VB Eignir Malarhöfði 2. Efri hæð. 110 Reykjavík 8228183 - www.vbeignir.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Vilhjálmur Bjarnason

Álhella 7, 221 Hafnarfjörður 79.900.000 kr.

351,9 m², atvinnuhúsnæði, 2 herbergi

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali kynnir: 

Álhella 7, Hafnarfirði. Um er að ræða 351.9 fm vesturendann í þessu fallega iðnaðarhúsnæði og skiptist eignin í 264.7 fm gólfflöt með skrifstofurými og tveimur innkeyrsluhurðum og 87.2 fm milliloft. Það sem verið er að selja á þessu fastanúmeri eru þrjú bilin lengst til vinstri þegar horft er framan á húsið innkeyrsluhurðamegin.
Húsið er uppkomið og nánast tilbúið til afhendingar og notkunar. Bil þetta er með matshlutanúmer 0101. Eignin er þrjú iðnaðarbil af húsinu og er skráð samtals um 351.9 fm sem skiptist í 264.7 fm gólfflöt ásamt 87.2 fm skrifstofurýmum eða geymslulofti í endabilinu. 
Af þessum þremur bilum sem verið er að bjóða hér sem eina eign er fyrsta bilið endabilið í norðvestur og er það bil með einni gönguhurð að framanverðu. Skilast þetta bil með afstúkaðri stórri skrifstofu, geymslu, kaffistofu og ræstiherbergi sem skilast fullmálað og tilbúin en án gólfefna, í þessu bili er einnig flott millilofti með mikilli lofthæð og gluggum sem mætti nota á margan hátt. Opið er á milli bilanna en hin bilin eru með tveimur innkeyrsluhurðum og tveimur gönguhurðum að framanverðu og að auki einni gönguhurð að aftanverðu. Eldvarnarveggur er svo yfir í næsta bil. Eigninni fylgir hlutdeild í matshluta 01 og leigulóðinni samkvæmt hlutfallstölum í eignaskiptayfirlýsingu. Búið er að steypa gólfplötuna og pússa hana ásamt því að kominn er gólfhitalögn í alla plötuna og hiti í gólfum skilast fulltengdur ásamt rafmagstöflu en engum öðrum raflögnum eða ljósum. Sérhiti og sérrafmagn.

Húsið og lóðin skilast fullbúin að utan frá seljanda með öllum hurðum og gluggum og með olíumöl á plani og sérafnotareitum út frá hurðum ásamt bílastæðum fyrir hverja einingu og sameiginlegu umgengnissvæði allra sem verið er að setja reglur um varðandi umgengni til að halda lóðinni sem snyrtilegastri til framtíðar. Að innan skilast innkeyrslubilin hrá en þó með brunaveggjum á milli notaeininga. 49 bílastæði eru á lóðinni en bakvið húsið eru tvö sérbílastæði fyrir þennan eignarhluta. 
Húsnæðið er á nýju svæði þar sem Geymslusvæðið hefur verið undanfarin ár en svæðið er nánast beint á móti Álverinu í Straumsvík. Þar er að byggjast upp nýtt iðnaðarsvæði og má meðal annars nefna að stórverktakafyrirtækið Munch er komið á svæðið. Einnig er Vélrás, véla og bifreiðaverkstæði, á svæðinu. Norðnorðvestur, NNW, sem er þjónustufyrirtæki við kvikmyndagerð hefur verið lengi á svæðinu og er komið í hinn endann á þessu húsi sem verið er að selja hluta af hér og fleiri öflug fyrirtæki eru á leiðinni á svæðið. Húsið sjálft er skráð um 1.040 fm að stærð og er um 15 X 57 metrar að grunnfleti sem gerir um 866 fm ásamt tveimur um 87 fm milliloftum í sitt hvoru endabilinu. Húsið skiptist í fimm bil sem eru misstór en tvö endabilin eru með millilofti. Mænishæð er um 7 m. Vegghæðin er um 6 m. Keyrsluhurðarnar eru um 4.6 m á hæð og 3,8 m á breidd. Mögulegt er að setja milliloft í öll bilin. 
Þess má geta að framtíðarinnkeyrsla inn á þetta iðnaðarsvæði verður frá undirgöngunum þar sem eru við innkeyrsluna inn til Álversins og verið er að laga til á svæðinu og búa til nýjar götur sem verður byrjað að malbika í sumar. 

