Hraunhamar fasteignasala Bæjarhraun 10, 220 Hafnarfjörður 5207500 - www.hraunhamar.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Magnús Emilsson
Freyja Sigurðardóttir
Ágústa Hauksdóttir
Andrea Guðrún Gunnlaugsdóttir

Laugaból 0, 466 Bíldudalur Tilboð

127391,8 m², lóð, 0 herbergi

Hraunhamar kynnir: Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 Í einkasölu er ein fallegasta jörð á Íslandi, Laugaból í  Arnarfirði (Ísafjarðarbær). Jörðin er náttúruperla. Staðsett á norðanverðu Langanesi beint á móti Hrafnseyri. Hið mikla mannvirki, Dýrafjarðargöng voru opnuð síðla hausts og gerir samgöngur frá Laugabóli mögulegar allt árið um kring. 69 km til Ísafjarðar, blómstrandi menningar og verslunarstaður.
Vegalengd  frá Reykjavík er um það bil 380 km, að mestu leyti malbikað (5,5 klst akstur). Annar möguleiki er að taka ferjuna Baldur yfir Breiðafjörð. Frá Brjánslæk eru 40 km að Laugabóli.


Allar byggingar eru reystar eftir 2000 m.a. íbúðarhús/einbýli 270 fm, hesthús, hlaða og reiðskemma 1200 fm.
Allur húsakostur er til fyrirmyndar og til ýmissa nota. Jarðhiti, steypt sundlaug . Borað hefur verið eftir heitu vatni og er hitastig í holunni u.þ.b 50 gráður. Jörðin gæti nýst vel fyrir fiskeldi á landi. Frábært gæsaeiðisvæði og stutt í rjúpu. Mikill selur er í fjörunni við bæinn. Sjón er sögu ríkari !


Laugabóli gæti mögulega  fylgt önnur jörð rétt hjá sem heitir Hokinsdalur en þar er Hokinsdalsá sem væri tilvalin til virkjunar að sögn seljanda. 

Dynjandi er u.þ.b. 10 km frá bænum. Þar koma mörg hundruð manns á hverjum degi allt sumarið. Ljóst er að aukinn umferð verður þar í næstu framtíð. 

Einstök jörð að mörgu leyti, m.a. sökum náttúrufegurðar. 

Smelltu hérna til að fá söluyfirlit sent strax.

Laugaból er staðsett í Mosdal við Arnarfjörð í Ísafjarðarbæ. Arnarfjörður hefur af mörgum verið talinn einn fegursti fjörður landsins. Þekktustu perlur Arnarfjarðar eru Hrafnseyri, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, og Fjallfoss í ánni Dynjandi.
Arnarfjörður hefur alið af sér kröftugustu galdramenn landsins og þar var blótað í heiðni fram eftir öllu, og má enn sjá merki um það á afskekktum stöðum. Búseta á jörðinni  hefur verið nær samfelld frá landnámi.
Hlunnindi á jörðinni eru : Heitt vatn, vísir að æðarvarpi, gott berjaland, fjallagrös, gæsaveiði og stutt er í rjúpu. Mikið af sel á ströndinni fram af bænum. Laugaból er afskekkt og er því engin umferð um hlaðið en þó stutt í malbik alla leið til Reykjavíkur og umfangs miklar framkvæmdir til vegabóta standa yfir. Heimtröðin hefst við Dynjandi og telur 10 km, um einstaklega vestfirskan malarveg sem liggur í fjallshlíð Urðarfells. Nýverið hafa verið boruð Dýrarfjarðargöng, sem leysa af hólmi veginn um Hrafnseyrarheiði og tengja Laugaból við alheiminn, allt árið um kring. Leiðin til Ísafjarðar telur 69 km. Fjörðurinn, þegar spegilsléttur, sýnir okkur hnúfubaka á veiðum  og óspjölluð strandlengjan iðar af sel. Út um stofugluggann má sjá ómengaða náttúruna og ekki er óalgengt að líta á ref á vappi og örninn steypa sér eftir bráð. Á veturna vinalegt mótorhljóð rækjuveiðibátana á firðinum. Fallegar bjartar sumarnætur, iðandi af fuglum sem stýra stemmningunni, stundum með varúðarhljóðum sem gefa til kynna að rándýr sé í návígi en oftast sinfóníu af söng. Stjörnubjartar vetrarnætur þar sem leshæft er undir norðurljósahafi. Um 2000 var jörðin byggð upp frá grunni, sem hestaræktunarjörð og mest voru 150 hestar í ræktun. Byggður var stór skeiðvöllur, með 350 metra braut og 400 metra hring.
Undanfarið hefur jörðin verið nýtt til ferðaþjónustu og  hefur það gengið vel. Ein af sérstöðu jarðarinnar er jarðhitinn sem jörðin er kennd við. Vegna jarðhitans er steypt sundlaug á Laugabóli, 7,5 x 20 m, heitur pottur og gróðurhús.

