Fasteignasala Kópavogs ehf Hamraborg 14A, 200 Kópavogi 5172600 - www.fastko.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Guðmundur Þórðarsson, hdl.
Gunnlaugur Hilmarsson

Grófarsmári 10, 201 Kópavogur 149.000.000 kr.

250 m², parhús, 8 herbergi

Fasteignasala Kópavogs / Gunnlaugur Hilmarsson kynna: Glæsilegt 250m2 parhús á tveimur hæðum og með auka íbúð, þar af er bílskúr 24,8m2, á frábærum stað við Grófarsmára 10, 201 Kópavogi.

Nánari lýsing:
Fyrsta hæð: Forstofa
er flísalögð með skóskáp og fataskáp. Eldhús er rúmgott og bjart með fallega innréttingu, með góðum tækjum og flísum á gólfi. Útgengt er úr eldhúsi út að flísalagðar svalir. Stofa og borðstofa eru í einu opnu og björtu rými með góða lofthæð, gólf eru flísalögð. Úr stofu er útgengt á flísalagðar svalir. Rúmgott og bjart forstofuherbergi er inn af forstofu með parketi á gólfi. Góðir fataskápar eru inn af forstofugangi. Inn af forstofugangi er gestasalerni með flísalagt gólf og veggi. Úr forstofugangi er innangengt inn í bílskúr. Bílskúr er rúmgóður með góða lofthæð, með geymslulofti, og flísalagt gólf. Rafhleðslustöð fyrir rafmagnsbíl er í bílskúr og fylgir með. Svalir eru rúmgóðar og flísalagðar með fallegu útsýni er til norðurs og austurs. Heitur pottur er á hæðinni ásamt arni sem byggður hefur verið skjólveggur um.

Neðri hæð: Flísalagður stigi er niður á neðri hæð. Gangur er parketlagður ásamt góðu sjónvarpsherbergi. Hjónaherbergi er bjart og rúmgott með góðum fataskáp, parket á gólfi. Barnaherbergi er rúmgott og bjart með parketi á gólfi. Baðherbergi er með góðri innréttingu, rúmgóðum sturtuklefa og baðkari, gólf og veggir eru flísalagðir. Inn af gangi er rúmgott þvottahús með góðri innréttingu, vaski, vinnuborði og flísalagt gólf. Úr gangi er útgengt út í rúmgóðan og bjartan skála. Úr skála er útgengt út á hellulagða verönd.

Auka íbúð: Falleg tveggja herbergja íbúð er á neðri hæð. Eldhús er með ljósri innréttingu og ágætu skápaplássi, helluborði og ofni. Gólf er flísalagt. Svefnherbergi er rúmgott og bjart með parketi á gólfi. Góður fataskápur er á gangi. Inn af gangi er stofa með parketi á gólfi. Baðherbergi er með lítilli innréttingu og sturtuklefa. Gólf og veggir eru flísalagðir.

Stórglæsilegur bakgarður með timburverönd, gufubaðshúsi, köldum potti, fiskatjörn með fallegum skrautfiskum, góðri lýsingu og fallegum gróðri gerir bakgarðinn frábæran stað til að njóta.

Fyrir framan húsið er fallegt svæði, með skjólvegg, með heitur pottur með arni.

Húsið er hið vandaðasta í alla staði og hefur verið vel við haldið. Bílastæði við húsið eru með steyptum og stimpluðuð stéttum með hitalögn að hluta. Öll ljós í bakgarði eru með þráðlausri stýringu, stýrt með appi í síma. Gott þjófavararnarkerfi er um allt húsið að utanverðu, fylgir með húsinu. Öll hitastýring er þráðlaus og er stýrt með appi í síma. Steyptur stigi, með hitalögn, er við húsið niður í bakgarð og aukaíbúð. Geymsluskúr er á neðri hæð.

Húsið er í raun 274m2 en 24m2 eru ekki inni í fm tölu hússins.

Allar upplýsingar veitir Gunnlaugur Hilmarsson, löggildur fasteignasali og viðskiptafræðingur, í síma 777 56 56, og á skrifstofu í síma 517 26 00 eða á heimasíðu okkar www.fastko.is
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi –0,8% af heildarfasteignamati, 0,4% við fyrstu  kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.000  af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk.  sbr. Kauptilboði.

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat93.050.000 kr.
 • Fasteignamat103.650.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 8. des. 2021
 • Flettingar4820
 • Skoðendur4108
 • 250 m²
 • Byggt 2001
 • 8 herbergi
 • 3 baðherbergi
 • 4 svefnherbergi
 • Sérinngangur
 • Bílskúr
 • Útsýni
 • Þvottahús

Gunnlaugur Hilmarsson Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala

Fasteignasala Kópavogs ehf
Hamraborg 14A, 200 Kópavogi
gunnlaugur@fastko.is
777-5656


Lánareiknir: 149.000.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 119.200.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 29.800.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Grófarsmári, 201 Kópavogur

Verð:149.000.000 kr. Stærð: 225.2 m² Tegund:Parhús Herbergi: 8
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignasala Kópavogs ehf

Sími: 5172600
fastko@fastko.is
www.fastko.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Guðmundur Þórðarsson, hdl.
Gunnlaugur Hilmarsson

Eignin var skráð 8 desember 2021
Síðast breytt 23 janúar 2022

Senda á vin eignina Grófarsmári, 201 Kópavogur

Verð:0 kr. Stærð: 225.2 m² Tegund:Parhús Herbergi: 8
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Fasteignasala Kópavogs ehf

Sími: 5172600
fastko@fastko.is
http://www.fastko.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Guðmundur Þórðarsson, hdl.
Gunnlaugur Hilmarsson

Eignin var skráð 8 desember 2021
Síðast breytt 23 janúar 2022

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store