































Klettsholt 7, 806 Selfoss 33.000.000 kr.
63,2 m², sumarhús, 0 herbergi
Kjöreign fasteignasala, Ármúla 21, Reykjavík, sími 533-4040 kynnir
Kjöreign kynnir Klettholt 7, Reykholti rúmlega fokheldan sumarbústað með rislofti, fullbúið gestahús og vinnuskúr á einstaklega fallegum stað rétt hjá Reykholti í Biskupstungum. Bústaðurinn stendur á mikilli útsýnislóð yfir Tungufljóti en lóðin er 4900 fm eignarlóð.Nánari lýsing :
Sumarbústaður : Bústaðurinn er skráður 48,2 fm og er rúmlega fokheldur en hann hefur verið einangraður að hluta. Bústaðurinn skiptist í tvö svefnherbergi, baðherbergi, stofu og þar er gert ráð fyrir eldhúsinu. Svefnloft með glugga og aukinni lofthæð. Mikið útsýni er frá sofugluggum. Viðarpallur. Stórkostlegt útsýni til allra átta út bústaðnum.
Gestahús : Húsið innréttað sem stúdíóíbúð og er skráð 15 fm. Svefnkrókur með rúmi, létt eldhúsinnrétting á vegg, baðherbergi með sturtu, wc og vaski og rými fyrir sófa. Kalt vatn og rafmagnsofn.
Vinnuskúr : Húsið var upphaflega hugsað sem bílskúr en er nýtt sem vinnuskúr. Auðvelt væri að breyta því í annað gestahús.
Lóð : Lóðin er 4900 fm gróin eignarlóð á einstaklega fallegum stað, stendur hátt og með óheftu útsýni yfir Tungufljót og sveitirnar. Lóðin er næst innst í lokaðri götu og því engin umferð þar í gegn.
Kalt vatn er komið í gestahúsið en heitt vatn og rafmagn er komið að lóðarmörkum.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í margar af helstu náttúruperlum suðurlands og í verslun og þjónustu í Reykholti.
Upplýsingar gefur Dan Wiium lögm. og lögg. fasteignasali gsm. 896-4013 eða dan@kjoreign.is Vinsamlegast pantið skoðunartíma eða bókið tíma í opið hús.
Upplýsingar gefa sölumenn Kjöreignar í síma 533-4040 eða kjoreign@kjoreign.is
Dan Wiium lögm. og lögg. fasteignasali gsm. 896-4013 eða dan@kjoreign.is
Ásta María Benónýsdóttir lögg. fasteignasali gsm. 897-8061 eða asta@kjoreign.is
Davíð Karl Wiium lögfræðingur og lögg. fasteignasali gsm. 847-3147 eða david@kjoreign.is
Má bjóða þér frítt verðmat á þína fasteign án skuldbindingar?
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

- Brunabótamat5.000.000 kr.
- Fasteignamat8.670.000 kr.
- Áhvílandi0 kr.
- Skráð27. maí. 2022
- Flettingar1559
- Skoðendur1358
- 63,2 m²
- Byggt 2009
- 0 herbergi

Dan Valgarð S. Wiium Löggiltur fasteignasali innan félags fasteignasala
Kjöreign fasteignasala
Ármúla 21, 108 Reykjavík
dan@kjoreign.is
533-4040





























