RE/MAX Senter Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík 4144700 - remax.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir

Bogabraut 962, 262 Reykjanesbær 28.100.000 kr.

95,5 m², fjölbýlishús, 3 herbergi

RE/MAX Senter fasteignasala kynna: Björt, rúmgóð og vel skipulögð þriggja herbergja 92,2 fm íbúð á annarri hæð (nr. 201) við Bogabraut 962A, 262 Reykjanesbæ. Íbúðin er mikið endurnýjuð og afhendist fullbúinn með gólfefnum. Eigninni fylgir 3,3 fm geymsla (0110). Samtals stærð er 95,5 fm.

Harðparket á gólfum og innihurðir frá Parka, flísar á baðherbergi frá Álfaborg. Fataskápar eru í báðum herbergjum frá Parka. Eldhúsinnrétting frá Parka með innbyggðri Electrolux uppþvottarvél og ísskáp ásamt blástursofni og keramik helluborði. Innbyggð vifta er fyrir ofan helluborð frá Parka. Baðherbergi er með innréttingu, vaskaskáp með skúffu og speglaskáp með led lýsingu að neðan með snertikveikingu frá Parka. Öll hreinlætistæki eru frá Byko. 

Nánari lýsing íbúðar 201:
Forstofa með parketi á gólfi.
Eldhús með parketi á gólfi og hvítri eldhús innréttingu með helluborði, ofni og viftu ásamt innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. 
Stofa / sjónvarpshol með parketi á gólfi. Útgengt þaðan á svalir.
Svefnherbergin tvö eru með parketi á gólfum, fataskápar í báðum herbergjum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Hvít innrétting og sturta

Þvottaaðstaða er á hverri hæð og er sameiginleg fyrir allar íbúðirnar á hæðinni, þar er epoxylakk á gólfi.
Sér geymsla er í sameign.

Sameign er mjög snyrtileg, á gólfum er vínil dúkur og teppi.

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is

Birtar myndir eru af íbúðum á efstu eða neðstu hæð.

Sjá nánar inn á eftifarandi link:  http://bogabraut.is

Skilalýsing
Ásbrú íbúðir ehf. er lóðarhafi og seljandi verkefnisins.

Hönnun
OMR verkfræðistofa ehf: Aðaluppdrættir og lagnir
Efla hf. Raflagnahönnun 

Húsið
Húsið var byggt af Varnarliðinu 1970. Útveggir eru steyptir ásamt botn og milli plötum, þak er byggt upp á kraftsperrum sem eru þéttklæddar með timbri síðan þakpappi og lituð stál klæðning. Gluggar eru timbur og vori endurnýjaðir á tíma Varnarliðsins 2002-2006.
 
Frágangur íbúða
Íbúðirnar voru byggðar árið 1970 og farið var eftir gildand reglugerð á þeim tíma. Ekkert var átt við burðarvirki hússins. Á uppgerðar tíma voru sendar inn breytingar á aðaluppdráttum og lagnateikningum
og þær samþykktar af byggingarfulltrúa. Íbúðum er skilað fullbúnum með gólfefnum. Harðparket á gólfum frá Parka, flísar á baðherbergi eru frá Álfaborg. Innhurðar eru frá Parka. Fataskápar eru í báðum herbergjum frá Parka. Ofnakerfi hússins er tengt sameiginlegu forhitarakerfi tengt í tækniherbergi 1.hæð, ofnar eru voryl ofnar eru nýjir frá Ofnasmiðju Suðurnesja (Byko). Led ljóskúplar eru í alrými og herbergjum frá Philips. Dyrasímakerfi er í öllum íbúðum, ljósleiðari er dreginn frá tækniherbergi 1.hæð í allar íbúðir (smáspennuskáp í andyri) Greinatafla er í andyri hverrar íbúðar en aðaltafla hússins og mælatafla fyrir hverja íbúð er í
tækniherbergi 1.hæð. Veggir eru allir byggðir upp á tvöföldu gifsi beggja vegna en OSB plötur eru undir þar sem eru innréttingar og ofnar, sandspartlaðir og málaðir, loft eru klædd með gifsi sandspartlað og málað.
 
