Gimli fasteignasala Grensásvegur 13 - 2 hæð - 108 Reykjavík 5704800 - www.gimli.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hafrún Huld Einarsdóttir
Halla Unnur Helgadóttir

Hólavað 11, 110 Reykjavík 96.900.000 kr.

146,7 m², raðhús, 5 herbergi

-EIGNIN ER SELD MEÐ HEFÐBUNDNUM FYRIRVARA-

-Endaraðhús, fjögur svefnherbergi, tvö fullbúin baðherbergi, alrými með mikilli lofthæð og suðursvölum-


Gimli kynnir: Fallegt fimm herbergja, tveggja hæða endaraðhús í Norðlingaholti. Eldhús borðstofa og stofa eru í björtu alrými með mikilli lofthæð með útgengt á stórar suðursvalirFjögur góð svefnherbergi, tvö fullbúin baðherbergi ásamt góðu þvottahúsi, fataherbergi og bílskúr/geymslu. Gólfhiti og hitastýring í hverju rými, endurbætt hljóðvist, innfelld lýsing í aðalrými. Húsið stendur í enda botlanga og er steypt. Stór suðurpallur með kaldri geymslu/smáhýsi, fallega gróinn garður. Hellulögð tveggja bíla innkeyrsla með snjóbræðslu. 

Vönduð og vel skipulögð eign þar sem hugað hefur verið að hverju smáatriði. 

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 146,7 fm og þar af er bílskúr  27,2. Samkvæmt núverandi skipulagi er bílskúr/geymsla um 12fm þar sem hluti bílskúrs er nú fjórða svefnherbegi (sjá meðfylgjandi teikningu)

Nánari upplýsingar veitir Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse, aðstoðamaður fasteignasala, í síma 792-7576, gudmunda@gimli.is og Halla Unnur Helgadóttir, Löggiltur fasteignasali, halla@gimli.is

NÁNARI LÝSING: Falleg aðkoma er að húsinu þar sem innkeyrsla er hellulögð og aðgengi yfirbyggt.
Gengið er inn í flísalagða forstofu með góðum skáp. Inn af forstofunni er rúmgott fallega flísalagt baðherbergi, með "walk in"  sturtu og upphengdu salerni. Úr forstofunni er gengið inn í hol. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru á neðri hæð, öll með fataskápum, stórum og góðum gluggum. Þvottahús er með góðri innréttingu og útgengt út á suðurverönd og í garð. Gott skipulag er á öllum rýmum hæðarinnr. 

Gengið er upp á efri hæð um veglegan steyptan stiga þar sem lofthæð beggja hæða fær að njóta sín. Komið er upp í bjart og opið alrými með mikilli lofthæð. Eldhús, stofa og borðstofa flæða saman. Úr alrými er gengið út á rúmgóðar suðursvalir.  Eldhúsinnrétting er með miklu skápaplássi, uppþvottavél, bakaraofni, örbylgjuofni og háf. Hljóðvistarplötur með innbyggðri LED lýsingu eru í lofti en mesta lofthæð á efri hæð er yfir 3,5 metrar.  Á hæðinni er rúmgott svefnherbergi með góðum skáp. Stórt baðherbergi með upphengdu salerni, tvöfaldri handlaug og baðkari. Inn af baðherbergi er fataherbergi með innbyggðum skápum.

-Sígilt harðparket er á öllum rýmum nema votrýmum sem eru flísalögð.
-Húsið er steinað að utan og því viðhaldslétt, þak er með viðhaldslítilli klæðningu.

-Gólfefni eru undir öllum fataskápum og baðkari.

Bílskúrnum hefur verið skipt upp og er það rými annarsvegar c.a.12 fm geymsla en hinsvegar rúmgott c.a. 15 fm svefnherbergi sem er innangengt úr holi á neðri hæð.  Geymslan er lokuð af með stálgrindarvegg sem er einangraður, brunavarinn og klæddur og með tvöföldu gipsi. Á herbergi er eldvarnarhurð og því er lítið mál að breyta skipulagi aftur í samræmi við upphaflegar teikningar.

Nánari upplýsingar veitir Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse Aðstoðamaður fasteignasala, í síma 7927576, gudmunda@gimli.is

Fasteignamat 2022 er kr. 76.250.000

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því fljótlega 40 ára starfsafmæli. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat53.770.000 kr.
 • Fasteignamat70.400.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð22. okt. 2021
 • Flettingar4805
 • Skoðendur4029
 • 146,7 m²
 • Byggt 2008
 • 5 herbergi
 • 2 baðherbergi
 • 4 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Bílskúr
 • Þvottahús

Lánareiknir: 96.900.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 77.520.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 19.380.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Hólavað, 110 Reykjavík

Verð:96.900.000 kr. Stærð: 119.5 m² Tegund:Raðhús/Parhús Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Gimli fasteignasala

Sími: 5704800
gimli@gimli.is
www.gimli.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Hafrún Huld Einarsdóttir
Halla Unnur Helgadóttir

Eignin var skráð 22 október 2021
Síðast breytt 25 nóvember 2021

Senda á vin eignina Hólavað, 110 Reykjavík

Verð:0 kr. Stærð: 119.5 m² Tegund:Raðhús/Parhús Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Gimli fasteignasala

Sími: 5704800
gimli@gimli.is
http://www.gimli.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Hafrún Huld Einarsdóttir
Halla Unnur Helgadóttir

Eignin var skráð 22 október 2021
Síðast breytt 25 nóvember 2021

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store