Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson
Vista
svg

5020

svg

4303  Skoðendur

svg

Skráð  10. mar. 2024

lóð

Gauksmýri Húnaþingi vestra

531 Hvammstangi

Tilboð

Fasteignanúmer

F2134267

Fasteignamat

592.000 kr.

Brunabótamat

249.370.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
1720,7 m²
svg
0 herb.
svg
Aukaíbúð

Lýsing


Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðina Gauksmýri fasteignanúmer 2134267 landeignarnúmer 144465, Gauksmýri lóð fasteignanúmer 2134274 landeignarnúmer 196225, Gauksmýri lóð fasteignanúmer 2251105 landeignanúmer 196225, Gauksmýri lóð fasteignanúmer 2243091 landeignarnúmer 188745, Gauksmýri lóð fasteignanúmer 2252762 landeignarnúmer 189439, Gauksmýri/S fasteignanúmer 2134269 landeignarnúmer 179633, Syðri- Gauksmýri fasteignanúmer 2134521 landeignanúmer 144499 í Húnaþingi Vestra póstnúmer 531 Hvammstanga.
Um er að ræða jarðirnar Gauksmýri og Syðri-Gauksmýri í Húnaþingi vestra, auk mannvirkja og búnaðar sem er í eigu seljanda. Jarðirnar eru við þjóðveg númer 1 í Línakradal
og eru um 650 hektarar að stærð. Þar af ræktað land tæpir 80 hektarar. Hluti túnanna hefur verið slegin. Jörðin er að stórum hluta afgirt en þó ekki fjalllendi að öllu leyti. Á jörðinni hefur verið stunduð skógrækt í gegn um samning við Norðurlandsskóga. Plantað hefur verið í um 70 hektara og skjólbelti um 2,5 kílómetra. Einnig hefur verið tekið þátt í endurheimt votlendis og í tengslum við það hefur myndast nokkuð stór tjörn sunnan þjóðvegs og þar er nú fjölbeytt fuglalíf. Reiðvöllur er framan við ferðaþjónustuhúsið á jörðinni. Jörðin á 1/4 af veiðirétti í Miðfjarðarvatni, sem býður upp á ýmsa möguleika. Í gegnum jörðina liggur reiðvegur til Hvammstanga og niður í Víðidal.

Húsakostur:
Ferðaþjónustuhús
Ferðaþjónustuhúsið er 779m2 með íbúð í kjallara sem er 103m2. Húið er steinsteypt og úr timbri. Fallegt útsýni er úr húsinu. 
Í húsinu eru 20 herbergi með sér baðherbergjum, fjögur herbergi með sameiginlegu baðherbergi, fjölskylduherbergi fyrir fimm, veitingaslaur fyrir 70-80 manns, eldhús, móttaka, setustofa, skrifstofa, búr, þvottahús, geymslur,  auk íbúðar á neðri hæð sem er 103m2 með sér inngangi.
Húsið hefur verið töluvert endurnýjað. Á gólfum í herbergjum er parket en epoxy á baðherbergjum. Eldhús er þokkalega tækjum búið. Falleg að koma er að húsinu, gróður og hlaðnir steinveggir. Góð setustofa er fyrir framan veitingasalinn.
Reiðskemma, hesthús, hlaða og  hnakkageymsla:
Reiðskemman er 1000m2 og byggð árið 2000. Stálgrindarhús klætt með járni. Þar er auk reiðaðstöðu, aðstaða fyrir veitingasölu, forstofa og snyrtingar. Hesthúsið er um 370m2 og rúmar um 60 hesta. Eldri hluti byggður árið 1961en yngri hluti byggður árið 1976. Helmingur hússins er með steyptum stíum sem þarf nánast ekkert viðhald en hinnn helmingurinn er með stíum úr járni. Undir helmingi hússins er haughús. í hesthúinu er góð jarningaaðstaða og við hesthúið eru nokkur reiðgerði. Járn á þaki hesthússins þarfnast viðhalds að einhverju leiti.
Íbúðarhús:
Húsið er byggt árið 2001 úr timbri. Íbúð og bílskúr er samtals 159m2. Húsið skiptist í hol, stofu, eldhús, baðherbergi, fjögur herbergi og þvottahús. Á gólfum er aðallega parket og flísar.Stór verönd, sólstofa og heiturpottur.
Íbúðarhús:
Húsið er 129m2,  byggt 1951 úr steypu og hlaðið. Húsið hefur verið mikið endurnýjað.

Á jörðunum Gauksmýri og Syðri-Gauksmýri sem yfirleitt er litið á sem eina jörð, var rekin blómleg ferðaþjónusta, hrossarækt og alhliða hestamiðstöð.  Það er ljóst að umrædd jörð, sem er við þjóðveg númer 1 býður upp á fjölbreytta möguleika, aðallega í tegnslum við alhliða ferðaþjónustu þ.m.t. hestamennsku. Mannvirki á jörðinni eru heilt yfir að stórum hluta í þokkalegu ástandi en þó er komið að nokkru viðhaldi.
Tilvísunarnúmer 10-2691
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
tölvupóstfang: 
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is  / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig:  fasteignamidstodin.is / jardir.is fasteignir.is mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Úlfar Freyr Jóhannsson lögmaður og lögg. fasteignasali sími: 550 3000 og 692 6906 ulfar@fasteignamidstodin.is  
           
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600  maria@fasteignamidstodin.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,8% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
30. ágú. 2021
11.669.000 kr.
170.000.000 kr.
2883.1 m²
58.964 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Fasteignamiðstöðin

Fasteignamiðstöðin

Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur