





















Háholt 10, 220 Hafnarfjörður 35.900.000 kr.
66,1 m², fjölbýlishús, 2 herbergi
***Mikill áhugi var á þessi eign***
Trausti fasteignasala kynnir:
Virkilega rúmgóð og björt 2ja herbergja íbúð á 2. hæð við Háholt 10, 220 Hafnarfirði.
Eignin skiptist í bjarta stofu, snyrtilegt eldhús, mjög rúmgott svefnherbergi, sérþvottahús og snyrtilegt baðherbergi. Sérgeymsla í kjallara.
Um er að ræða fallega útsýnisíbúð en suðursvalir eignarinnar veita frábært útsýni!
*** Vegna fjöldatakmarkana biðjum við alla að bóka skoðun í síma 898-0255. Biðjum líka alla að virða 2ja metra regluna og sýna tillitssemi og að auki mæta með grímu ***
Nánari lýsing:
Gengið er inn í rúmgott, flísalagt anddyri.
Innaf anddyri er gott þvottahús.
Stofa er rúmgóð, parketlögð og með góðum gluggum sem veita fallegt útsýni. Úr stofu er útgengt á mjög góðar suðursvalir.
Mjög rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi og góðum skáp.
Eldhús er með snyrtilegri innréttingu, rúmgott og með góðu vinnuplássi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með fallegri innréttingu, baðkari og upphengdu salerni. Gólfhiti á baðherbergi.
Sérgeymsla er í kjallara ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Nýtt parket sett á íbúðina árið 2017.
Skipt um ofn, helluborð og gufugleypi í eldhúsi árið 2017.
Í janúar 2020 var skipt um borðplötu í eldhúsi, blöndunartæki og flísar á vegg.
Um er að ræða einkar fallega 2ja herbergja íbúð á þessum vinsæla stað í Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar veitir Garðar B. Sigurjónsson, löggiltur fasteignasali, í síma 898-0255 eða á gardarbs@trausti.is
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

- Brunabótamat22.150.000 kr.
- Fasteignamat29.150.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð26. nóv. 2020
- Flettingar2369
- Skoðendur2117
- 66,1 m²
- Byggt 1994
- 2 herbergi
- 1 baðherbergi
- 1 svefnherbergi
- Sameiginl. inngangur
- Þvottahús

















