Ásbyrgi Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík 5682444 - www.asbyrgi.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ingileifur Einarsson

Leirárskógur , 301 Akranes Tilboð

0 m², lóð, herbergi

ÁSBYRGI FASTEIGNASALA, SUÐURLANDSBRAUT 54, RVK, S. 568-2444, asbyrgi@asbyrgi.is, KYNNIR: VORUM AÐ FÁ Í EINKASÖLU LÖGBÝLIÐ LEIRÁRSKÓG SEM 218 HA EIGNARLAND, MEÐ SKÓGI OG JARÐHITA OG GÓÐU BEITILANDI. MIKLIR MÖGULEIKAR Á NÝTINGU JARÐHITA OG AÐ SKIPULEGGJA LANDI FYRIR FRÍSTUNDABYGGÐ.


Staðsetning, landlýsing, landgæði.
Jörðinni Leirárskógi var skipt úr jörðinni Leirá.
Landið er 217,6 ha að flatarmáli, staðsett í Hvalfjarðarsveit (áður Leirársveit) undir suð-vestur fjallshlíðum Skarðsheiðar. Jörðinni Leirárskógi var skipt úr jörðinni Leirá.

Land jarðarinnar liggur til suðurs og vesturs frá Skarðsheiði. Landinu má lýsa þannig að um 78 ha. er hæðótt kjarrlendi og innan þess er um 5 ha. barrskógur ræktaður frá 1960 mikill og fallegur lundur. Um 90 ha. er framræst land mjög grasgefið. Hinir hlutar landsins eru mólendi og melar. Landið afmarkast af fallegri bergvatnsá - Leirá í vestri og er hluti árinnar eign Leirárskógar ehf. Í Leirá er lax- og silungsveiði.
Útsýni er glæsilegt. Til vesturs má sjá yfir Melasveit og til hafs allt til Snæfellsjökuls Til suðurs sér yfir byggðir Leirársveitar allt til Akrafjalls og Akraness og til hafs. Í suðaustri er útsýni til fjalla beggja vegna við Hvalfjörð og til Botnssúlna og til austurs inn Svínadal. Í norðri rís Skarðheiðin með tindunum, Skessuhorni, Skarðshyrnu og Heiðarhorni, og næst Leirárskógi er tindurinn Snókur sem er með stuðlabergs gígtappa. Mjög fallegt göngusvæði er í Leirárskógi og nágrenni, inn Leirárdal eða á tinda Skarðsheiðar. Landið hentar vel fyrir sumarbústaðabyggð, hefðbundna íbúðabyggð, útivist, ferðaþjónustu sem og annað.
Þjónusta. Nálægð við höfuðborgina. Atvinnumöguleikar.
Landið er í Hvalfjarðarsveit, skammt norðan Hvalfjarðarí 49 km fjarlægð (um 40 mínutna akstur) frá Reykjavík Ekki er yfir fjallveg að fara á þessari leið. Til Akraness eru 18 km og 27 km til Borgarness. Lega landsins er þannig að þrátt fyrir að þjóðvegur nr. 1 liggi nokkuð nærri þá heyrist ekki í umferð. Landið hentar vel, hvort heldur til til íbúðabyggðar eða sumarhúsabyggðar. Golfvellir eru á Akranesi, Borgarnesi og í Svínadal. Góðar sundlaugar eru á Hlöðum, á Akranesi og í Borgarnesi. Stórt og hratt vaxandi atvinnusvæði, Grundartangi (Álver, járnblendi, komandi kísilver, Faxaflóahafnir o.fl.) er í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Leirárskógi.
Jarðhiti/ kalt vatn
Jörðinni fylgja jarðhitaréttindi og kaldavatnsréttindi jarðarinnar Leirárskógar svo og jarðarinnar Leirár. Í landi Leirárskógar ehf. eru nú 4 jarðhitaborholur með hita frá um 60° til um 120° hitu vatni. Jarðhita ná hagnýta með margvíslegum hætti hvort heldur til hitunar íbúðarhúsa eða sumarhúsa eða til annara nota. Núverandi borholur í landi Leirárskógar gefa af sér heitt vatn, samkvæmt mælingum sérfræðinga, sem áætlað er að nægi til að hita upp allt að 800 íbúðir.

Allar nánari upplýsingar veitir Ingileifur Einarsson, löggiltur fasteignasali, gsm 894-1448, ingileifur@asbyrgi.is


Sýna alla lýsingu
Reikna lán
  • Brunabótamat4.420.000 kr.
  • Fasteignamat23.424.000 kr.
  • Áhvílandi0 kr.
  • Skráð21. des. 2021
  • Flettingar3576
  • Skoðendur3139
  • 0 m²
  • Byggt 1950
  • herbergiSenda fyrirspurn vegna Leirárskógur, 301 Akranes

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi:
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Ásbyrgi

Sími: 5682444
asbyrgi@asbyrgi.is
www.asbyrgi.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ingileifur Einarsson

Eignin var skráð 21 desember 2021
Síðast breytt 6 mars 2023

Senda á vin eignina Leirárskógur, 301 Akranes

Verð:Tilboð Stærð: 0 m² Tegund:Jörð/lóð Herbergi:
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Ásbyrgi

Sími: 5682444
asbyrgi@asbyrgi.is
http://www.asbyrgi.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Ingileifur Einarsson

Eignin var skráð 21 desember 2021
Síðast breytt 6 mars 2023

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store