Öll húsin er hituð með þessum jarðhita. Borað var eftir heitu vatni og er vatnið um 50 gráður þar sem það kemur upp úr jörðinni. Góð skilyrði eru til að koma upp æðavarpi á jörðinni. Sérstakar tjarnir og smákofar eru á jörðinni tengd æðarvarpinu.

Ljósleiðari er tengdur við bæinn. Húsakostur er allur byggður eftir 2000.
  
Einbýlishús úr timbri á þremur hæðum.
Jarðhæð innréttuð sem starfsmannaíbúð. Eldhús, baðherbergi,geymsla, forstofa,  stofa og tvö svefnherbergi. Sérinngangur.
Hæð: forstofa, wc, stórt eldhús, þvottahús og stórar stofur.
2 hæð: Stórt baðherbergi og 5 svefnherbergi.
Hesthús: fyrir 40 hross og 200 m2 vélaskemma með góðri hnakkageymslu.
Loft er yfir hesthúsi, nokkur herbergi, stórt sameiginlegt rými og wc, óklárað að hluta.
Reiðhöll: Vandað 15 x 30 metra límtréshús klætt með yleiningum frá Límtré Vírneti.
Lítið fjárhús frá Hýsi fyrir 24 kindur.
 
Mjög vönduð sérstök eign á ægi fögrum stað. Jörð fyrir fjársterka aðila. Verðtilboð.
 
Nánari uppl gefur Helgi Jón Harðarson sölustj. s. 893-2233 eða helgi@hraunhamar.is
Freyja M Sigurðard. lgf. 


https://hraunhamar.is/
https://www.facebook.com/hraunhamar
https://www.instagram.com/hraunhamar/
 

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
  • Brunabótamat292.275.000 kr.
  • Fasteignamat59.039.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð25. nóv. 2021
  • Flettingar484
  • Skoðendur440
  • 127391,8 m²
  • 0 herbergiSenda fyrirspurn vegna Laugaból, 466 Bíldudalur

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Hraunhamar fasteignasala

Sími: 5207500
hraunhamar@hraunhamar.is
www.hraunhamar.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Emilsson
Freyja Sigurðardóttir
Ágústa Hauksdóttir
Andrea Guðrún Gunnlaugsdóttir

Eignin var skráð 25 nóvember 2021
Síðast breytt 25 nóvember 2021

Senda á vin eignina Laugaból, 466 Bíldudalur

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi: 0
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Hraunhamar fasteignasala

Sími: 5207500
hraunhamar@hraunhamar.is
http://www.hraunhamar.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Magnús Emilsson
Freyja Sigurðardóttir
Ágústa Hauksdóttir
Andrea Guðrún Gunnlaugsdóttir

Eignin var skráð 25 nóvember 2021
Síðast breytt 25 nóvember 2021

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store