Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Steindór Guðmundsson






















Kistuholt 19, 806 Selfoss 62.900.000 kr.
246,5 m², einbýlishús, 4 herbergi
LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900
Kistuholt 19, Reykholti, Bláskógabyggð.Um er að ræða 246,5 fm einbýlishús en þar af er bílskúr 84 fm. Húsið var byggt árið 2014 úr timbri og klætt að utan með lituðu járni og litað járn er á þaki. Vindskeiðar eru úr áli Gluggar og hurðir eru úr pvc. Eftir er að kæða undir vindskeiðar og flasningar vantar á þak. Að innan er húsið þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi, stofa, hol, eldhús, baðherbergi, forstofusnyrting, forstofa og þvottahús en að auki er eitt baðherbergi í bílskúrnum. Harðparket er á gólfum öðrum en á baði en þar eru flísar. Í eldhúsinu er svört innrétting sem er þannig að hægt er að hækka og lækka borðin. Á baðinu er hvít innrétting, handklæðaofn og upphengt wc auk sturtu. Veggur öðru megin á baðinu er flísalagður upp í loft. Forstofusnyrtingin er með vaski og upphengdu wc. Í þvottahúsinu er hvít innrétting og innangengt er úr því í bílskúrinn. Forhitari er fyrir neysluvatn, hitaveitu og hitalögn í bílaplani. Þröskuldar eru niðurfellanlegir. Hurðir eru yfirfelldar. Innfelld halogen lysing er í öllum rýmum. Húsið er allt fullaðgengilegt þ.e. rampur frá bílastæði að húsi, fullbreidd á öllum innihurðum.
Bílskúr:
Bílskúrinn er 84,0 fm að stærð og álflekahurð með rafmagnsopnara er fyrir skúrnum. Geymsla er í enda bílskúrsins og er hún dúklögð en þar er stór skápur. Baðherbergi er í bílskúrnum og þar er dúkur á gólfi, upphengt wc, handklæðaofn og sturta. Útgengt er á verönd úr baðherberginu.
Lóð:
Lóðin er skráð hjá Þjóðskrá 1.065 fm að stærð Lóðin er gróin. Framanvið húsið er hellulögð innkeyrsla og stéttar að útidyrum. Hitalagnir eru undir stéttinni. Hellulögð verönd er einnig á baklóð en meðfram húsinu og á baklóð er einnig timburverönd sem liggur að hellulögðu veröndinni. Skjólveggur er við hellulögðu veröndina. Heitur pottur er á veröndinni
Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Sigurður Sigurðsson, löggiltur fasteignasali í síma 690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 862 1996, steindor@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasala - Skjalavinnsla í síma 845-9900, halli@log.is

- Brunabótamat0 kr.
- Fasteignamat46.950.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð 2. mar. 2021
- Flettingar1070
- Skoðendur960
- 246,5 m²
- Byggt 2014
- 4 herbergi
- 3 svefnherbergi
- Bílskúr




















