Fasteign.is Grensásvegi 13, 2. hæð, 108 Reykjavík 6900811 - www.fasteign.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:

Laugateigur Rishæð 32, 105 Reykjavík 54.700.000 kr.

0 m², hæð, 4 herbergi

fasteign.is kynnir:----------ÞESSI EIGN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN---------


LAUGATEIGUR 32 - 4RA HERB. STÓRGLÆSILEG NÝLEG RISHÆÐ Í ÞRÍBÝLI Á BESTA STAÐ

Árið 2016 var eldri ibúðin fjarlægð og þessi íbúð byggð í staðinn og er því ytra og innra byrði ásamt lögnum, þaki og allt innan íbúðar siðan 2016

Um er að ræða 4ra herbergja íbúð með skráða stærð 70,3 fm brúttó ( mun stærri gólfflötur, nýtist vel vegna mjög hárrar súðar). Áætlaður gólfflötur f. utan súð er ca. 80 fm að sögn eigenda.
Nánari lýsing íbúðar:
Sameiginlegur inngangur með miðhæðinni.
Saml.forstofa með miklum skápum með gler rennihurðum.
Bogadreginn teppalagður stigi upp með fallegum hring glugga.
Komið er inn í stóra og bjarta stofu með mjög mikilli lofthæð og óvenju stórum kvistglugga til suðurs.
Svalir eru í enda stofunnar til suðausturs.
Í hluta stofunnar er gert ráð fyrir eldhúsinnréttingu og verður hún sett upp fyrir afhendingu íbúðarinnar ásamt tækjum. Gert ráð fyrir staðsetningu innréttingarinanr í austurenda stofu við svaladyr.
Baðherbergið er einstaklega smekklegt og vandað með sérvöldum flísum í hólf og gólf ásamt sérpöntuðum innbyggðum baðtækjum og smekklegum hreinlætistækjum. Gert ráð fyrir tengi fyrir þvottavél en einnig er hægt að hafa þvottavél í sameign í kjallara.
Tvö mjög rúmgóð barnaherbergi með parketi og miklum og fallegum kvistum með stórum gluggum. Mikil lofthæð.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með gluggum á tvo vegu til austurs og norðurs. Fataskápar með speglum og mikil lofthæð. Parket á gólfum.

Gólfefni ibúðarinnar er hvittað eikarplankaparket.

Garðurinn er sameiginlegur með miðhæð og jarðhæð.. Miklir sólpallar og girðingar, allt endurnýjað ásamt plássgóðum saml. geymsluskúr undir garðáhöld, reiðhjól og þ.h. Mjög fallegur trjágróður og berjarunnar. Afgirt grillaðstaða með skjólveggjum.

Að sögn eigenda eru hafa s.l. ár átt sér stað eftirtaldar endurnýjanir á sameign árið 2016:
Skolplagnir innan og utanhúss. Drenlagnir endurnýjaðar. Hellulögn endurnýjuð og hiti að hluta í stéttum. Timburpallar og grindverk. Geymsluskúr. Öll málning hreinsuð af húsinu og það filterað. Húsið endurmálað. Allt gler og glerlistar á jarðhæð og miðhæð endurnýjað. Aðaltafla rafmagns endurnýjuð. Hitalagnir.

Að sögn eigenda er íbúðin öll endurnýjuð árin 2016 til 2017:
1. Rishæð var fjarlægð og hæðin endurbyggð samkv.samþykktum teikningum frá 2015.
2.Neysluvatns og hitalagnir endurnýjaðar.
3. Raflagnir og tafla endurnýjað.
4. Rishæðin er nýlegt húsnæði þ.e. framkvæmt árin 2016 til 2017.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólafur B Blöndal sölustj. s.6-900-811 / olafur@fasteign.is
Halla Unnur Helgadóttir, viðsk.fr. Löggiltur fasteignasali

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan fasteign.is bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat0 kr.
 • Fasteignamat0 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð24. jan. 2020
 • Flettingar2637
 • Skoðendur2110
 • 0 m²
 • Byggt 2016
 • 4 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 3 svefnherbergi
 • Sameiginl. inngangur
 • Suðaustur Svalir
 • GarðurSenda fyrirspurn vegna Laugateigur Rishæð, 105 Reykjavík

Verð:54.700.000 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Hæð Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteign.is

Sími: 6900811
fasteign@fasteign.is
www.fasteign.is


Eignin var skráð 24 janúar 2020
Síðast breytt 13 febrúar 2020

Senda á vin eignina Laugateigur Rishæð, 105 Reykjavík

Verð:0 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Hæð Herbergi: 4
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteign.is

Sími: 6900811
fasteign@fasteign.is
http://www.fasteign.is


Eignin var skráð 24 janúar 2020
Síðast breytt 13 febrúar 2020

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store