar. Þessi hús hafa nánast verið endurbyggð á síðustu 10-15 árum. Má segja að aðeins veggirnir séu upprunalegir. Einnig er við húsið u.þ.b. 57 fermetra bárujárnsklædd viðbygging sem var smíðahús, endurbyggt 2011. Þar hefur verið gerð geymsla og þvottahús með eldunaraðstöðu ásamt baðherbergi (ekki full klárað). Þarna er m.a. smíðaaðstaða og bæði útgangur þar og úr þvottahúsi. Í þessum hluta er mjög lítið mál að gera litla séríbúð. Húsin eru öll á einni hæð og steinsteypt.
Hellulögð verönd u.þ.b 60 fermetrar með timburskjólveggjum er við suður- og vesturhliðar íbúðarhússins.

Fjárhús, steinsteypt byggt 1953 u.þ.b. 340 fermetrar. Húsið er nokkuð gott en innréttingar og gólf má segja að sé ónýtt. Við húsið er 9 metra hár votheysturn. Sambyggt við fjárhús er u.þ.b. 600 rúmmetra steinsteypt hlaða frá 1963 sem breytt hefur verið í hesthús fyrir 22 hesta ásamt aðstöðuplássi. Milliloft var þar sett og heygeymsla þar fyrir ofan. Þessi aðstaða þarfnast lagfæringa.

Vélageymsla byggð 1975 u.þ.b. 170 fermetrar, bárujárnsklædd timburgrind. Þar eru þrjár bílskúrshurðir, tvær fyrir minni bíla og ein fyrir vörubíla og vélar. Skipt var um hurðirnar 2011 og eru þær allar rafdrifnar. Skipt var um járn á veggjum 2017 og á þaki sumarið 2019.

Skáli,timburgrind klædd gróðurhúsaplasti byggður við fjárhús 2017 u.þ.b. 20 fermetrar . Þar er aðstaða til dúnþurrkunar og grófhreinsunar á dúni.
Öll hús fyrir utan vélageymslu þarfnast utanhússmálunar.
Íbúðarhús með viðbyggingu er rafmagnskynnt með gólfhita, rafmagnsofnum og tveim varmadælum. Önnur hús eru ókynnt.

Ágæt bleikjuveiði er bæði í vötnum og sjó. Einnig má nefna gæsaveiði og gæsavarp. Jörðinni fylgir einnig reki. Þau hlunnindi ásamt námuvinnslu eru eins og fyrr segir sameiginleg með Ásmundarstöðum og telst þar hlutur Höskuldarness 1/3.

Á jörðinni er æðarvarp sem hefur á síðustu tuttugu árum skilað að jafnaði um 17-18 kílóum af fullhreinsuðum æðardúni á ári. Æðarvarpið er að mestu á afgirtu friðuðu landi við og í nágrenni bæjarins.

Mjög góð aðstaða er frá náttúrunnar hendi fyrir smábátaútgerð með náttúrulegri höfn þar sem aldrei hreyfir sjó. Engin manngerð höfn er til staðar. Stutt er á ágæt grásleppu- og fiskimið. Góðir möguleikar eru til ferðaþjónustu t.d hvað varðar hestaferðir og veiði ýmisskonar.
Á jörðinni er staðsett fuglaskoðunarhús byggt 2019 í eigu Norðurþings og fuglaáhugamanna með stöðuleyfi frá núverandi eigendum jarðarinnar.
Orlofshús u.þ.b. 10 fermetrar í eigu annarra er með stöðuleyfi á jörðinni en fylgir ekki með í kaupum og verður fjarlægt við sölu jarðarinnar ef nýjir eigendur óska eftir því. Möguleiki er fyrir nýja eigendur jarðarinnar að fá húsið keypt.
Fasteignamat jarðarinnar er um 22 miljónir og brunabótamat húsa 88.710.000. Það mat er orðið gamalt og vantar þar inn mikið af endurbótum.Nánar um íbúðarhús
Eldhús: endurnýjað 2006. Spónlögð eikarinnrétting, svört granítborðplata, vönduð þýsk eldhústæki frá Kuppersbusch, flísar á gólfi og vegg milli skápa, gólfhiti.
Stofa: eikarparkett
Hjónaherbergi: eikarparkett, stórir skápar, eikarspónn.
Tvö minni svefnerbergi annað án skápa, hitt með lélegum skápum. Eikarparkett.
Miðrými/hol, eikarparkett
Skrifstofa: opin út frá miðrými, gæti nýst sem borðstofa, sjónvarpsstofa eða fjórða svefnherbergið.
Forstofa lítil, flísalögð með gólfhita.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með baði og sturtu yfir baði. Lítil innrétting, orðin lúin. rafmagnshiti í gólfi.
Búr með hillum, málað gólf.
Lítill gangur milli bakdyrainngangs og eldhúss, flísalagður með gólfhita, þar innaf er búrið.
Stór bakdyrainngangur/smíðaherbergi, með forstofuskáp úr hvítum spónaplötum, flísalagður.
Geymsla með hillum, málað gólf og flísalagt þvottahús með innréttingu og eldunaraðstöðu, hvorutveggja innaf bakdyrainngangi. Útgangur úr þvottahúsi.
Lítil snyrting næst þvottahúsi, ófrágengin, gert ráð fyrir sturtu.

Stofa, miðrými, skrifstofa, eldhús og lítill gangur í opnu rými. Þrjár tröppur upp í stofu og á sama palli eru minni svefnherbergin.

Loft eru klædd með viðarþiljum og plötum.
Gler í gluggum tvöfallt, skipt um gler og glugga í öllu húsinu 2005.
Innihurðir með eikarspón.

Tilvísunarnúmer 10-2431


Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími 550 3000
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / fasteignir.is/mbl.is/fasteignir/ fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is


Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali gsm 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is

Reikna lán
  • Brunabótamat86.470.000 kr.
  • Fasteignamat22.013.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð14. nóv. 2019
  • Flettingar922
  • Skoðendur782
  • 823,8 m²
  • 0 herbergi


Senda fyrirspurn vegna Höskuldarnes, 675 Raufarhöfn

Verð:44.000.000 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson
María Magnúsdóttir

Eignin var skráð 14 nóvember 2019
Síðast breytt 14 nóvember 2019

Senda á vin eignina Höskuldarnes, 675 Raufarhöfn

Verð:0 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
http://www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson
María Magnúsdóttir

Eignin var skráð 14 nóvember 2019
Síðast breytt 14 nóvember 2019

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store