Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 200 Kópavogur 5503000 - www.fasteignamidstodin.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Leopoldsson

Laugarbrekka Hellnum , 356 Snæfellsbær 200.000.000 kr.

365,2 m², lóð, herbergi

Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðina Laugarbrekku Hellnum landnúmer 136291 póstnúmer 356 Snæfellsbæ.
Jörðin Laugarbrekku er talin vera um 110 hektarar gróið óræktað land en um 20,7 hektarar ræktað land. Óskipt land talið vera um 900 hektarar og er hlutur Laugarbrekku í því u.þ.b. 300 hektarar í óskiptu landi.
Áhugaverð jörð í fögru umhverfi. Bæjarstæðið í dag er með því víðsýnasta sem gerist og útsýni yfir allan þjóðgarðinn á Snæfellsnesi. Íbúðarhúsið er bjart og hlýlegt með stórfengu útsýni. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Staðsetning á sólpalli gefur stórkostlegt sjávarútsýni og nýtur sólar fram að sólarlagi að kveldi. Einstök upplifun að fylgjast með fuglalífi, brimi sjávar, finna kraftinn og aðdráttaraflið sem jökullinn sjálfur galdrar fram.
Ágæt véla og verkfæraskemma er stutt frá íbúðarhúsi. Einnig fylgir gamla íbúðarhúsið sem áhugavert væri að endurbyggja. Allur húsakostur samtals 365,2 m2. Bæjarstæðið með því víðsýnasta sem gerist og útsýni yfir allan þjóðgarðinn á Snæfellsnesi. Í Bárðar sögu Snæfellsáss segir svo frá, að Bárður hafi búið að Laugabrekku á meðan hann dvaldi meðal manna.
Hin víðförla Guðríður Þorbjarnardóttir fæddist á Laugarbrekku árið 980 og fluttist árið 1000 til Grænlands með foreldrum sínum. Þar kynntist hún og giftist Þorsteini, syni Eiríks rauðalandnámsmanns í Grænlandi og saman freistuðu þau þess að sigla til Vínlands. Sú för heppnaðist ekki og dó Þorsteinn í þeirri ferð. Komin aftur í Brattahlíð kynntist Guðríður Þorfinni Karlsefni, giftist honum og sigldi með honum til Vínlands. Þar fæddist sonur þeirra Snorri og varð Guðríður þá móðir fyrsta Evrópumannsins sem vitað er til að hafi fæðst á meginlandi Norður-Ameríku.
Göngufæri er til Arnarstapa sem er sögufrægt útgerðarpláss þar sem skáldsagnagyðjan hefur blásið fjörlega frá manna minnum.
Hér er um að ræða sögufræga jörð með stórfenglegu útsýni til sjávar og sveita. Margskonar nýtingarmöguleikar koma til greina eins og ferðaþjónusta, veiði og útivist.
Laugarbrekka hefur mikla sögu og er sannkölluð náttúruperla við sjálfan jökulinn.
sjá t.d. https://www.nat.is/travelguideeng/plofin_laugarbrekka.htm... https://guidetoiceland.is/connect-with-locals/regina/the-historical-laugarbrekka-on-the-snaefellsnes-peninsulahttps://en.wikipedia.org/wiki/Laugarbrekka

Tilvísunarnúmer 10-2439 / 20-1848 / 30-3964

Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími: 550 3000
tölvupóstfang:
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is / leiga@fasteignamidstodin.is
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / jardir.is / fasteignir.is / mbl.is/fasteignir
Eftir lokun skiptiborðs:
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali gsm: 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími: 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is
María Magnúsdóttir lögfræðingur gsm: 899 5600 maria@fasteignamidstodin.isSýna alla lýsingu
Reikna lán
  • Brunabótamat72.950.000 kr.
  • Fasteignamat23.393.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð26. jún. 2021
  • Flettingar2649
  • Skoðendur2390
  • 365,2 m²
  • herbergi

Lánareiknir: 200.000.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 160.000.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 40.000.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Laugarbrekka Hellnum, 356 Snæfellsbær

Verð:200.000.000 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi:
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson

Eignin var skráð 26 júní 2021
Síðast breytt 25 ágúst 2021

Senda á vin eignina Laugarbrekka Hellnum, 356 Snæfellsbær

Verð:0 kr. Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi:
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignamiðstöðin

Sími: 5503000
fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
http://www.fasteignamidstodin.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Leopoldsson

Eignin var skráð 26 júní 2021
Síðast breytt 25 ágúst 2021

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store