RE/MAX Senter Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík 4144700 - remax.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Jóhanna K. Gustavsdóttir

Klausturhvammur 2, 220 Hafnarfjörður 86.900.000 kr.

213,9 m², raðhús, 7 herbergi

***EIGNIN ER SELD EN Í FJÁRMÖGNUN***

MIkill áhugi var fyrir eigninni og er ég því með kaupendur af svipaðri eign í Hafnarfirði
Endilega sendið á mig tölvupóst ef þið eruð í söluhugleyðingum - smellið HÉR 
RE/MAX og Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteignasali kynna:
Sérlega fallegt 7 herbergja endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr en þó ekki innangengnum úr húsi. 
Eignin er mikið endurnýjuð að innan 2016-2020 og viðarverönd uppgerð 2020. Hue lýsing er í flestum rýmum neðri hæðar.
Tvö baðherbergi endurnýjuð - allar innihurðar neðri hæðar endurnýjaðar. Hurðar eru frá Birgisson og fylgja nýjar hurðar einnig með fyrir efri hæð hússins.
Neðri hæð var parketlögð og hiti settur að hluta til í gólf 2020 og fylgir eins parket með í kaupunum fyrir efri hæð hússins og stigann.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 213,9 fm og þar af er bílskúrinn 29,8 fm. Garðskáli er ekki inni í fermetrum og er hann ca 17 fm.
Einstaklega góð fjölskyldu eign sem er vel staðsett í Hvammahverfi Hafnarfjarðar.
 
Bókið skoðun hjá Þórdísi í síma 862-1914 eða á netfangið thordis@remax.is
 
 • SMELLTU HÉR og skoðaðu þessa eign í 3-D
  3D - OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR
  3D myndataka er nýjung á Íslandi og fylgir öllum eignum sem koma í söluferli hjá mér.
  Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í tölvu, síma eða snjalltæki, ferðast auðveldlega á milli herbergja með því að nota músina, örvatakkana á lyklaborðinu eða fingur og kynnt þér rýmið betur.
  EKKI þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D.Ef þú lendir í vandræðum, ekki hika við að vera í sambandi

Eignin er á tveimur hæðum og eru 5 svefnherbergi, 2 baðherbergi, borðstofa, stofa, sólstofa, eldhús, þvottahús, bílskúr og tvær geymslur. Önnur geymslan er stúkuð af í bílskúr en hin er undir súð efri hæðar.
Viðarverönd er norðvestan megin við húsið og er þar heitur pottur og niðurfellt trampólín.
Nánari lýsing neðri hæðar:
Komið er inn í forstofu og er þar opið inn í miðrými neðri hæðar með parketi á gólfi.
Hjónaherbergið er á neðri hæð og er það nokkuð rúmgott með fataherbergi og parketi á gólfi. Baðherbergið er allt nýuppgert 2019 og er góð innrétting undir vaski, góð sturta, upphengt salerni, baðkar, handklæðaofn og góð lýsing við spegil. Opnanlegur gluggi er á baðherbergi.  Borðstofan er á milli stofu og eldhúss og er rúmgóð með parketi á gólfi. Innaf borðstofunni er björt rúmgóð stofa með fallegum arni og parketi á gólfi.
Sólskáli (ca 17 fm og ekki inni í fermetrum eignar) er að mestu endurnýjaður. Það er í framkvæmd eins og er að klára endurnýjun glugga og hurða, sem og að flísaleggja kannt neðst við glugga. Eignin skilast með sólskálann fullkláraðann. Útgengt er á skjólsæla steypta verönd úr sólskálanum. Eldhúsið var allt endurnýjað 2016 ásamt þvottahúsi af fyrri eigendum. Eikar innrétting er að mestu utan þess að einn skápur er hvítur og fylgir með "skápa-frontur" á uppþvottavél. Góður búrskápur er í eldhúsinu og ná skápar upp í loft. Dökk borðplata er bæði á innréttingu og háborði við gluggann. Ásamt hefðbundnum tækjum fylgir einnig ofn sem er líka örbylgjuofn.
Þvottahúsið er innaf eldhúsinu og er eikar innrétting með góðu rými fyrir bæði þvottavél og þurrkara í hleðsluhæð. Vaskur er í innréttingu og er dúkur á gólfi. Útgengt er úr þvottahúsi á viðarverönd sem var öll uppgerð 2020.
Heitur pottur er í veröndinni, niðurfellt trampólín og er verið að ganga frá grillskýli/geymslu. 
Nánari lýsing efri hæðar:
Á efri hæðinni eru fjögur svefnherbergi en eitt af þeim hefur verið opnað og notað sem leik / sjónvarpshol. Þar er útgengt á svalir sem snúa til suð-austurs. Öll herbergin eru í góðri stærð og er parket á gólfi sem eigendur lögðu 2018. Eins parket og er á neðri hæð hússins mun fylgja með einnig nýjar hvítar hurðar fyrir þrjú herbergin og baðherbergi efri hæðar frá Birgisson.
Baðherbergi efri hæðar var endurnýjað 2020 og er flísalagt í hólf og gólf. Á baðherbergi er sturta, upphengt salerni, handklæðaofn og innrétting undir handlaug. Spegill fylgir með en er ekki búið að festa.
Undir súð gengt baðherbergi er stór geymsla.
Gólfhiti var settur í sólstofu, forstofu og hluta af stofunni 2020
Bílskúrinn er 29,8 fm og er núna nýttur sem stúdío og er því parketlagður en niðurföll eru öll eins sbr. teikningar. Útgengt er úr bílskúr á viðarverönd hússins norðvestan megin. Gott geymslurými er í bílskúrnum. Snjóbræðsla er í innkeyrslu og er stýringin í bílskúrnum.
Innkeyrslan er steypt og stimpluð og er gott rými fyrir allt að fjóra bíla. Tengi er fyrir útiljós í beði fyrir utan húsið.
Stutt er í bæði í grunn- og leikskóla sem eru í göngufæri.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Þórdís Davíðsdóttir löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 eða á thordis@remax.is
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Ertu í fasteignahugleiðingum?
Ég hef starfað við sölu á fasteignum frá 2011og legg ég áherslu á vönduð vinnubrögð og góð samskipti við seljendur og kaupendur.
Þú færð frítt sölumat hjá mér og án skuldbindingar.
Hafðu samband í dag í síma: 862-1914 eða á netfangið thordis@remax.is
 
Heimasíða RE/MAX
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900 kr. m.vsk
 
 
 
 
 


 

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat73.400.000 kr.
 • Fasteignamat70.800.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð17. nóv. 2020
 • Flettingar4871
 • Skoðendur3747
 • 213,9 m²
 • Byggt 1982
 • 7 herbergi
 • 2 baðherbergi
 • 5 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Útsýni
 • Þvottahús

Lánareiknir: 86.900.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 69.520.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 17.380.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Klausturhvammur, 220 Hafnarfjörður

Verð:86.900.000 kr. Stærð: 213.9 m² Tegund:Raðhús Herbergi: 7
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

RE/MAX Senter

Sími: 4144700
senter@remax.is
remax.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Jóhanna K. Gustavsdóttir

Eignin var skráð 17 nóvember 2020
Síðast breytt 23 nóvember 2020

Senda á vin eignina Klausturhvammur, 220 Hafnarfjörður

Verð:0 kr. Stærð: 213.9 m² Tegund:Raðhús Herbergi: 7
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

RE/MAX Senter

Sími: 4144700
senter@remax.is
http://remax.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Jóhanna K. Gustavsdóttir

Eignin var skráð 17 nóvember 2020
Síðast breytt 23 nóvember 2020

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store