











































Ljósamýri 1, 210 Garðabær 107.900.000 kr.
219,3 m², einbýlishús, 7 herbergi
Skv. fasteignayfirliti Þjóðskrár Íslands skiptist eignin í 175 fm. íbúð og 44,3 fm. bílskúr. Byggingarefni hússins er timbur.
Húsið skipar: forstofu, snyrtingu, þvottahús, búr/lítið herbergi, sjónvarpshol, eldhús, stofu og borðstofu á neðri hæð, þrjú svefnherbergi og baðherbergi á efri hæð.
Nánari lýsing á eigninni:
Neðri hæð: Stór og góð innkeyrsla leiðir að húsinu sem er upphituð. Gengið er inn í flísalagða forstofu með fataskápum og innaf henni er flísalögð snyrting með glugga og rúmgott flísalagt þvottahús. Útgangshurð er úr þvottahúsi út á góða verönd. Úr forstofu er gengið inn í rúmgott alrými sem í dag er notað sem sjóvarpsaðstaða. Búr eða fataherbergi er innaf sjónvarpsaðstöðu. Þaðan er gengið inn í rúmgóða stofu og borðstofu sem eru samtengdar. Úr stofu er gengið út á stóra suður verönd og fallegan garð. Eldhúsið er rúmgott með hvíta innrétting U laga með tveimur gluggum, góðum borðkrók og skápaplássi. Parket er á gólfi alrýmis, stofu, borðstofu og eldhúss.
Efri hæð: Úr alrými er gengið upp fallegan stiga upp á efri hæð. Efri hæð er parketlögð að frátöldu baðherberginu sem er dúkaalagt. Á efri hæð er gangur sem leiðir inn í þrjú herbergi ásamt baðherbergi. Hjónaherbergi er mjög rúmgott með mikilli lofthæð þaðan sem gengið er út á suðursvalir. Á teikningu er gert ráð fyrir tveimur herbergjum þar sem nú er hjónaherbergi. Tvö góð barnaherbergi eru á hæðinni og er fataherbergi innaf öðru þeirra. Baðherbergið er fallegt og rúmgott og með bæði baðkari, sturtu. Yfir hluta efri hæðar er háaloft.
Garðurinn: Garðurinn er í góðri rækt. Í bílskúr er rafmagn, heitt/kalt vatn og er hann upphitaður. Búið er að setja upp hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.
Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931- ohb@miklaborg.is

- Brunabótamat65.200.000 kr.
- Fasteignamat82.100.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð21. feb. 2021
- Flettingar5010
- Skoðendur3959
- 219,3 m²
- Byggt 1983
- 7 herbergi
- 2 baðherbergi
- 5 svefnherbergi
- Sérinngangur
- Bílskúr


































