LANDMARK fasteignamiðlun Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur 5124900 - www.landmark.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Rúnar Samúelsson
Andri Sigurðsson
Þórey Ólafsdóttir
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Eggert Maríuson
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Þórarinn Thorarensen
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson

HrímnishöllBjarmaland og Brekkukot 0, 561 Varmahlíð Tilboð

1080 m², lóð, 0 herbergi

LANDMARK fasteignamiðlun ehf. og Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali (s: 690 3111 / andri@landmark.is) og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna í einkasölu: TIL SÖLU! HRÍMNISHÖLL - BJARMALAND OG BREKKUKOT, 561 VARMAHLÍÐ - MANNVIRKI OG LAND HROSSARÆKTARBÚSINS Á VARMALÆK ÁSAMT HROSSARÆKT - MIKIL TÆKIFÆRI FYRIR RÉTTA AÐILANN.

Um er að ræða glæsilega 1.080 fm reiðhöll sem var byggð árið 2008 ásamt allt að 700 ha landi til viðbótar sem tengist Bjarmalandi. Húsið er byggt úr forsteyptum einingum með límtrésbitum í þaki. Skv Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 1.080 fm og skiptist þannig, reiðhöll 588 fm, hesthús 425,1 fm, starfsmannaaðstaða 66,9 fm. Í hesthúsinu eru 20 stórar stíur, hey og fóðurgeymsla, haugkjallari undir húsinu sem er 398,6 fm brúttó. Heitt vatn liggur í reiðhöllina, þriggja fasa rafmagn. Á búinu er stunduð hrossarækt, tamningar, þjálfun, kennsla og hestasýningar. Húsnæðið skiptist í reiðhallarsvæði (skeiðbraut í gegnum húsið (60 m) og út á hringvöllinn), hesthús með 20 stíum, áhorfendastúku, eldhús, snyrtingar, starfsmannaaðstöðu og haugkjallara. Ljósleiðari er kominn inn í reiðhöllina og það eru mjög góðar innkeyrsludyr á húsinu. 200 m hringvöllur við reiðhöllina. Óskað er eftir tilboði!!

Í kaupum þessu fylgir einnig 700 ha beiti- og ræktarland. Búið er að skila af sér mörgum afburða hrossum í gegnum tíðina og hægt er að fá keypt hross í fremstu röð ef það hentar væntanlegum kaupanda. Á lóðinni Bjarmalandi stendur Hrímnishöllin og er lóðin um 4,5 ha og beiti- og ræktarlandið Brekkukot er um 700 ha og á jörðinni stendur einnig skemma. Bjarmaland og Brekkukot liggja saman með tengingu. Landið er að mestu þurrlent og er það mjög grasgefið og hentar afar vel til ræktunar og beitar. 

Hinar vinsælu hestasýningar "Meet the Icelandic horse" á vegum eigenda á Varmalæk hafa verið starfræktar í Hrímnishöllinni. Íslenski hesturinn, vinurinn í aldanna rás, er kynntur og gerður kunnugur, saga hans sögð og einstakir eiginleikar hans eru sýndir þar sem gestir komast í náið samband við hestinn og daglegt líf hans á dæmigerðu hrossaræktarbúi. 

Varmilækur / Bjarmaland er staðsettur um 8 km. sunnan við Varmahlíð í Skagafirði, 3ja km fjarlægð frá Vindheimamelum og 33 km fjarlægð frá Sauðárkróki. Á Varmalæk er stunduð hrossarækt, tamning, þjálfun og sala auk hestasýninga fyrir ferðamenn. 

HÉR ER UM AÐ RÆÐA ÁHUGAVERÐ KAUP SEM BÝÐUR UPP Á MIKLA MÖGULEIKA.

Allar nánari upplýsingar veitir: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
  • Brunabótamat217.330.000 kr.
  • Fasteignamat51.536.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð20. okt. 2021
  • Flettingar670
  • Skoðendur553
  • 1080 m²
  • 0 herbergi
  • Sérinngangur

Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala

LANDMARK fasteignamiðlun
Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
andri@landmark.is
690-3111
Senda fyrirspurn vegna HrímnishöllBjarmaland og Brekkukot, 561 Varmahlíð

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

LANDMARK fasteignamiðlun

Sími: 5124900
eignir@landmark.is
www.landmark.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sigurður Rúnar Samúelsson
Andri Sigurðsson
Þórey Ólafsdóttir
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Eggert Maríuson
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Þórarinn Thorarensen
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson

Eignin var skráð 20 október 2021
Síðast breytt 30 nóvember 2021

Senda á vin eignina HrímnishöllBjarmaland og Brekkukot, 561 Varmahlíð

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

LANDMARK fasteignamiðlun

Sími: 5124900
eignir@landmark.is
http://www.landmark.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Sigurður Rúnar Samúelsson
Andri Sigurðsson
Þórey Ólafsdóttir
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Eggert Maríuson
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Þórarinn Thorarensen
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson

Eignin var skráð 20 október 2021
Síðast breytt 30 nóvember 2021

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store