Domusnova fasteignasala Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur 5271717 - domusnova.is
Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Óskar Már Alfreðsson
Magnús Guðlaugsson
Björgvin Þór Rúnarsson
Árni Helgason

Langholtsvegur 22, 104 Reykjavík 94.800.000 kr.

188 m², einbýlishús, 5 herbergi

Domusnova fasteignasala og Sölvi Sævarsson kynna:  Einbýlishús ásamt sérstæðum bílskúr á góðum stað við Langholtsveg í Reykjavík. Húsið var töluvert endurnýjað á árunum 2006- 2009. Tveir inngangar eru í húsið og er aðalinngangur á efri hæð hússins. Efri hæð skiptist í anddyri, snyrtingu, eldhús, tvær stofur og opið skrifstofurými þar sem gæti verið herbergi. Gengið er af efri hæð niður stiga á neðri hæð þar sem einnig er sérinngangur í húsið. Neðri hæð skiptist í:  Anddyri, litla geymslu inn af anddyri, þvottahús, geymslurými undir stiga, herbergi við stiga af efri hæð sem gæti verið sér herbergi, baðherbergi, hjónaherbergi og tvö barnaherbergi. 
Bílskúr er ágætlega stór eða um 40 fm og þarfnast yfirferðar og standetningar að innan.
Möguleiki er að útbúa og hafa sér íbúð í bílskúr, niðurfallslagnir eru fyrir frárennsli í bílskúr.
 • Húsið var mikið endurnýjað árið 2006 að sögn eiganda. Raflagnir og pípulagnir voru endurnýjaðar 2006.
 • Eldhús og baðherbergi var endurnýjað ásamt öllum innréttingum og gólfefnum árið 2006.  
 • Þakjárn á húsi var endurnýjað árið 2006, skipt var um klæðningu, pappa og þakjárn að sögn eiganda.
 • Þakjárn á húsi var málað árið 2019. Rennur, steyptir þakkanta voru einnig yfirfarnir, lagfærðir og málaðir árið 2019.
 • Bílskúrsþak var endurnýjað, skipt um þakjárn, pappa og klæðningu árið 2009 af núverandi eiganda og svo málað árið 2019.

Húsið er í heild 188 fm  þar af er bílskúr 40 fm skv. Þjóðskrá Íslands. 
Fasteignamat 2020 er 77.550.000.- 


Bókið skoðun hjá Sölva Sævarssyni löggitum fasteignasala. í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is

Nánari Lýsing:
Efri hæð.

Anddyri – Dökkar flísar á anddyri.
Snyrting – með vandaðri viðarinnréttingu með vaski ofan á, flísum á gólfi og veggjum. innfellt upphengt salerni á vegg. Gluggi á snyrtingu.
Eldhús – Innrétting í eldhúsi er vönduð harðviðarinnrétting frá árinu 2006. Mosaik flísar við innréttingu og viðarparket á gólfi. Gert er ráð fyrir amerískum ísskáp í eldhúsi.
Borðstofa  – Góð borðstofa við hlið á eldhúsi og stofu með viðarparketi á gólfi.
Stofa - Björt ágætlega stór stofa með viðarparketi á gólfi.
Skrifstofurými - sjónvarpshol við hlið stofu með viðarparketi á gólfi.
Neðri hæð.
Anddyri - stórt anddyri með kaldri geymslu inn af anddyri, flísar á gólfi.
Þvottahús - Flísar á gólfi.
Geymsla undir stiga.
Herbergisrými - niður af stiga efri hæðar er rými sem mætti nýta sem svefnherbergi.
Baðherbergi - Með innréttingu frá 2006. Flísar á baðherbergi. Hornbaðkar með sturtuaðstöðu og baðkari með nuddi. 
Barnaherbergi - inn af baðherbergisgangi er barnaherbergi með fataskáp, parket á gólfi og tveimur gluggum.
Hjónaherbergi - Stórt gott hjónaherbergi með vönduðum harðviðarskápum og parket á gólfi.
Barnaherbergi 2 - Fataskápur í herbergi og parket á gólfi.
Innréttingar/ Gólfefni: Vandaðar mahogny innréttingar frá árinu 2006. Innréttingar og flísar eru á baðherbergjum eru vandaðar frá árinu 2006. Gólfefni hússins er vandað dökkt viðarparket sem endurnýjað var árið 2006. 

Bílskúr – bílskúrinn er sérstæður með góðri hárri bílskúrshurð. Sér bílastæði framan við bílskúr. Bílskúr þarfnast lagfæringar að innan. Hægt væri að útbúa sér íbúð í bílskúr, vatns- og frárennslislagnir eru til staðar ásamt rafmagni til að útbúa íbúðí bílskúr.
Geymsla við hliðina á húsi c.a 7 fm stór sem byggð var árið 2009. Geymslan er ekki  inni í fm tölu hússins

Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.
 

Sýna alla lýsingu
Reikna lán
 • Brunabótamat54.670.000 kr.
 • Fasteignamat77.550.000 kr.
 • Áhvílandi0 kr.
 • Skráð 2. jan. 2022
 • Flettingar3243
 • Skoðendur2822
 • 188 m²
 • Byggt 1944
 • 5 herbergi
 • 2 baðherbergi
 • 5 svefnherbergi
 • Bílskúr
 • Þvottahús

Lánareiknir: 94.800.000 kr. ásett verð
Veljið upphæð útborgunar og lánstíma í árum.
Lántaka: 75.840.000 kr.
Fyrsta eign:
Útborgun: 18.960.000 kr.
Lánstími: 40 ár


Senda fyrirspurn vegna Langholtsvegur, 104 Reykjavík

Verð:94.800.000 kr. Stærð: 148 m² Tegund:Einbýli Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Domusnova fasteignasala

Sími: 5271717
eignir@domusnova.is
domusnova.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Óskar Már Alfreðsson
Magnús Guðlaugsson
Björgvin Þór Rúnarsson
Árni Helgason

Eignin var skráð 2 janúar 2022
Síðast breytt 18 janúar 2022

Senda á vin eignina Langholtsvegur, 104 Reykjavík

Verð:0 kr. Stærð: 148 m² Tegund:Einbýli Herbergi: 5
Captcha

* Það sem er stjörnumerkt verður að fylla út til þess að skráning verði tekin gild.

Domusnova fasteignasala

Sími: 5271717
eignir@domusnova.is
http://domusnova.is

Fasteignasalar innan Félags fasteignasala
Víðir Arnar Kristjánsson
Haukur Halldórsson
Óskar Már Alfreðsson
Magnús Guðlaugsson
Björgvin Þór Rúnarsson
Árni Helgason

Eignin var skráð 2 janúar 2022
Síðast breytt 18 janúar 2022

Senda ábendingu á Fasteignir.is

Captcha

Nýtt! Náðu í appið fyrir iPhone símann þinn.

Fasteignir.is

Available in the App Store