










Þorraholt 2, 210 Garðabær Tilboð
6278 m², lóð, herbergi
Til sölu. Garðabær óskar eftir tilboði í byggingarrétt lóðar nr. 2 og/eða nr. 4 í Hnoðraholti norður, fyrir atvinnuhúsnæði (verslunar- og þjónustuhúsnæði) að Þorraholti, 210 Garðabæ.
Stærð lóðarinnar fyrir Þorraholt 2 er 6.278 m2 og 4768 m2 fyrir Þorraholt 4. Lóðirnar liggja á einkar góðum stað á norðvesturhluta svæðisins við gatnamót Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar, með aðkomu frá Þorraholti. Heildar byggingarmagn Þorraholts 2 er um 12.000 m2, með bílakjallara í samræmi við nýtingarhlutfall lóðarinnar sem er 1,9 og skilgreint í nýju deiliskipulagi Hnoðraholts norður. Heildarbyggingarmagn Þorraholts 4 er um 12.500 m2 með bílakjallara, í samræmi við nýtingarhlutfall lóðarinnar sem er 2,6.
Þorraholt 2. Stærð: 6.278 m2 . Heildarbyggingarmagn: 12.000 m2 . Kjallari: 7.800 m2 , 1. hæð: 1.800 m2 , 2. hæð: 1.200 m2 , 3. hæð 1.200 m2 .
Atvinnulóðirnar eru í framhaldi af fyrirhuguðu íbúðahverfi í Hnoðraholti. Opið svæði verður efst á holtinu og grænir geirar niður hlíðarnar tengja háholtið við nærliggjandi svæði og brýtur upp byggðina á holtinu í minni reiti. Lóðirnar eru í nálægð við góðar samgönguæðar, stofnstíg hjólreiða og göngustíga.
Skipulagsgögn má nálgast hér á skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunnar, deiliskipulag Hnoðraholt norður.Þar má finna skipulagsuppdrátt, skipulagsgreinargerð og skýringaruppdrátt.
http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=07637534013202989579
http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=19637517543497288240
http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=19637517543497288240
Upplýsingar um eignina veitir: Sigurður Tyrfingsson löggiltur fasteignasali og Húsasmíðameistari s. 898-3708 eða sigurdur@gardatorg.is
Garðatorg eignamiðlun er staðsett á Garðatorgi 7 í Garðabæ,
Sérákvæði: A-1, VERSLUN OG ÞJÓNUSTA VIÐ ÞORRAHOLT 2. 3.3.1 Lóðir Skilmálar eiga við lóðina Þorraholt 2. 3.3.2 Aðkoma Lóðin hefur aðkomu frá Þorraholti. Sjá deiliskipulagsuppdrátt. 3.3.3 Húsagerð Atvinnuhús með verslun og þjónustu á 3. hæðum. Á byggingarreit er kvöð um lóðrétt uppbrot byggingar Útlit byggingar skal vera brotið upp eins og um samsetta röð minni bygginga sé að ræða - að hámarki 12 metra breið hver, í mismunandi megin lit og/eða megin efnisvali. Þetta uppbrot skal einnig eiga sér stað í þaki og þakkanti. Þakform er frjálst. Ekki eru gerðar sérstakar kröfur til áferðar klæðninga, en ytri frágangur bygginga skal vera vandaður úr viðhaldslitlum efnum. Hámarkshæðarfjöldi bygginga kemur fram á skipulagsppdrætti og hámarkshæðir koma fram á skýringarmyndum. Þök sem eru undir 15° halla og ekki eru nýtt sem þaksvalir eða verandir og girt af þannig, skulu vera þakin með grænu yfirborði. Þegar talað er um græn þök er átt við gróðurvaxin þök gróðri, oft af hnoðraætt (sedum-ætt) sem henta mjög vel sem efstu þök húsa, þök með lágum runnum og hærri blómum og svo loks tyrfð þök sem geta krafist meiri umhirðu. Til viðbótar við hámarkshæð má bæta 1,3m í þak lyftustokks, handriðum eða skjólvirkjum/vindbrjótum sem er æskilegt að komi ofan á byggingarnar til bóta fyrir veðurlag umhverfis byggingarnar. Þá má planta trjágróðri ofan á byggingu sem nær allt að 2m upp fyrir uppgefna hámarkshæð. Byggingareitir • Brotin lína afmarkar byggingarreit. Eftirfarandi atriði mega fara út fyrir byggingarreit: • Útbyggingar og svalir að hámarki 0,6m • Skyggni/skjólveggur við anddyri að hámarki 1,8m Útlit og efnisval allra skjólveggja skal samræma og laga að útliti og yfirborðsfrágangi húsa. 3.3.4 Húshæð og þak Bygging er 3 hæðir auk kjallara, sem að mestum hluta er niðurgrafinn. Uppgefinn aðkomukóti á hæðablaði er kóti á gólfi jarðhæðar. 3.3.5 Bílastæði Reikna skal með 1 bílastæði á hverja 50m² atvinnuhúsnæðis. Reiknað er með að stór hluti þeirra sé í bílakjallara. Kjallarar meiga vera undir görðum og/eða bílastæðum á landi sbr. deiliskipulagsupdrátt. Bílastæði í götum má ekki merkja sérstökum notenda. 3.3.6 Sorp Sorpgeymslur skulu vera í aflokuðum geymslum eða innan byggingarreits – sjá deiliskipulagsuppdrátt. Sjá kafla 2.8.5. um sorpgeymslur og sorpflokkun. 3.3.7 Frágangur á lóð. Sýna skal skipulag lóðar á aðaluppdráttum. Sjá að öðru leiti kafla 2.17 um frágang lóða. Staðsetning byggingar innan byggingarreits er frjáls.

- Brunabótamat0 kr.
- Fasteignamat0 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð 9. maí. 2022
- Flettingar917
- Skoðendur844
- 6278 m²
- herbergi