Varðandi nánari lýsingu á eigninni og lóðinni þá vísast í þinglýsta eignaskipayfirlýsingu frá 5. nóvember 2018 sem Axel Rudolfsson verkfræðingur, kt 220663-3969, vann.
Byggingarréttur á heildarlóðinni er allur áfram í eigu Norðnorðvestur ehf.
Mögulegt er að fá bil þetta leigt í langtímaleigu fyrir góðan aðila.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru m.a. fengnar með sjónskoðun fasteignasala eignarinnar, sóttar í opinberar skrár, samkvæmt upplýsingum frá eiganda eignarinnar og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi skal veita fasteignasala og tilboðsgjöfum upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, t.d. vatns og raflagnir, dren, skólp og þak. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. VB Eignir fasteignasala bendir væntanlegum tilboðsgjöfum á að kynna sér vel ástand eigna með  skoðun á eigninni fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þeir telji þörf á því. 


Ég hef öll mín ár frá 1992 sem fasteignasali hjálpað fólki og fjölskyldum að selja heimili sitt og finna réttu eignina fyrir sig og sína.
Í þessu felst meðal annars að ef ég hef ekki réttu eignina til sölu sjálfur að leita með ykkur á öðrum fasteignasölum, aðstoða við að komast í gegnum greiðslumat og lánafyrirgreiðslu því tengdu ásamt því að ráðleggja og hjálpa með tilboðsgerð og annað sem viðkemur kaupum á nýju heimili. Margir eru að hugsa um að endurfjármagna úr óhagstæðum bankalánum yfir í hagstæðari lífeyrissjóðslán þessa dagana og hjálpa ég fólki að athuga hvort það borgar sig og þá hvar best er að taka ný lán.
Ég liðsinni þér alla leið hvort sem þú ert að kaupa eða selja, endurfjármagna, vantar ráðgjöf eða annað sem viðkemur lánamálum og eða fasteignaviðskiptum.
Bendi ég öllum á að betra er að taka lífeyrissjósðlán en bankalán vegna kaupa á nýju heimili eða vegna endurfjármögnunar.
Allir eiga rétt á láni í nánast öllum þeim lífeyrissjóðum sem þeir hafa borgað í frá því þeir byrjuðu að vinna og svo er að velja þann sjóð sem er með lægstu vextina og eða hæsta lánshlutfallið eftir því sem hentar hverjum og einum. Ef þið þurfið meiri lán en þau 60 til 75 % sem lífeyrissjóðirnir eru að bjóða þá er hægt að taka allt upp í 90 % lán fyrir fyrstu kaupendur með því að taka lán frá Framtíðinni lánasjóð á eftir lífeyrissjóðsláninu. Þeir sem hafa keypt íbúð áður geta fengið upp í 85 % lán á eftir lífeyrissjóðslánunum.
Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem stjórnarmaður, formaður og varaformaður í sjálfboðavinnu innan Hagsmunasamtaka heimilanna og hef þar og annars staðar "eftirnafnið" Ekki fjárfestir. 

Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali.
VB Eignir  Heilshugar um þinn hag. Sími 822-8183

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
  • Brunabótamat0 kr.
  • Fasteignamat25.650.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð28. feb. 2021
  • Flettingar292
  • Skoðendur261
  • 351,9 m²
  • Byggt 2018
  • 2 herbergi

Vilhjálmur Bjarnason Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala

VB Eignir
Malarhöfði 2. Efri hæð. 110 Reykjavík
villi@vbeignir.is
822-8183


Lánareiknir: 79.900.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 63.920.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 15.980.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Álhella, 221 Hafnarfjörður

Verð:79.900.000 kr. Stærð: 351.9 m² Tegund:Atvinnuhúsnæði Herbergi: 2
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

VB Eignir

Sími: 8228183
villi@vbeignir.is
www.vbeignir.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Vilhjálmur Bjarnason

Eignin var skráð 28 febrúar 2021
Síðast breytt 28 febrúar 2021

Senda á vin eignina Álhella, 221 Hafnarfjörður

Verð:0 kr. Stærð: 351.9 m² Tegund:Atvinnuhúsnæði Herbergi: 2
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

VB Eignir

Sími: 8228183
villi@vbeignir.is
http://www.vbeignir.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Vilhjálmur Bjarnason

Eignin var skráð 28 febrúar 2021
Síðast breytt 28 febrúar 2021

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store