






































Snæland Fossvogi 4 (202), 108 Reykjavík 59.500.000 kr.
115,2 m², fjölbýlishús, 5 herbergi
Húsið: er byggt árið 1973 og teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið er staðsteypt, með 4ra íbúða stigahúsi. Íbúðunum fylgir snyrting, stórt herbergi á jarðhæð sem er séreign, sameiginlegt þurrkherbergi er sturta og hjólageymsla sem er mjög snyrtileg og gott aðgengi út.
Íbúðin: Íbúðin er mjög falleg, björt og rúmgóð. Hálf opið eldhús út í hol. Eldhúsið með ljósri innréttingu sitthvoru megin við umferðarýmið. Góð vinnuaðstaða í eldhúsi. Eldhúsið er með góðum borðkrók við gluggann. Þvottahúsið sem er innréttað með hvítri innréttingu er innaf eldhúsi. Í þvottahúsi er góður gluggi og góð vinnuaðstaða.
Stofur eru glæsilegar, bjartar, rúmgóðar og með útgengt út á stórar suður svalir. Baðherbergið er flísalagt með ljósum flísum. Á baði er góð snyrtiaðstaða sturta og skápur undir handlaug með spegli fyrir ofan handlaug. Svefnherbergin eru 3, rúmgott hjónaherbergi og tvö barnaherbergi. Íbúðinni fylgir herbergi á jarðhæð, ásamt snyrtingu sem er sameiginleg með tveimur íbúðum. Einnig fylgir geymsla á jarðhæð. Í sameign er síðan hjólageymsla ásamt þurrkherbergi en í því er aðstaða fyrir sturtu. Um er að ræða mjög fallega 4ra herbergja íbúð á besta stað í borginni, með möguleika á útleigu herbergi á jarðhæð.
Húsfélag: Í húsinu er starfrækt virkt húsfélag. Mánaðargjaldið er kr 10.000- fyrir allan almennan rekstur húsfélagsins. Vegna framkvæmda utanhúss var tekinn yfirdráttur sem er verið að greiða niður með þessu 25.000- kr gjaldinu frá hverjum eiganda. Fyrirhugað er að drena undir suðurhlið hússins að hluta ásamt beðahreinsun á lóð, einnig ástandskoða og hreinsa rennur.
Hverfið: Einstaklega vinsælt hverfi þar sem öll aðstaða er orðin mótuð og gróin. Hverfið er gróðursælt íbúðarhverfi og þykir nokkuð miðsvæðis í dag. Mjög góða aðstaða fyrir göngufólk og hjólareiðafólk eftir dalnum. Góð aðstaða fyrir barnafólk, vistvænn grunnskóli ásamt leikskóla sem einnig rekin með umhverfis sjónarmið í huga. Staðsetning góð, stutt í allar áttir.
Allar nánari upplýsingar um eignina veita Jórunn löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is,

- Brunabótamat41.650.000 kr.
- Fasteignamat47.450.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð20. feb. 2021
- Flettingar1018
- Skoðendur900
- 115,2 m²
- Byggt 1973
- 5 herbergi
- 1 baðherbergi
- 4 svefnherbergi
- Sameiginl. inngangur

Jórunn Skúladóttir Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala
Miklaborg fasteignasala
Lágmúli 4, 108 Reykjavík
jorunn@miklaborg.is
845-8958





