Eldhús
Innréttingar eru sér smíðaðar og eru frá Parka, innbyggð uppþvottarvél og innbyggður ísskápur fylgja með og eru Electrolux frá Húsasmiðjunni. Blástursofn og keramik helluborð eru einnig Electrolux frá
Húsasmiðjunni. Innbyggð vifta er fyrir ofan helluborð og kemur frá Parka. Hreinlætistæki eru frá Byko.

Baðherbergi
Innréttingar, vakaskápur með skúffu og speglaskápur með led lýsingu að neðan með snerti kveikingu frá Parka. Öll hreinlætistæki eru frá Byko. Flísar eru á gólfum og hluta af veggjum. Vélrænt útsog með
stýringu í tækniherbergi.
 
Sameignin
Stigar og stigapallar á 2 og 3 hæð eru teppalagðir, þvottarhús og andyri 1 hæð eru dúkflísar. Epoxy lakk er á geymslugólfi og þvottarhúsi 1.hæð. Vélrænt útsog af þvottarhúsi. Hurðar í íbúðir geymslur,
þvottarhús og stigapalla eru EI30 og eru frá Parka..
 
Húsið að utan
Þak og þakkantur er yfirfarið grunnað og málað með cox gráum lit. Gluggar eru timburgluggar og málaðir í hvítum lit. Veggir eru álklæddir með báru áli og sléttu áli á svölum, ál undikerfi með 75mm harðpressaðari steinull þar fyrir innan er 50mm einangrun og STO múrkerfi. Svalir eru forsteyptar frá Loftorku Borgarnesi.
 
Frágangur lóðar
Malbikað bílaplan með led lýsingu, steyptar gangstéttar að inngöngum hússins, aðrir hlutar lóðar er gras. Ruslatunnuskýli er við enda bílaplans.
 
Framkvæmdin
Niðurrif
Allt létt byggingarefni var rifið úr húsinu ásamt lagnakerfi og raflögnum, steyptir útveggir voru steinslípaðir, timbur í þakvirki var þurrís blásið. Frárennslis kerfi var rifið að botplötu, undir plötu var það
myndað og hreinsað. Allar þéttingar við glugga voru teknar í burtu og endurnýjaðar.
 
Ath! Seljandi hefur aldrei haft starfsemi eða afnot af eigninni nema vegna þeirra framkvæmda sem seljandi hefur látið framkvæma og getið er um í söluyfirliti. Seljandi þekkir eignina því ekki umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum. Rík áhersla er því lögð á kaupanda að gæta sérstakrar áverkni við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi allar nauðsynlegar upplýsingar og aðgang til þess.
Kaupanda er kunnugt um að eignin var upphaflega byggð fyrir starfsmenn ameríska varnarliðsins á svæðinu og amk. að hluta til skv. amerískum stöðlum. Fasteignin er á svæði sem áður tilheyrði varnarliðinu og var fasteignum á svæðinu komið í borgaraleg not í kjölfar þess að lög nr. 176/2006 um ráðstafanir í kjöflar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli tóku gildi.
Seljandi hefur upplýst kaupanda um það að svæðið hefur ekki verið deiliskipulagt og gætu lóðarmörk því færst lítillega til.

Nánari upplýsingar veita Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli i sima 661-6056 / gulli@remax.is löggiltur fasteignasali og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001 / gunnar@remax.is og Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 arg@remax.is

Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0.5% - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 59.900.-
 

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat27.750.000 kr.
 • Fasteignamat25.500.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð26. mar. 2020
 • Flettingar52
 • Skoðendur43
 • 95,5 m²
 • Byggt 1970
 • 3 herbergi
 • 1 baðherbergi
 • 2 svefnherbergi
 • Sameiginl. inngangur
 • Þvottahús

Lánareiknir: 28.100.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 22.480.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 5.620.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Bogabraut, 262 Reykjanesbær

Verð:28.100.000 kr. Stærð: 95.5 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

RE/MAX Senter

Sími: 4144700
senter@remax.is
remax.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir

Eignin var skráð 26 mars 2020
Síðast breytt 26 mars 2020

Senda á vin eignina Bogabraut, 262 Reykjanesbær

Verð:0 kr. Stærð: 95.5 m² Tegund:Fjölbýlishús Herbergi: 3
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

RE/MAX Senter

Sími: 4144700
senter@remax.is
http://remax.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir

Eignin var skráð 26 mars 2020
Síðast breytt 26 mars 2020

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store